Vikan


Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 43

Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 43
— Veiztu hvort Wilfrid er á förum til Austurlanda? — Hefi ekki minnstu hugmynd um það. — Hann hlýtur að hafa andstyggð á þessu öllu. Grice yppti öxlum. — Það hafa ekki mörg skáld selt svona vel- — í»að er lítið verð fyrir sálina, Grice. — Við seljum ábyggilega tvö þúsund. — Mér fannst það vera mistök að birta ljóðið um hlébarðann. Eg hef auðvitað ekki látið það í ljós, síðan bókin kom út, en það voru mikil mistök. — Eg er ekki sammála. — Það er greinilegt, þú ert auðvitað mjög hreykinn. — Hann hefði ekki sent mér það til birtingar, ef hann hefir verið því mótfallinn að gefa það út. Ég á ekki að gæta bróður míns. Michael andvarpaði. — Það er sjálfsagt rétt, en þetta hefir eyðilagt framtíð hans. — Eg er heldur ekki sammála í því. Það að hann bjargaði lífi sínu með því að skipta um trú, hefir gert hann frægan. — Já, sagði Michael, — það er sjálfsagt rétt. En mig langar til að biðja þig að gera mér þann greiða að komast að því hvað hann ætlast fyrir. Ég hefi komið mér í ónáð hjá honum, svo ég get ekki farið sjálfur til hans. — Eg veit ekki, sagði Grice, — hann á það til að bíta. — Varla velgerðarmann sinn. Mér er alvara, viltu gera þetta? — Eg skal reyna- Þegar Compton Grice hringdi til Michaels, eða réttara sagt Fleur, því Michael var ekki heima, virtist hann áhyggjufullur. — Eru nokkur skilaboð til hans? spurði Fleur. — Maðurinn yðar bað mig að komast að því hvort Desert væri á förum. Hann kom til mín og mér skildist á honum að hann væri um það bil að leggja af stað, ■— mér fannst hann líta illa út, ég er með áhyggjur af honum. — Hann hefir haft malaríu. — Ó, jæja! Ég ætla að senda yður bók, sem þér hafið ábyggilega ánægju af, hún er eftir franskan Kanadamann_______ — Þakka yður fyrir, ég skal segja Michael þetta. Og Fleur hugsaði með sér hvort hún ætti að segja Dinny þetta, en vildi ekki gera það, án þess að tala við Michael. Hún fór að ljúka við bréf, sem hún var að skrifa. Hún hafði nærri lokið bréfaskrift- unum, þegar Michael hringdi. Hún sagði honum hvað Grice hafði sagt. Svo hélt hún áfram: — Kemurðu ekki heim að borða... •? Það er gott! Hún vill auðvitað ekki þreyta aðra með sorgum sínum.... Con frændi þinn.... Þetta er skrítið, nú virðast allir vilja það sem áður var barizt á móti.... Hún fór út með Kit... Ó, þarna eru þau að koma. Bless! Kit kom inn í stofuna. Hann ljómaði af hreysti. — Dinny frænka fór upp að leggja sig. Hún varð að setjast í grasið. Hún sagðist jafna sig. Heldurðu að hún sé að fá mislinga? Eg hef fengið þá, svo ég má vera hjá henni. Við sáum mann sem hún varð hrædd við. — Hvaða mann? — Hann kom ekki til okkar, hann var stór, hann var með hattinn í hendinni og hann hljóp, þegar hann sá okkur. — Hvernig veiztu að hann sá ykkur? — Ó, hann sneri sér við og hljóp. — Var það í garðinu? — Já, Green Park- — Var hann grannur og dökkur í framan? — Já, þekkir þú hann líka? — Hversvegna segirðu „líka“? Þekkti Dinny hann? — Ég held það. Hún sagði Ó! og hélt um munninn. Svo settist hún í grasið og ég reyndi að kæla hana með því að veifa klútnum hennar. Mér þykir svo vænt um Dinny frænku. Á hún mann? — Nei. Þegar hann var farinn upp, fór Fleur að hugsa um það sem hafði skeð. Dinny hlaut að vita að Kit segði frá þessu. Hún sendi til hennar til að vita hvernig henni liði. Hún fékk það svar að hún myndi koma að borða, það væri allt í lagi. En þá komu önnur skilaboð, hún sagðist ekki hafa lyst á mat. Michael og Fleur settust ein að matarborðinu og töluðu fátt. Michael horfði á hana. Hún var ennþá iafn falleg, töluvert þroskaðri, en það fór henni vel. Hann leit undan, þegar hún horfði á hann, hann fann ennþá til, þegar hann hugsaði um atburðinn fyrir fjórum árum. — Kit heldur að Dinny sé að fá mislinga. Hann spurði hvort hún ætti ekki mann. Coaker, komið með kaffið, herra Mont þarf að fara út aftur. Hún var um það bil að hátta, þegar Michael kom heim aftur. Hún sagði honum að Dinny hefði ekki komið niður og að hún hefði «t«.U.J.fAT.O/r BILALOKK grunnfyllir, spartl, þynnir, slípimassi, vinyllakk, málmhreinsiefni, álgrunnur, silieone hreinsiefni oafflKo BLÓMAKER * GYRÐINGAR * GARÐTRÖPPUR * Mósaik hf. so. tbi. VIIíAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.