Vikan


Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 12

Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 12
Tora er japanska og þýðir tígrisdýr. Það var kenniorðið, sem yfir- maður japanska flug- liðsins er réðist á Pearl Harbor á Havaí 7. des- ember 1941, sendi yfirmönnum sínum til merkis um að árásin væri hafin. Það er líka heiti kvikmyndar, sem 20th Century Fox er að gera um þennan ör- lagaríka atburð, sem varð upphafið að þátt- töku Bandaríkjanna í síðari heimsstyrjöld- inni. Samvinna er höfð við Japani um mynda- tökuna og eru leik- stjórarnir þrír, Banda- ríkjamaðurinn Richard Fleischer og tveir Japanir. Miklu hefur Japanir gerðu tvær atlögur, og í hinni fyrri gereyðilögðu þeir eða stórskemmdu mörg hin stærstu af herskipunum, sein lágu við festar í höfninni og voru auðveld skotmörk. En þótt óviðbúnir væru, gerðu bandarísku sjóliðarnir hreysti- legar tilraunir til varnar. I»eir mönnuðu loftvarnabyssurnar ótrauðir, þótt svo að logarnir lékju um þá. í árásinni misstu Japanir um þrjátíu flugvélar, fimm litla kafbáta og nærri hundrað manns. En árangur þeirra varð þeim mun meiri. í Perluhöfn stóð hvert skipið af öðru i ljós- um loga og biksvartur reykjar- mökkur skyggði fyrir sólu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.