Vikan


Vikan - 24.07.1969, Page 5

Vikan - 24.07.1969, Page 5
DIISTIN OG MIA „Við erum búin að vera mjög góðir vinir lengi,“ segja Mia Farrow og Dustin „Graduate“ Hoffman, en þau luku nýlega við að leika í nýrri kvikmynd, „Jón og María“. — „Dustin hef- ur hjálpað mér að efla sjálfs- traust mitt,“ segir Mia, sem hef- ur verið tíður gestur hjá sál- fræðingum og öðrum hausamót- urum, jafnframt því sem hún fór til Indlands (til að hitta Maharishi) eftir skilnaðinn við Frank Sinatra. Nú hefur hún náð sér eftir allt það stand, og Dustin hefur komið henni í samband við umheiminn. En til að fyrir- byggja allan misskilning, þá gekk Dustin nýlega í það heilaga með æskuvinkonu sinni, fótó- módelinu Önnu Hoffman; fæddri eitthvað allt annað. ☆ HEITT I HAMSI EIN ELDFLAUG NÆGIR Á ENGLAND Suður-Evrópubúar og Ame- ríku-búar eru frægir fyrir hama- gang og illsku í sambandi við knattspyrnuleiki, og er þess skemmst að minnast að við lá að stjórnmálasambandi milli Ame- ríkurikjanna Honduras og E1 Salvador væri slitið, út af leik sem lyktaði eitthvað öðruvísi en báðir aðilar gátu sætt sig við. Meðfylgjandi mynd er tekin í Róm eftir knattspyrnuleik milli tveggja borgarliða, „Lazio“ og „Bari“, en þá varð einn ungur maður svo æstur að hann hátt- aði sig að ofan og ætlaði svo að rjúka inn á völlinn. Fjórir lög- regluþjónar áttu fullt í fangi með kauða, unz einum datt það snj all- ræði í hug að bíta hraustlega í hönd hans. ☆ Bandarískir sérfræðingar hafa reiknað út að aðeins ein af nýj- ustu rússnesku langfleygu eld- flaugunum gæti gereytt Stóra- Bretlandi. Gerð þessi er kölluð SS9, og eiga Sovétmenn hana í hundr- aðatali, að því er þeir sjálfir segja. Hægt er að ferma hana með allt að tíu vetnissprengjum. Eldflaugin er gerð af slíkri kúnst að hátt uppi í lofti losar hún sig við sprengjurnar, sem eru sjálf- stýrðar og fljúga á fyrirfram ákveðin mörk, sem geta verið með millibili svo skiptir hundr- uðum kílómetra. SS9 getur bor- ið sprengjumagn sem samsvarar tuttugu og fimm milljónum punda af trotýli. ☆ Táraoas á stúdentana f vor voru um það bil 500 stúd- etnar samankomnir á Sproul Plaza í Berkeley í Kaliforníu. Nokkrir lágu og slöppuðu af í grasinu og aðrir körpuðu við þjóðvarðliðana sem umkringdu staðinn. Ólæti voru engin. Allt í einu birtist þyrla sem úðaði CS-hernaðargasi, sem ekki einungis framkallar tár í augun, heldur einnig óþægindi í hálsi og öndunargöngum með meiru. Ungmennin reyndu að flýja, en voru stöðvuð af gasgrímubúnum hermönnum lýðræðisins. Gasið breiddist út — nokkra kílómetra í burtu var barnaleikvöllur, og er gasið komst þangað ríkti al- gjört öngþveiti þar. Þá barst gasið einnig inn í fyrirlestrarsali skólans og sjúkrahús. Berkeley var á að líta eins og hertekinn staður, herjeppar og önnur hergögn á hverju götuhorni og þyrlur sveimuðu yfir húsþökunum. 2260 hermenn voru fengnir til að aðstoða lög- regluna, en undanfarna 10 daga höfðu miklar óeirðir staðið yfir í borginni, þar sem 150 manns slösuðust og nærri bví 900 voru handteknir. Einn unglingur dó af skotsárum í sæluríki Ronalds Reagan, kvikmyndaleikarans, sem gerðist pólitíkus og er nú ríkisstjóri Kaliforníu. ☆ 30. tbi. VIICAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.