Vikan


Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 45

Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 45
var greinilegt að hann var uppalinn í sveit. Hún kallaði á hann og þau gengu í áttina að húsinu. Þegar hún kom að svaladyrunum, sá hún móður sína sitja með hendur í kjöltu og föður sinn standa við arinhilluna. Hún gekk inn og sagði: — Jæja, mamma mín, get ég fengið tesopa? Um kvöldið, eftir að hún hafði boðið góða nótt, fór hún aftur niður og læddist að skrifstofu föður síns. Hann sat þar, á kafi í reikn- ingum. Hún læddist aftan að honum og gægðist yfir öxl hans: Hestar til sölu. Svo kom upptalning á gæðum hestanna og að lokum: Hafið samband við eigandann, Condaford Grange. — Hm, tautaði hann og strikaði yfir eitt nafnið. Dinny rétti fram höndina og greip blaðið. Hershöfðinginn hrökk við og horfði á hana. — Nei, sagði hún, og reif blaðið. — Heyrðu, þetta máttu ekki gera. Eg var eilífðartíma að koma þessu saman. -—- Heyrðu pabbi minn, þú selur ekki þessa hesta, það ríður þér að fullu. — Ég verff að selja þá, sagði hann. — Ég veit það, mamma sagði mér að þig vantaði þrjú hundruð pund, til að geta borgað skattana. Hún lagði peningaseðlana, sem hún hafði borið á sér svo lengi, á borðið. Hershöfðinginn stóð upp. — Það er ómögulegt, sagði hann. — Þetta er fallega hugsað, Dinny, en ég get ekki tekið við því. — Þú mátt ekki hafa á móti því, pabbi. Lofaðu mér að gera eitt- hvað fyrir Condaford. Ég hef ekki not fyrir þessa peninga, og það vill svo til að það er einmitt þessi upphæð sem þig vantár. — Vitleysa, vina mín. Þú gætir farið í langt ferðalag fyrir þetta. — Mig langar ekkert til að fara í ferðalag. Mig langar til að vera heima og hjálpa ykkur mömmu. Hershöfðinginn virti hana vandlega fyrir sér. — Eg skammast mín fyrir að taka við þessum peningum, það er sjálfum mér að kenna að ég er í peningahraki. — Pabbi! Og þú sem aldrei hefir eytt neinu á sjálfan þig. — Ég veit ekki hvernig þetta er orðið, það hrúgast einhvernveg- inn upp. — Við tökum þetta sameiginlega til athugunar og sjáum hvað hægt er að gera. Við hljótum að geta sparað einhversstaðar. Láttu mig sjá um það. En á meðan verðurðu að nota þessa peninga. — Dinny, ég — — Til að gleðja mig, elskan. Hershöfðinginn tók hana í faðm sinn og þrýsti henni að sér. -— Þetta mál þitt, tautaði hann niður í hár hennar. — Góði Guð, ég vildi.... Hún hristi höfuðið. — Ég ætla að fara út svolitla stund og anda að mér ilminum hérna. Og hún batt klút um höfuðið og gekk út um svaladyrnar. — Ég vil ekki hugsa um hann, hugsaði hún, — ég vil ekki hugsa um hann. Hún vildi vera eins og barn, sem þrjózkast við að viður- kenna sorg sína. En alltaf sá hún andlit hans fyrir sér. Hún hallaði höfðinu upp að trjástofni, nuddaði enninu við hrjúfan börkinn. Svo gekk hún hratt yfir grasið milli trjánna, hljótt, án nokkurs hávaða, eins og andi, og þannig gekk hún fram og aftur þar til hún fann að friður fæfðist yfir hana. — Jæia, hugsaði hún, — ég hefi átt mínar sælustundir, ég verð að fara inn. Hún stóð um stund og horfði upp til stjamanna, sem voru svo fjarlægar, bjartar og kaldar. Hún brosti dauflega og hugsaði: — Hver þeirra skyldi vera hamingjustjama mín? Framhald í næsta blaði. Tommi gerir iukku vestra Framhald af bls. 29 þættir Tom, „This is Tom Jones“ hafa haft veruleg áhrif á þessa hrifningaröldu. Þykja þættir Tom bera af öðrum skemmti- þáttum í sjónvarpi. Áður en þættirnir voru sýndir vissu Bandaríkjamenn harla lítið um Tom Jones, en nú er nafn hans á hvers manns vörum. Ekki sakar að geta þess, að tveggja laga plata Tom með lag- inu „Love Me Tonight“ hefur að undanförnu verið ofarlega á blaði á brezka vinsældalistanum. Þá hefur Tom nýlega sungið inn á hæggenga hljómplötu, sem hin- um fiölmörgu aðdáendum hans mun án efa þykja gulls ígildi. Platan ber heiti sjónvarpsþátta hans: „This is Tom Jones“. Þarna eru lög eins og t.d. „Fly Me To The Moon“, „The Dock Of The Bay“ (eftir Otis Redding), „Hey Jude“ og „Let it by Me“. Á myndinni sjáum við Tomma ásamt einni heimasætunni í Flamingó. ☆ t---------------------------------------------------------------------------------------------^ sjálfvirkar heimilis- dælur. Dælur fyrir kalt og heitt vatn. Ketildælur. Háþrýsti- dælur. Miðstöðvar- dælur. ísleifur Jónsson h.f. Bolholti 4 - Reykjavík - Sími 36920 V Simon og Garfunkel Manfred stofnar... Framhald af bls. 29 öll fyrri lög þeirra félaga. Aldr- ei hafa þeir varið jafn löngum tíma til upptöku á einu lagi eins og laginu „The Boxer“. Saman- lagt mun upptakan hafa staðið yfir í röskar hundrað klukku- stundir! Paul samdi lagið fyrir einu ári, og það var hljóðritað í desember s.l.. Það kom hins vegar ekki á markað fyrr en fimm mánuðum síðar eða nú í vor. Upptaka fór fram í ýmsum beztu upptökusölum í Bandaríkj- unum — og söngurinn var tekinn upp í St. Pauls kirkjunni í New York. Mun einsdæmi, að svo mikið sé nostrað við eitt einasta lag. Þess má geta, að lagið „Mrs. Robinson" eftir Paul hlaut ný- lega Grammy verðlaunin banda- rísku, sem bezta dægurlagið á ár- inu 1968. Lagið samdi Paul til flutnings í kvikmyndinni „The Graduate“, en sú kvikmynd hef- ur að undanförnu verið sýnd við geysilegar vinsældir víða er- lendis. Simon og Garfunkel sjá um allan tónlistarflutning í þeirri mynd, og hafa þeir hlotið mikið lof fyrir. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að þessi frá- bæra kvikmynd verði sýnd hér á landi. Framhald af bis. 28 skilið við, sína gömlu hljómsveit, er ekki þar með sagt, að hann hafi sagt skilið við músikina. Ásamt Mike Hugg (sem var með honum í gömlu hljómsveitinni) o. fl. hefur hann nú stofnað nýja hljómsveit. Mun sú hljóm- sveit flytja öðruvísi músik og starfa á öðrum grundvelli en fyrri hljómsveit hans. Að sögn Manfreds verður músikin þyngri og tormeltari. Manfred og Mike Hugg hafa að undanförnu sýslað við að semja tónlist við. auglýs- ingakvikmyndir. Bera verk þeirra á því sviði vitni ágætum hæfileikum þeirra sem lagahöf- undar. Þeir horfa nú báðir björt- um augum til framtíðarinnar og samstarfsins í nýju hljómsveit- inni. HANN VAR ALLTAF SVO MIKID A MÖTI ÞESSU BINDI r -------------------------------\ Þér sparið meO ískrilt 1IIKAN Skipholtl 33 !- sfml 35320 v_________________________________j 30. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.