Vikan


Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 46

Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 46
HANN STNAUKIKNFFNHTI Það var í Alsír, [ lok stríðsins þar í landi. Það var að kvöldi til og stormur og rigning. Rétt fyrir klukkan tíu var barið að dyrum heima hjá Roger Gavourny, lögreglufulltrúa, á Dr. Troll- ardsgötu númer fjögur ( Alsírborg. Gavourny fór fram og opnaði. Einhver rak hnéð f kvið honum og greip um háls hans. Á næsta andartaki smó langur rýtingur gegnum hjarta Gavournys, og hann hné dauður á þröskuldinn. í mörg ár hafði mjög verið um það deilt og barizt hvort Frakkar ættu að sleppa Alsír eður ei. Herir Frakka í landinu voru undir stjórn dug- legra og ofstækisfullra hershöfðingja (þeirra helztir voru Raoul Salan og Edmond Jouhaud), sem urðu eins og kunnugt er hatursfullir and- stæðingar de Gaulles er hann ákvað að gefa Alsír upp á bátinn. OAS, hin ógnvænlega leyni- hreyfing hershöfðingjanna og bandamanna þeirra, fór að taka til höndunum. Hún stóð fyrir ótal ofbeldisverkum — sprengjutilræðum, morð- um, mannránum og alls konar ógnaraðgerðum. Ein þessara aðgerða var morðið á Roger Ga- vourny, lögreglufulltrúa. De Gaulle hafði per- sónulega fengið Gavourny í hendur það hlut- verk að binda endi á starfsemi OAS í Alsír, svo að fulltrúi þessi var nú í öðru sæti á dauða- lista samtakanna — efsta sætið að sjálfsögðu frá- tekið fyrir de Gaulle sjálfan. Á bak við morðið stóðu þrír menn, sem ofurstarnir Yves Godard og Roger Degueldre höfðu kjörið til verksins. Tveir þeirra, Albert Dovecar og Claude Pigets, höfðu þegar margan mann drepið af pólitískum orsökum og höfðu um langt skeið verið eltir af lögreglunni yfir gervallt Alsír. Sá þriðji hét Claude Tenne, þá þrjátíu og eins árs að aldri. Hann var liðþjálfi í hersveit Degueldres ofursta og hafði helgað líf sitt málstað OAS. Eftir morðið á Gavourny var leitin að mönn- unum þremur mögnuð um allan helming, og allir náðust þeir, Tenne þegar hann heimsótti konu sína og börn í Marseille. Þeir voru leiddir fyrir herdómstólinn í París vorið 1962. Albert Dovecar og Claude Pigets voru dæmdir til dauða og lifiátnir, Tenne slapp hins vegar við dóm upp á lífstíðarfangelsi, þótt svo að hann lýsti vígi Gavournys á hendur sér. Tenne leyndi engu. Hann skýrði frá því að einn af foringjum OAS, Susini, hefði skipað SAGT VAR AÐ ENGINN GÆTI STROKIÐ ÚR FANGELSINU Á KLETTAEYNNI RÉ í ATLANTS- HAFI, AÐ MINNSTA KOSTI HAFÐI ENGUM TEKIZT ÞAÐ. EN OAS- MAÐURINN CLAUDE TENNE VAR ANNARRAR SKOÐUNAR. 46 VIKAN 30- tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.