Vikan


Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 9

Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 9
UPPBURÐARLAUS TÓNUSTARÁHUGI Hæ, Póstur! Getur þú frætt mig á, hvort það er einhver gítar- kennari hér í bæ? Ég hef verið að reyna að pæla í því að læra á gítar í þrjú ár, en það hefur ekkert gengið, sökum þess að ég get ekki hugsað og því síð- ur pælt í einhverju. Keflavíkurmær Heldur þykir mér furðu- legt, að í sjálfri höfuðborg bítlatónlistarinnar á ís- landi sé enginn gítarkenn- ari. En ef þú ert svona illa gefin eins og þú vilt vera láta, þá get ég varla hjálp- að þér. Hitt er annað mál, að daglega má lesa í dag- blöðunum auglýsingar frá hinum og þessum tónlist- arkennurum. NEMENDASKIPTI Kæri Póstur! Mig langar mikið til að biðja þig um að leysa úr þessum spurningum fyrir mig: Hvað þarf maður að vera gamall til þess að komast sem skiptinemandi á vegum þjóðkirkjunnar? Er einhverrar sérstakrar menntunar krafizt? Þarf maður að kosta sig þetta algiörlega sjálfur? Eg vona, að þú getir hjálpað mér með þetta, en ég ætlaði ekki að gleyma að þakka VIKUNNI fyrir gott lesefni og óska ykkur alls hins bezta á komandi árum. Með fyrirfram þökk. H.S.G., Eskifirði. Til að geta orðið skipti- nemandi á vegum Þjóð- kirkjunnar þarf umsækj- andi að vera á aldrinum 1G—lf) ára, með gagn- fræðapróf eða hliðstæða menntun, og hafa með- mæli skólastjóra, vinnu- veitanda og sóknarprests. Einnig er krafizt félagslegs þroska, aðlögunarhæfileika og vilja til að horfast í augu við erfiðleika. Sá liópur sem er á leið út nú, borgar um 40 þúsund kr. fyrir árið, allt innifalið. f 29. tbl. VIKUNNAR var grein um reynslu eins skiptinemanda Þjóðkirkj- VANRÆKTUR AÐDAANDI Kæri Póstur! Ég vil byrja eins og flestir; þakka fyrir allt gamalt og gott. Ég les allt- af Póstinn og fleira, sem er í VIKUNNI. Ég hef skrif- að þér einu sinni áður, en það var aldrei birt, svo að ég vona, að þetta fari ekki sömu leið. Ég er 15 ára og hrifin af strák, sem er tveimur ár- um eldri en ég. Hann á heima skammt hér frá; um það bil hálftíma keyrsla héðan. Hann hefur tvisv- ar verið á balli, sem ég hef verið á, en ekki litið við mér. Kæri Póstur, hvað á ég að gera til að láta hann taka eftir mér? Ég er frek- ar feimin við stráka, ef ég er hrifin af þeim. Ég vona, að þú birtir þetta bréf. Með fyrirfram þakklæti. Ein 15 ára í Neskaup- stað. P.S. Hvernig er skriftin? Áttu ekki einhverja vin- konu, sem þekkir þennan strák? Ef svo er, þá skaltu reyna að fá hana til að kynna þig fyrir honum, og svo verður þú bara að vera nógu ákveðin við að ota þínum tota. Skriftin er heldur slæ- leg, en þó ekki ólæsileg. SVAR TIL EINNAR 16 ARA I VANDA Það sem ég myndi gera í þínum sporum er að reyna að fá foreldra mína til að ræða þetta vandamál við mig, og yrðuð þið þá öll að taka fullt tillit til hvers annars. En ef til vill er það ekki hægt, og þá verðifr þú að leita ráða annars staðar, t. d. hiá prestinum þínum. En ef til viU er þessi 19 ára systir þín skýringin á bessu á nokkurn hátt, og þá verð- ur þú að fullvissa foreldra bína um, að ekki fari eins fvrir bér. Vertu bara nógu ákveðin, en revndu líka að setja þig í aðstöðu foreldra þinna. Láttu þennan dreng- staula alveg eiga sig. Svona piltar eru ekki einu sinni þess virði að maður tali við þá. Strákurinn, sem ég er með, gaf mér minnsta kveikjara sem ég hef séð — svo Ktinn að ég faa varla nógu litla steina ( hann. Annar strákur gaf mér kveikjara, sem hann keypti ( siglingu — honum er fleygt þegar hann er tómur. Ekki man ég, hvorn ég lét róa fyrr, kveikjarann eSa strákinn. Ég er alltaf aS kaupa eldspýtur, en þær misfarast meS ýmsum hætti. En eld þarf ég aS hafa. Hver vill gefa mér RONSON? Mig langar svo í einhvern af þessum Mllaily gas kveikjari Comet gas kveikjari Adonis gas kveikjari Empress gas kveikjari Til gefenda RONSON kveikjara: Áfyllingin tekur 5 sekúndur, og endist svo mánuðum skiftir. Og kveikjarinn. — Hann getur enzt að eilífu. RQNSON Einkaumboð: I. Guðmundsson i Co. hl. 3o. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.