Vikan


Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 2

Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 2
Cofgate fluor gerir tennurnar sterkari við hverja burstun Spyrjið tannlækni yðar... hann veit betur en nokkur annar, hvað Colgate Fluor hefur mikla þýðingu fyrir tennur yðar og allrar fjölskyldunnar. Byrjið í dag - það er aldrei of seint... Frá allra fyrstu burstun styrkír Colgate Fluor tannglerunginn og ver tennurnar skemmdum. Með þvi að bursta tennurnar daglega með Colgate Fluor tannkremi, fáið þér virka vörn gegn sýrum þeim, sem myndast í munninum og mjög er hætt við að eyðileggi tennurnar, ekki sízt tennur barnanna. Auk þess er þetta dásamlega, ferska bragð sem aðeins Colgate Fluor tannkrem hefur. IIULLRI Lokaðar dyr Góðu heilli er nú flestum að verða ljóst, að mörgu er ábótavant í skólamálum okk- ar. Því verður ekki móti mælt, að við höfum stórlega dregizt aftur úr á þessu mikilsverða svtöi og megum sannarlega halda vel á spöðunum, ef ekki á illa að fara. Sérstaklega virðist Háskóli íslands illa á vegi staddur og varla ofmæit að segja, að þar hafi skapazt ófremdarástand. Æðsta menntastofnun lands- ins býr ekki einasta við léleg- an húsakost, enda nær aliar byggingar hennar síðan fyrir stríð, heldur virðast kennslu- haettir og skipulag allt miðað við þarfir fortíðarinnar, en ekki nútíðarinnar, að ekki sé minnzt á framtíðina. í seinni tíð hefur athygli almennings aftur og aftur verið beint að vandamálum háskólans. Á afmæli lýðveld- isins gáfu stúdentar út blað, sem borið var í hvert ein- asta hús og hafði að geynm ófagrar lýsingar á aðbúnað: stúdenta. Og nú síðast hefur aðsókn að læknadeild skól- ans verið takmörkuð fyrir- varalaust. Afleiðingin af þess- ari síðustu ráðabreytni er sú, að stór hópur nýstúdenta, sem hafði ákveðið að hefja læknanám í haust, stendur nú uppi ráðalaus og á ekki í önn- ur hús að venda. 111 nauðsyn er ugglaust orsök þess, að að- sókn að læknadeildinni er takmörkuð, en hana hefði átt að boða með miklu lengri fyr- irvara, svo að stúdentsefni hefðu tíma til að gera sínar ráðstafanir. Þeir nýstúdentar, sem staðráðnir voru í að gerast læknar, en koma nú að lokuðum dyrum Háskóla ís- lands, af því að þe'r hafa ekki hlotið tilskylda einkunn á stúdentsprófi, hafa verið ranglæti beittir, sem illt er að þola. Vonandi verður þetta nýj- asta hitamál til að flýta fyrir róttækum breytingum á skipu lagi háskólans. G.Gr.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.