Vikan


Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 28

Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 28
ANDRÉS INDRIÐASON SIÖFF Alltaf er kærkomið að geta birt myndir af hljómsveitum úti á landsbyggðinni. Þessir ungu menn skipa hljómsveitina Stöff á Sauðárkróki. Skagfirðingar hafa löngum þótt söngelskir menn og er ekki að efa, að þeir og aðrir munu skemmta sér hið bezta, þar sem Stöff skemmtir, því að kunnugir segja, að hér sé lífleg og skemmtileg hljómsveit á ferðum. Þeir félagar fóru fyrst á kreik s.l. vor og munu í sumar leika fyrir dansi nyrðra og víðar. Þeir heita frá vistri talið: Hörður Ólafsson (bassi), Valgeir Kára- son (gítar), Sveinn Ingason (gítar), Guðni Friðriksson (orgel) og Jóhann Friðriksson (trommur). MANFRED STOFNAR NÝJA HLJÚMSVEIT Um svipjað leyti og hin vin- sæla hljómsveit Manfred Mann sendi frá sér lagið „Ragamuffin Man“, var tilkynnt, að hljóm- sveitin væri hætt störfum. Þessi tíðindi komu þeim, sem þekktu til hljómsveitarinnar, ekki á óvart. Hlj ómsveitin, sem var skipuð úrvals hljóðfæraleikurum, hafði ekki komið fram opinber- lega í háa herrans tíð, og þá sjaldan þeir félagarnir hittust, var það vegna plötuupptöku. Plötur þær, sem hljómsveitin hefur sent frá sér undanfarin ár, hafa átt miklum vinsældum að fagna — allt frá því fyrsta tveggja laga plata hljómsveitar- innar með laginu „5-4-3-2-l“ birtist á vinsældalistanum. Manfred segir sjálfur, að hann hafi ekki átt von á, að plötur hljómsveitarinnar fengju jafn góðar viðtökur, og raun varð á. — Við höfum engan áhuga á pop-músik, og við bjuggumst við að allir mundu gleyma okkur eftir fyrstu plötuna. En svo varð þó ekki, — þetta rúllaði ein- 28 VIKAN 30-tbI- hvern veginn áfram, og við lék- um inn á hverja plötuna eftir aðra. Okkur til furðu seldust plöturnar í stórum stíl. Upphaf- lega vorum við jazz og „rhythm og blues“-hljómsveit en músikin þróaðist smátt og smátt út í poppið. Það hafði töluverð áhrif á okkur, að við heyrðum og spil- uðum mikið af poppi. Nú orðið er ég að mestu leyti orðinn dús við poppið. — Við vorum orðnir hálfgerð- ir öldungar á vinsældalistanum. Ég er viss um, að fólk var búið að fá leiða á okkur. A.m.k. var ég orðinn leiður á að standa í þessu. Þótt Manfred hafi nú sagt Framhald á bls. 45.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.