Vikan


Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 48

Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 48
En hann hafði týnt dýrmætum hluta af sjálfum sér; draumur hans var rifinn í tætlur á greinum dauðra trjáa, rifinn í hengla eftir hvítum slóðanum..... Hann hristi sig og rumdi reiðilega, svo snjórinn þaut allt í kringum hann. Hann hélt dauðahaldi í þá hugsun, sem var álmviðarskál, full af baunasúpu og söltuðu svínakjöti, sem hann hefði á hnjám sér við hliðina á stóra eldstæðinu. En jafnvel það var súrt epli, eftir þá ham- ingju, sem hann hafði eygt, því i Wapassou hafði hann einnig setið við eldinn með skál af heitri súpu og koniaksbikar í hendi sér, en þá hafði hún verið þar, aðeins nokkur skref i burtu, og lotið yfir eldinn með sterka, gullna armana. Hann hafði gleypt hana með augunum og ná- vist hennar ein hafði gert eldinn heitari, matinn bragðbetri og þá stundina hafði hann fundið til fullkominnar sælu. Hann skálmaði þunglega niðureftir yfirgefinni ískcildri hæðinni og hvert skrefið færði hann ofurlítið lengra frá þessum vonlausu vonum og þar sem hann hafði hvorki styrk til að víkja þeim frá sér, né heldur að viðurkenna afleiðingar þeirra fannst honum hann vera óham- ingjusamastur allra manna. Og þar sem hann fylgdi jaðri litla dalsins, sem lá niður að vatninu, snerti Indíáninn við handlegg hans og benti honum á eitthvað, þarna uppyfir þeim, rétt þar sem dalurinn opnaðist út á sléttuna. Hann sá dökka skugga hreyfast og þessi skyndilega hreyf- ing i landslagi, sem fram til þessa hafði verið ískalt hreyfingarleysi, vakti honum hroll. Það var svo langt síðan nokkuð hafði hreyfzt um- hverfis hann. Nú var jafnvel það rofið og honum fannst þessar verur fjandsamlegar til að sjá. — Bimir? muldraði hann. Svo yppti hann öxlum, næstum þegar í stað og hugsaði hvilíkur bjáni hann væri. Bimir sváfu á veturna. Hann hafði ekki rekizt á eina einustu skepnu, sem ekki var í híði sínu, alla þessa ferð. Um köldustu vetrarmánuðina sjást úlfar, refir og hreindýr svo sjaldan að það er eins og allar lífverur hafi horfið að eilífu, eins og þær vilji gefa vetrinum öll völd. — Indíánar? — En hvað ættu Indíánar að vera að gera á Þessum slóðum á þess- um tíma árs? Þeir skrlða ofan í jörðina, ofan í birkibarkar Indiána- tjöldin og narta 5 matinn sinn. Sá tími var enn ekki kominn, að hungrið ræki þá út á frosna stígana, til að veiða skinhomð dádýr og reyna að bjarga vesölum lífum sínum með því að ná í einhver grindhoruð veiðidýr. — Þetta hljóta að vera menn, sagði Pont-Briand upphátt. — Fölandlit! Loðdýraveiðimenn! Allt í einu lokaði hann augunum og staðnæmdist, því hann heyrði dómsbjölluna hringja í hjarta sér og hann vissi hver þetta var. Djúpt andvarp reis af vörum hans, svo ský af hvitri gufu umkringdi höfuðið og reis hægt upp I kalt loftið, eins og sálin væri þegar að yfir- gefa líkama hans. Óttakippir fóru um líkama hans frá hvirfli til ilja. Svo tók hann sig á. Hvað var komið yfir hann, hermann, sem aldrei hafði kynnzt öðru en orrustum og dauðum mönnum, hvar sem hann fór í lífinu? Hann rétti úr sér í fulla hæð og með daufu brosi um varir, beið hann rólegur meðan de Peyrac og sonur hans komu í áttina til hans. 58. KAFLI. Hann horfði á þá nálgast. Framandlegar dökkar verur yfir snævi þaktan dalinn. Pont-Briand horfði minna á skuggamyndina af Peyrac greifa, en unga drengnum, sem fylgdi honum eftir. 48 VTTCAN 30- tbl- Hann hafði ekki tekið mikið eftir honum í Wapassou. Nú veitti hann því athygli, að ungi maðurinn var mjög líkur föður sinum, en það var eitthvað við andlitsdrætti hans, við brosið, sem minnti hann ómótstæðilega á andlit Angelique. Og Þegar hann sá þennan unga mann sem lifandi sönnun um sameiningu þeirra, sönnun fyrir því að konan, sem hann hafði dreymt um væri annars eign, hún væri bundin þessum manni og þessu piltbarni, með böndum sem hann, Pont- Briand, gæti aldrei getið sér til um hve sterk væru, sá hann fyrst hve einmana hann var. Drengurinn var enn ekki eins hár og faðir hans, en nú þegar bjuggu hreyfingar hans yfir duldu afli, sem krafðist virðingar og & sléttu andlitinu, með ungum, rauðum vörum, sem glitti í milli úlfsskinnsfatanna, sá hann sterkt og ákveðið viljaþrek, sem ekki var auðvelt að berjast ó móti. Þeir komu báðir í áttina til hans, til að drepa hann. Og Þeir myndu drepa hann. Pont-Briand hugsaði um soninn, sem hann myndi aldrei eignast, soninn, sem hann ef til vill átti; en hann haföi aldrei látið sig neinu varða um þau börn sem hann kynni að hafia getið. Drungaleg öfund- sýki vaknaði í honum og kom honum til að hata manninn, sem nú nálgaðist, manninn, sem kominn var til að fullnægja réttlætinu. Mann- inn, sem átti allt er hann skorti. Konu, son. Hann var í þann veginn að lyfta múskettunni til að skjóta á þá og drepa þá báða, svo skamm- aðist hann sín fyrir svo lítilmótlega hugsun, þar að auki var hann viss um að greifinn, sem virti hann nákvæmlega fyrir sér myndi verða fljótari að draga fram byssuna en hann. Orðstír hans sem skyttu hafði borizt um Kanada með sögum frá sjómönnum, sem heyrt höfðu þær úr röðum sjóræningja eða ef til vill beint frá sjóræningjunum sjálfum, sem sögðu upp og niður með heilögu Lawrence fljóti, sögur af orrust- um sínum og létu margsinnis getið nafns síns versta óvinar. Hversvegna hafði þessi Peyrac ekki verið kyrr út á sjó? hugsaði Pont-Briand. Hann hefði gefið allt sem hann átti, til Þess að þurfa ekki að standa frammi fyrir honum nú. Frá þeim degi sem þeir hittust hafði persónuleiki greifans haft truflandi áhrif á hann og hann hafði verið mjög á móti því, að Monsieur de Loménie væri svona fljótur að vingast við þennan ömurlega, ókunna mann. Hafði hann þá fundið forboða þess að hann myndi deyja fyrir hendi Peyracs? Hefði Pont- Briand haft karlmennsku til að kanna sig niður I kjölinn, myndi hann geta séð, að það sem olli honum hugarangist öðru fremur var það hve miklu minna karlmenni hann var en Peyrac. Þeir stóðu stundarkom og horfðu þegjandi hvor á annan, hreyfingar- lausir og nokkur skref á milli. Pont-Briand lét engin undrunarmerki á sér sjá og spurði engra spurninga. Hann hafði álitið það fyrir neðan sina virðingu að taka þátt í þvilíku sjónarspili. — Monsieur, sagði Peyrac. — Þér vitið hversvegna ég er hér. Þegar liðsforinginn breyttist ekkert og svaraði engu, hélt hann áfram: — Þér reynduð að stela konunni minni frá mér og ég er svívirti að- ilinn og þessvegna hef ég vopnavalið. — Hvaða vopna, muldraði Pont-Briand? — Sverð. Þér eruð sjentilmaður. — Ég hef ekkert sverð. — Hér er sverð. Og hann kastaði til hans sverðinu, sem hann hafði fengið iéð hjá Porguani og dró sitt eigið úr slíðrum. — Þessi staður virðist ekki vel fallinn til einvígis, sagði hann og litaðist um. — Snjórinn er mjúkur og djúpur hér, en við verðum að taka af okkur þrúgurnar, svo að við getum betur staðið. Það er lík- lega eins gott að við förum niöur að vatninu, þar sem jörðin er harð- ari. Meðan við berjumst, mun sonur minn hafa auga með Indíánanum yðar, ef ske kynni að hann vissi ekki um heiðursreglur okkar og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.