Vikan


Vikan - 24.07.1969, Qupperneq 39

Vikan - 24.07.1969, Qupperneq 39
Framhald af bls. 21 herra Desert. Og hún smeygði sér framhjá honum inn í dagstofuna. Wilfrid gekk um gólf. — Dinny! Hún hafði það á tilfinningunni að ef hún segði eitthvað öfugt, þá væri allt þar með búið, svo hún sagði ekki neitt, brosti aðeins. Hann greip höndunum fyrir augun, og meðan hann stóð þannig, læddist hún að honum og lagði handleggina um háls hans. Hafði Jean á réttu að standa? Átti hún. . . .? Þá kom Foch gegnum dyrnar og stakk mjúkri loppunni í lófa hennar. Hún féll á kné við hlið hans og gældi við hundinn. Þegar hún leit aftur upp, hafði Wilfrid snúið sér undan. Hann hallaði sér út um opinn gluggann. Ætlaði hann að fleygja sér út? Hún gerði ákafa tilraun til að hafa hemil á hugsunum sínum, og sagði blíð- lega: — Wilfrid- Hann sneri sér við, horfði á hana og henni varð á að hugsa: —- Guð minn góður, hann hatar mig! Þá breyttist svipur hans, og hún kannaðist við viðbrögð hans, þetta var aðeins sært stoit. — Jæja, sagði hún. — Hvað viltu að ég geri? — Eg veit það ekki. Þetta er allt svo öfugt og snúið, ég hefði átt að vera búinn að grafa sjálfan mig í Síam fyrir löngu síðan. — Viltu að ég verði hér í kvöld? — Já! Nei! Eg veit það ekki. — Wilfrid, hvers vegna tekurðu þetta allt svona alvarlega? Það er eins og ástin sé einskis virði. Finnst þér það? í staðinn fyrir að svara, þá tók hann fram bréfið frá Muskham. — Lestu þetta! Hún las það. — Eg skil. Það var auðvitað ófyrirgefanlegt af mér að fara þangað. Hann fleygði sér niður á legubekkinn, en reis strax upp aftur, og virti hana fyrir sér. — Eg fer, hugsaði Dinny, — þá byrjar þetta allt að nýju. Og hún sagði: — Hvað ætlarðu að borða? — Stack hefur eitthvað til. — Er það nóg handa mér líka? — Ef þér líður eins og mér, þá er það meira en nóg. Hún hringdi. — Eg ætla að borða hér, Stack, en ég þarf ekki mikinn mat. Og til að jafna sig, sagði hún: — Má ég þvo mér, Wilfrid? Meðan hún þurrkaði sér í framan og um hendurnar, róaðist hún nokkuð- En þegar hún kom inn í dagstofuna, var hann farinn. Dyrn- ar inn í svefnherbergið voru opnar, en hann var ekki þar. Dinny hljóp út að glugganum, en sá ekkert til hans. Þá heyrði hún Stack segja: — Afsakið, ungfrú; herra Desert var kallaður burt. Hann bað mig að segja yður að hann myndi skrifa. Maturinn verður tilbúinn eftir nokkrar mínútur. Dinny gekk beint til hans. — Fyrra álit vðar á mér var rétt, Stack, ekki það síðara. Eg fer núna, herra Desert þarf ekki að vera hrædd- ur um að ég ónáði hann framar. Viljið þér gjöra svo vel að segja honum það. — Ungfrú, ég sagði yður að hann væri fljótráður, en aldrei eins og nú, sagði Stack. — Mér þykir þetta leitt. Ef ég get einhvern tíma verið yður til hjálpar, þá getið þér trevst því. — Ef hann fer af landi burt, sagði hún, -— þá langar mig til að fá Foch. — Eg þekki herra Desert það vel, að ég veit að hann fer. Mér hefur verið það Ijóst síðan hann fékk bréfið, kvöldið áður en þér komuð um morguninn. — Jæja, sagði Dinny, — þér munið það sem ég hef sagt. Þau tókust í hendur, og hún var furðulega róleg, þegar hún gekk niður stigann- Hún gekk fram og aftur um götur borgarinnar í þrjá klukkutíma, þá sneri hún aftur til Westminster, enda hafði hún það á tilfinning- unni að hún dytti niður, ef hún gerði það ekki. Þegar hún kom til South Square fann hún að hún var alveg þrotin að kröftum, og þegar hún var farin til herbergis síns, sagði Fleur: — Það hefur eitthvað mikið skeð, Michael. — Vesalings Dinny; Hvem fjandann hefur hann nú gert? — Á ég að fara upp og vita hvort hún vill tala við mig? — Nei. Ef hún kærir sig um það þá kemur hún til okkar. Ef það Mömmu finnst það vera leikur að þvo með C-ll það er bæði ódýrt og gott segir hún f>u*tt<UAée<vi bakteriueyðandi er eins og okkur grunar, þá kærir hún sig ekki um að tala. Hún er stolt, og nú hefur hún snúið bakinu að veggnum. — Eg skil ekki þetta stolt ykkar, sagði Fleur. Hún gekk að dyrunum. — Það kemur þegar þú sízt óskar þess. Ef þú vilt kom- ast áfram í lífinu, þá er eins gott að vera ekki að burðast með stolt- ið. Svo gekk hún út. Hann gekk á eftir henni, og þegar hann var kominn í notalegan kvöldslippinn, hinkraði hann við á stigapallinum, til að vita hvort hann heyrði ekkert hljóð. Wilfrid hafði farið eftir augnablikstilfinningum, þegar hann hljóp út á götuna. Síðan hann sá hana standa í opnum bílnum í Royston, hafði hann alls ekki verið viss um tilfinningar sínar gagnvart henni. En svo hafði hann fundið nærveru hennar, ljúfan ilminn af henni, en það var eins og hann notaði tækifærið, þegar hún fór út úr her- berginu, til að rífa sig lausan, og áður en varði var hann kominn út á götu og æddi áfram, eins og blindur maður. Hann gekk suður á bóginn, og lenti í þröng fyrir framan Covent Garden. Þegar hann kom að Ludgate Hill og fann þar lykt af fiski, mundi hann eftir því að hann hafði ekki smakkað mat allan daginn. Hann fór inn á veitingastofu, fékk sér drykk og einhvern smárétt- Hann bað um bréfsefni, og skrifaði: „Eg varð að fara. Ef ég hefði verið kyrr, þá hefðum við orðið að einu. Eg veit ekki hvað ég geri, það getur meira en verið að ég endi í ánni í kvöld, eða að ég fari af landi burt, — eða þá að ég sný aftur til þín. Hvað sem ég geri, þá bið ég þig að minnast þess að ég hef elskað þig, og ég bið þig að fyrirgefa. Wilfrid.“ Hann skrifaði utan á umslagið og stakk því í vasa sinn. Hann fann að hann gat aldrei lýst tilfinningum sínum. Svo gekk hann so. tw. VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.