Vikan


Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 21

Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 21
— Nei, þakka þér fyrir. Hann horfði á Wilfrid taka upp bréfin, sem lágu á borðinu og snúa sér undan. Áður en hann sneri sér við aftur fékk hann sér í glas. Svo leit hann beint framan í Michael og sagði: — Jæja. Michael svaraði engu, var ekki ljóst hvernig hann átti að hefja umræðurnar. — Hvað er það sem þú vilt vita? Michael svaraði fljótt. — Hvort þú elskar Dinny raunverulega, Wilfrid. Wilfrid hló. — Jæja, svo þú dregur það í efa, Michael? — Eg veit að ég hef ef til vill ekki rétt til að spyrja, en þetta getur ekki gengið svona. Fjandinn hafi það, Wilfrid, þú verður að hugsa um hana. — Það geri ég- Hann var svo sorgmæddur á svipinn, að Michael hugsaði: — Hann meinar það sem hann segir. — í guðs bænum sýndu henni það þá! Láttu hana ekki kveljast eins og hún gerir! Wilfrid sneri sér að glugganum. Án þess að líta við, sagði hann: — Þú veizt ekki hvernig það er að revna að sanna það fyrir sjálfum sér að þú sért ekki heigull. — En vinur minn, það er ekki sök Dinnyar. — Nei, það er ógæfa hennar. — Og hvað svo? Wilfrid snerist á hæl. — Fjandinn hafi það, Michael. Forðu burt, það getur enginn blandað sér í þetta. Það er alltof viðkvæmt. mál. Michael reis upp, tók hattinn sinn. Wilfrid hafði sagt einmitt það sem hann hafði hugsað sjálfur, frá því hann kom. — Þú hefur á réttu að standa, sagði hann hóglátlega. — Góða nótt, gamli vinur! Þetta er fallegur hundur. — Mér þykir leiðinlegt að haea mér þannig við þig. Þú meinar þetta vel, en þú getur ekkert hiálpað. Góða nótt! Michael flýtti sér út, og á leiðinni niður stigann var hann eigin- lega ósjálfrátt að gæta að því hvort ekki væri rófa milli fóta hans. Þegar hann kom heim var Dinnv farin upp, en Fleur beið hans. Hann hafði ekki hugsað sér að segja neitt frá þessari heimsókn sinni, en hún horfði á hann, athugulum augum, og sagði: — Þú varst ekki á fundi, Michael- Eg veit að þú fórst til Wilfrids. Michael kinkaði kolli. — Já. — Og það bar engan árangur? — Eg hefði getað sagt mér það sjálfur. — Þau hafa verið í sinni veröld, þar sem enginn nær til þeirra. — Það sagði Wilfrid. — Auðvitað. Michael starði á hana. Auðvitað. Hún hafði einu sinni verið í sinni eigin veröld, þar sem hann náði ekki til hennar! -— Það var heimskulegt af mér. Eg er svo heimskur. — Nei, þú ert ekki heimskur, þú ert bara svo innilega velviljaður. Ertu ekki að koma upp? — Jú. Þegar þau gengu upp, hafði hann það á tilfinningunni að það væri hún sem hefði meiri áhuga á því að komast í rúmið en hann. Og þó, þegar þau væru komin í ró, mundi það ef til vill breytast, þann- ig er eðli mannsins. Áverkarnir á andliti Wilfrids voru eiginlega horfnir. þegar Sir Lawrence mætti honum í stiganum í Cork Street. síðdegis, og sagði: — Er yður sama þótt ég gangi spöl með yður, ég þarf að tala AÚð yður? — Það er allt i lagi, herra. — Eruð bér að fara eitthvað sérstakt? Wilfrid hristi höfuðið, og þeir gengu hlið við hlið, þangað til Sir Lawrence sagði að lokum: — Það er eiginlega ekkert til verra en það, að vita ekki hvert halda skal! — Það er rétt. — Hvers vegna gerið þér það þá, sérstaklega þegar það hefur áhrif á líf annarrar nersónu? Fvrirgefið hve opinskár ég er. en væri yður ekki sama um þetta allt. ef ekki væri vegna Dinnyar? Er nokk- uð annað sem hindur yður hér heima? — Ekkprt- Eg kæri mig ekki um að ræða þetta mál. Ef yður er sama, þá sting ég af hér. Sir Lawrence nam staðar. — Bíðið andartak, og þá skal ég stinga af líka. Hafið þér hugsað út í það að maður sem er í ósátt við siálf- an sig, getur ekki verið samvistum við aðra, fvrr en hann hefur fundið lausn á málum sínum? Það var aðeins þetta sem ég ætlaði að segja, en það er líka þó nokkuð. Hugsið um það. Sir Lawrence lyfti hattinum og sneri við. Það var gott hann var búinn að leysa þetta af. Þetta var sannarlega óþægilegur maður! Og hann var búinn að leysa frá skjóðunni- Hann gekk í áttina til Mont Street. Hann heyrði hröð skref fyrir aftan sig og sneri sér við. Desert var rétt fyrir aftan hann. Sir Lawrence varð bilt við, þegar hann sá svip- inn á andliti hans, skjálfandi varir og sorgbitin augu. — Þér hafið á réttu að standa, herra, sagði hann. — Mig langaði til að segja yður það. Viljið þér segja fjölskyldu hennar að ég fari af landi burt. Sir Lawrence varð miður sín, þegar hann sá hve vel heppnað er- indi hans varð. — Farið varlega, sagði hann. -—- Þér gætuð gert henni mikinn skaða. — Eg geri það hvort sem er. Þakka yður fyrir að tala við mig. Þér gerðuð mér þetta allt ljóst. Verið þér sælir. Svo var hann þotinn. Sir Lawrence horfði lengi á eftir honum, og þegar hann gekk inn um dyrnar heima hjá sér, var hann í vafa um hvort hann hefði gert rétt. Þegar hann var að hengja upp hattinn sinn, kom lafði Mont niður stigann. — Eg sé að þú ert leiður, Lawrence, hvað hefurðu verið að gera? — Eg fór að hitta Wilfrid Desert, og mér virðist ég hafa komið honum í skilning um að hann sé ekki fær um að hafa samneyti við annað fólk, fyrr en hann hefur fundið frið í sálu sinni. — Það var illa gert. — Hvernig þá? — Hann fer í burtu. Eg var alltaf hrædd um að hann færi af landi burt. Þú verður að segja Dinny strax hvað þú hefur gert. Og hún fór strax í símann. — Er þetta Fleur? .... Ó, Dinny. . . . Þetta er Em frænka þín! Já.... Geturðu komið strax hingað?. . . . Hvers vegna ekki? .. Þú verður! Lawrence þarf að tala við þig. . . . Strax. . . . Hann hefur gert eitthvað hræðilega heimskulegt. . . . Hann skýrir það sjálfur fyrir þér. . . . Þú kemur þá. . . .? — Drottinn minn! hugsaði Sir Lawrence. Nú varð hann að reyna að gera Dinny skiljanlegan tilgang sinn. — Lawrence, þú verður að segja henni nákvæmlega hvað þú sagðir við hann, og hvernig hann tók því. Annars getur það orðið of seint. Og ég stend hér þar til þú hefur gert það. — Þar sem þú veizt ekki, Em, hvað ég sagði eða hvernig hann tók því, þá er þetta kjánalegt. — Nei, sagði lafði Mont, —■ það er ekkert kjánalegt, þegar maður hefur hlaupið á sig- — Mér var falið að tala við hann, og það af þinni eigin fjölskyldu. — Þú hefðir ekki átt að sinna því. Ef farið er að skáldum eins og veitingamönnum, springa þeir í loft upp. — En ég get sagt þér að hann þakkaði mér fyrir. — Það er ennþá verra. Eg ætla að láta bílinn bíða eftir Dinny við dyrnar. Þú skalt búa þig undir að byrja strax! — Einmitt það, en hvernig á ég að skýra þetta fyrir Dinny? — Þú um það, en þú verður að gera það. Sir Lawrence tifaði fingrunum eftir gluggapóstinum. Konan hans starði upp í loftið og þannig stóðu þau, þegar Dinny kom. — Blore, látið ekki bílinn fara! Sir Lawrence var vandræðalegur, og ekki bætti það úr skák, að Dinny var bæði fölleit og sorgbitin. — Byrjaðu, sagði lafði Mont. Sir Lawrence yppti annarri öxlinni, eins og til varnar. — Vina mín, bróðir þinn hefur verið kallaður til herfylkis síns, og ég var beðinn um að tala við herra Desert. Eg gerði það, og sagði honum að þeir sem ekki væru í sátt við sjálfa sig, væru ekki færir um að búa með öðrum. Fyrst sagði hann ekkert, en svo sneri hann við, og sagði að ég hefði á réttu að standa. Hann bað mig að segja fjölskyldu þinni að hann myndi fara af landi burt. Hann átti í miklu sálarstríði. Eg bað hann að fara varlega, hann gæti gert þér grand með því- Hann sagði: — Eg geri það hvort sem er. Og svo fór hann. Þetta skeði fyrir tuttugu mínútum. Dinny horfði á þau til skiptis, svo greip hún fyrir munninn og hljóp út. Andartaki síðar heyrðu þau bílinn aka á brott. Dinny hafði ekki heyrt neitt frá Wilfrid, og síðustu tveir dagar höfðu verið henni kvöl. Þegar Sir Lawrence hafði skriftað fyrir henni gjörðir sínar hafði hún ekki hug á neinu, nema að komast til Cork Street áður en Wilfrid næði bangað. Hún "at ekki gert sér grein fvrir hvað hún ætlaði að segia, það vrði að skeika sköpuðu. Svipur hans myndi líka leiðbeina henni. Ef hann á annað borð færi burt af landinu, væri hann henni horfinn með öllu, eins og þav. hefðu aldrei mætzt. Henni var líka ljóst að Stack hafði orðið var við breyt- inguna á Wilfrid og hagaði sér eftir þvi, og þegar hann opnaði dyrn- ar, sagði hún: -— Þér megið ekki loka mig úti, Stack, ég verð að sjá Framhald á bls. 39. 30. tbi. 'VTKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.