Vikan


Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 47

Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 47
honum að drepa Gavourny, og hann taldi sig aðeins hafa gert skyldu sína. Oft kom til snarpra orðaskipta við réttarhöldin. Dæmi: Dómarinn: Hefðuð þér hlýtt hverri skipun sem var frá Susini? Tenne: Já. Susini var yfirmaður minn, sá er ég heyrði beint undir, og hann starfaði sam- kvæmt beinum skipunum frá Degueldre ofursta. Dómarinn: Þér voruð í svokölluðum „Delta- kommandó-sveitum" Degueldres? Tenne: Já. Dómarinn: De Gaulle hershöfðingi var einn þeirra, sem þið ætluðuð að drepa? Tenne: Já, en ég fékk aldrei fyrirmæli um að drepa hershöfðingjann. Dómarinn: Hefðuð þér hlýtt skipun um það? Tenne: Auðvitað! Ég hefði ekki farið að ó- hlýðnast skipun. Dómarinn: En þér eruð franskur hermaður. Yður er skipað að fremja hræðileg morð. Berið þér enga virðingu fyrir einkennisbúningi yðar og heiðursmerkjum? í svarsskyni sleit Tenne af sér heiðurs- merkin og kastaði þeim á gólfið frammi fyrir dómaranum. — Þarna sjáið þið hversu mikils ég met ein- kennisbúninginn! æpti hann. — Þessi einkenn- isbúningur, eða það sem hann táknar, hefur dregið Frakkland á tálar. Það er ekki ég sem hef svikið Frakkland, heldur Frakkland sem hef- ur svikið syni sína í Alsír! Dómarinn: Hvernig átti það sér stað er þér drápuð Gavourny lögreglufulltrúa? Tenne: Ég gerði það eins og mér hafði verið kennt — snöggt og hljóðlaust! Það þurfti ekki um að binda! Claude Tenne, sem gekk undir dulnefninu Marc Ténard meðan hann þjónaði í OAS, var sendur til fangaeyjarinnar Saint-Martin de Ré utan við La Rochelle á frönsku Atlantshafsströnd- inni. Þar geyma Frakkar sína hættulegustu og forhertustu afbrotamenn. Þegar Claude Tenne kom þangað, hafði engum fanga tekizt að strjúka þaðan í allri sögu fangelsisins, og gat ekkert annað franskt fangelsi stært sig af slíku. Tenne var gert Ijóst að hversu vel sem hann hegðaði sér, gæti hann ekki búizt við að verða látinn laus fyrr en eftir fimmtán ár í fyrsta lagi. Svo lengi nennti Tenne ekki að bíða. Hann lét sér hvergi bregða þótt fangelsisfélagar hans segðu honum að héðan flýði enginn. Leiðin f land er of löng og straumótt til að hægt sé að synda hana, þótt svo að takist að koma sér út úr fangelsinu sjálfu, og ferjan, sem er eina samband milli lands og eyjar, er vandlega skoð- uð fyrir hverja ferð. Þrátt fyrir allt þetta sendi Tenne í október 1967 eftirfarandi boðskap til konu sinnar Jac- queline með lauslátnum fanga: Bústu við mér innan sex vikna! Og hann hafði ástæðu til að vera bjartsýnn, þótt undarlegt kunni að virðast. Claude Tenne kom sér vel í fangelsinu. Varð- mönnunum geðjaðist vel að þessum vingjarn- lega, hjálpfúsa manni. En bæði þeir og hann vissu að góð hegðun myndi ekki stytta refsivist hans að ráði. Ré er engin uppeldisstofnun; regl- urnar þar eru strangar og réttindi fanganna fá. Þeir sæta að vísu ekki beint illri meðferð, en fá heldur engar eða fáar ívilnanir. Stundum hefur Ré raunar verið líkt við aðra enn þekktari fang- elsisey Frakka, Djöflaey, þar sem Dreyfus sat á sínum tíma. En Claude Tenne missti ekki móðinn. Að vísu stóð hann ekki alveg einn. Ekki færri en fimm- tíu og fimm gamlir OAS-menn sátu á Ré, þar á meðal berfi vinur Tennes úr samtökunum, ná- ungi að nafni Lazlo Varga. Varga var í þakkar- skuld við Tenne. Nótt eina 1960 höfðu stjórnar- hollir hermenn í Alsír tekið Varga fastan og voru á leið með hann til aðalstöðva sinna, þar sem hann hefði áreiðanlega verið tekinn af. Þá réðust þeir Tenne, Dovecar og Pigets á varð- mennina fjóra, sem fangans gættu, skutu þá niður og frelsuðu Varga. í október frétti Lazlo Varga að til stæði að láta hann lausan í nóvember ásamt tveimur OAS-mönnum öðrum, Gérard Ventin og Jean- Paul Battaglini. Varga var talsvert gefinn fyrir lestur og hafði safnað að sér verulegu bókasafni meðan hann sat inni. Þegar tími lausnarinnar nálgaðist, bað Varga ættingja sína að senda sér koffort undir bækurnar. Varðmennirnir athug- uðu koffortið þegar það kom. Það var níutíu Framhald á bls. 33. Claude Tenne var djarfur hermaður og úthellti miklu magni blóðs fyrir Frakkland, — einkum annarra en einnig eigin, eins og sjá má á skurð- inum sem hann hefur á kviðnum. Að neðan sýnir hann blaðamanni, sem hitti hann á leynd- um stað, frá því hvernig hann fór að því að komast ofan í koffortið. 30. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.