Vikan


Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 20

Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 20
Urdráttur úr skáldsögu Johns Galsworthys 16. HLUTI Michael starði á hana. AuSvitaS. Hún hafði einu sinni verið í sinni eigin veröld, þar sem hann náSi ekki til hennar! Þar sem Dinny talaði ekki neitt um það sem þó var í hugum þeirra allra, þá minntust þau ekki á það heldur, og hún var þeim þakklát fyrir það. Næstu þrjá daga reyndi hún eftir fremsta megni að láta ekki bera á því hve óhamingjusöm hún var. Ekkert bréf kom frá Wilfrid og engin orðsending frá Stack. Hún var viss um að Stack myndi láta hana vita ef eitthvað gerðist. Á fjórða degi fannst henni að hún gæti ekki borið þessa óvissu lengur, svo hún hringdi til Fleur, og bað hana að lofa sér að vera í nokkra daga. Svipurinn á foreldrum hennar, þegar hún sagði þeim að hún væri að fara til borgarinnar, kom við hjartað í henni. En hún gat ekki rætt við þau frekar, og það var svo miklu erfiðara ef þau hefðu lát- ið óánægju sína í ljós. f lestinni greip hana skelfing. Hafði það verið rangt af henni að bíða eftir að Wilfrid gerði eitthvað vart við sig? Hefði hún ekki átt að fara beint til hans? Og þegar hún kom til London, sagði hún við leigubílstjóra sem hún náði í: — Cork Street. En hann var ekki heima og Stack vissi ekki hvenær hann kæmi. Framkoma gamla þjónsins var orðin eitthvað breytt, það var eins og hann væri á verðú Hún var mjög hnuggin þegar hún hélt til South Square og þar var ekki heldur neinn heima. Henni fannst sem þetta væri samsæri, en hún mundi ekki eftir því að það var hesta- sýning þennan dag. Það var eins og hún væri komin úr sambandi við umhverfi sitt. Hú fór til herbergis síns og settist við að skrifa Wilfrid. Það var engin ástæða til að þegja lengur, því Stack myndi segja honum að hún hefði komið. Hún skrifaði: South Square, Westminster. Síðan á laugardag hef ég verið kvalin af efa um það hvort ég ætti að skrifa þér, eða bíða eftir að þú skrifaðir mér. Ástin mín, ég ætl- aði alls ekki að blanda mér í mál ykkar. Eg fór til Royston til að tala við herra Muskham, og segja honum að það hefði eingöngu verið fyrir vilja minn að við vorum saman á almannafæri, ég bjóst alls ekki við að þú værir þar. Eg hafði meira að segja litla von um að hitta hann heima. Góði, lofaðu mér að hitta þig, þín óhamingjusama Dinny. Hún fór sjálf með bréfið í póstkassann. Á leið sinni til baka hitti hún Kit og kennslukonuna hans. Þau voru svo glöð á svipinn að hún skammaðist sín fyrir hve sorgmædd hún var og reyndi að hressa sig upp og fylgdist með þeim upp í skólastofuna, þar sem þau drukku te. Michael kom upp, áður en þau höfðu lokið tedrykkjunni, og Dinny, sem sjaldan hafði séð þá feðgana saman, varð undrandi yfir því hve létt og innilegt samband var á milli þeirra. Þessi stund var það sem hún komst næst því að vera glöð síðan hún skildi við Wil- 20 VIKAN 30- tbl- frid, fyrir fimm dögum. Hún fór svo með Michael til vinnuherbergis hans. — Er eitthvað sérstakt að, Dinny? Þetta var bezti vinur Wilfrids og þægilegasti maðurinn í öllum heiminum, og hún vissi ekki hvað hún átti að segja við hann- En allt í einu fór hún að tala. Hún sat á hægindastólnum hans, hallaði sér áfram með olnbogana á hnjánum og hökuna í lófum sér, hún starði ekki á hann heldur eins og hún horfði inn í framtíð sína. Og Michael sat í gluggakistunni, hlýlegur og góður og lét við og við heyrast í sér róandi hljóð. Það var ekkert sem skipti máli, sagði hún, ekki álit almennings, blaða, eða jafnvel fjölskyldu hennar, ef þessi biturleiki væri ekki í honum sjálfum, þessi skortur á sjálfs- áliti og jafnvel hræðsla um að hann væri í raun og veru heigull. Nú, þegar hún var byTjuð að tala, var eins og hún gæti ekki hætt. Þegar hún þagnaði, lagðist hún aftur á bak í stólinn, eins og hún væri alveg uppgefin. — En Dinny, sagði Michael blíðlega, — þykir honum í raun og veru vænt mn þig? — Eg veit það ekki, Michael; ég hélt það, en ég veit það ekki. Hvers vegna ætti hann að elska mig? Eg er ósköp venjuleg mann- eskja, hann er það ekki. — Okkur finnst alltaf að við séum sjálf venjulegt fólk. Eg ætla ekki að slá þér gullhamra, en mér finnst þú vera miklu athyglis- verðari manneskja en Wilfrid. — ó, nei! — Skáld, sagði Michael, — eru oft til vandræða. Hvað er hægt að gera við þessu? Eftir kvöldmat fór hann út, lét í veðri vaka að hann ætlaði á þing- fund, en fór til Cork Street. Wilfrid var ekki heima, svo hann bað Stack um leyfi til þess að bíða eftir honum. Þegar hann sat á legubekknum, í rökkvuðu her- berginu, hálf sá hann eftir því að hafa komið. Ekki gat hann sagt að hann væri sendur frá Dinny, það væri ekki satt, hann vissi að hann var einfaldlega kominn til þess að komast að því hvort Wil- frid elskaði Dinny í raun og veru. Ef sú var ekki raunin, þá var bezt að koma henni sem fyrst úr þessum þrengingum. Dyrnar opnuðust og hundurinn kom inn. Eftir að hafa þefað af buxnaskálmum Michaels, lagðist hann niður, með hausinn á milli framlappana og mændi á dymar- Hann talaði til hundsins, en hann veitti því enga athygli. Þetta var greinilega skynsamur hundur. Hann hugsaði með sér að hann ætlaði að bíða til ellefu, en Wilfrid kom rétt strax inn. Hann var skrámaður á kinninni, með plástur á enninu. Hundurinn flaðraði upp um hann. — Jæja, gamli, þetta hafa verið hressileg slagsmál. — Það var það. Viltu viský?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.