Vikan


Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 24

Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 24
„Höggmyndalist þarf og á að vera monúmental. Hún á að vera útilist, og það er það sem við erum að reyna að fá fram með þessum útisýningum á Skólavörðuholti." Þannig lét llagnar Kjartansson myndhöggvari nýlega um rnælt í viðtali i Vikunni. Við birtum hér nokkrar myndir af útisýningunni sem nú stendur yfir og er sú þriðja í röðinni. Munu flestir ljúka upp einum munni um að sýningar þessar séu meðal merkustu viðburða í listalífi þessa lands hin síðari ár, og tvímælalaust hafa þær orðið íslenzku myndhöggi mikil lyfti- stöng. Áður var skúlptúrinn venjulega sýndur ásamt málverkum og varð þá hálfgerð hornreka, enda verulegir meinbugir á að sýna þetta hvorttveggja saman í sal, svo vel fari. — í þetta sinn eiga nítján m.yndhöggvarar, eldri sem yngri, verk á holtinu, sem sum að minnsta kosti eru meðal þess bezta, sem frá þeim hefur sézt. — Sýningin verður á holtinu til tuttugasta júlí, en þá verður hún flutt austur í Neskaupstað, þar sem hún verður opnuð um verzlunarmannahelgina og stendur út ágúst. Hér er um að ræða merkilega nýbreytni, og vonandi verður áframhald á því að byggðir úti á landi fái að njóta g.:ðs af því helzta, sem boðið er upp á í listalífi höfuðborgarinnar hverju sinni. LJÓSMYNDIR: SIGURGEIR SIGURJÓNSSON Prýðisgott veður var daginn sem sýningin var opnuð og aðsókn góð, sem og jafnan síðan. Jón Benediktsson á tvær myndir á sýningunni, og þessi, sem ber heitið Rauð stelpa, er úr jámi og plasti. Stíllinn minnir ósjálfrátt á Paul Klee. Hér virðir önnur stelpa þá rauðu fyrir sér. 24 VIKAN 30- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.