Vikan


Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 50

Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 50
Hún lokaði augunum. Madame Jonas tók skálina úr höndum hennar, hristi upp í koddunum og fléttaði á henni hárið, til að róa hana. — Hvernig get ég nokkru sinni þakkað þér, muldraði unga konan, þegar hún fann að svefninn var að laumast að henni. — Það er ekki nema réttlátt að við litum ofurlítið eftir þér, litli engillinn minn, þú sem hefur borið okkur öll á höndum þér, sagði roskna konan, viðkvæmnislega. Þetta kvöld uppgötvaði Angelique hvern sess hún skipaði í hjörtum fólksins í Wapassou. Og í skiptum fyrir hugrekki, hjálp, Þolinmæði, gott skap og kátínu, sem hún færði þvi, hugsaði það nú um hana. Hún var af þeirra tagi. — Mennirnir segja, að ef Monsieur la Comte komi ekki heim á morgun, ætli þeir að skipuleggja leiðangur til að fara á móti honum, bætti Madame Jonas við. — En þeir vita ekki einu sinni í hvaða átt hann hefur fariö. — Þeir hafa ákveðna hugmynd um það. Hann lagði af stað til norðurs á eftir Pont-Briand. — Fáðu þér sæti, góða mín, meðan ég tek upp úr töskunni! v_ — Þetta er allt mér að kenna, muidraði hún. — Hvað í ósköpunum hef ég gert til að maður með réttu ráði skyldi halda að hann gæti komið og svivirt eiginmann minn undir hans eigin þaki? Madame Jonas, ég bið þig að segja mér satt: Sástu nokkumtíman nokkuð í hegðun minni, sem hefði getað hvatt Pont-Briand liðsforingja til að sýna mér minnsta virðingarleysi. — Nei, ekki sá ég það, en farðu nú ekki að saka þig um neitt. Ég þekki þig frá fornu fari, gamla vinkona, ég sá hvernig þú lifðir í La Kochelle og um borð í skipinu, með eða án eiginmanns þíns. Þar eins og allsstaðar annarsstaðar voru menn, sem sögðu að þú hagaðir þér fyrirmannlega og aðrir sem sögðu að þú gerðir það ekki. Það er ekki þér að kenna að þú ert fögur; en það getur leitt til ýmiss misskilnings. — Ó, maðurinn minn verður alltaf eins! hrópaði Angelique. — Hverju máli skiptir hann hvað ég verð að Þola? Hann fer eftir sinum eigin duttlungum og sínu eigin réttlæti. Hann fór án þess svo mikið sem að segja mér frá þvi.... og ef hann.... — Þér myndi ekki þykja mikið í hann spunnið, ef hann væri öðru- vísi. Ef hann væri útreiknanlegri kynnir þú að hafa meiri ró í þínum beinum, en trú mér til, þér myndi ekki þykja nærri því eins vænt um hann. Þú ert einstaklega hamingjusöm! Þó þú mættir velja myndirðu ekki kjósa nokkum annan, það er ég viss um og hann ekki heldur. Þótt það sé ekki alltaf auðvelt fyrir hann að vera þér.... Svona nú, nú hef ég komið þér til að hlægja. Þarna sérðu væna mín, að sá sem á auðæfi vekur alltaf öfund. Þú skal ekki láta þér koma á óvart, þótt fólk reyni að eyðileggja það sem þú átt. Það þarf hugrekki til að vernda það eins og allt annað. Ég veit hvað ég er að tala um. Og nú er nóg komið af svona mali, ég skal vera hérna hjá þér í nótt, og ef þú vaknar og getur ekki sofnað aftur getum við spjallað saman. Áður en þær sofnuðu hlustuðu þær á vindinn gnauða, bresta í röft- unum, tré brotna og hrynja til jarðar, en smám saman fjarlægðist þetta, þær fundu hvemig snjóskaflarnir þykknuðu útifyrir. — Nú verðum við komin alveg í bólakaf á morgun, sagði Madame Jonas. Að lokum sofnuðu þær, svo vöknuðu þær aftur og töluðu hljóðlega saman svolitla stund, um La Rochelle og fólkið um borð í Oouldsboro og um ýmislegt smálegt sem fyrir lá að gera bráðlega. — Ég verð að biðja Clovis að gera okkur annað straujárn, sagði Madame Jonas. — Það er bara svo erfitt að eiga við hann. — En hann er sá eini sem kann að gera straujárn, sem virðast bæði þung og létt í senn. Það þarf aldrei að blása í glæðurnar, þegar maður notar járnin hans. Morgunninn kom hljóðlaust. Heimurinn var örmagna og það var eins og hann vogaði ekki að lifna við á ný. 1 herbergjum Wapassou var dögunin grá, því snjór lá fyrir öllum ljórum, en dymar höfðu ekki fyrr verið opnaðar, með erfiðismunum að visu, en glaðbjartur og fagur vetrardagur, gullinn og perluhvítur birtist þeim. Náttúran brosti með ósnortinni jómfrúarfegurð, sem var næstum yfirgengileg, svo hreinn og hvítur var snjórinn, svo satínblár himinninn, svo gullin sólin og svo fullkomnar, mjúkar línur i trjánum, sem voru eins og stór kerti, hreyfingarlausir draugar, andar. turnar úr skýjum með köplum á stangli, þar sem greinarnar slúttu niður undan þunganum. — Við megum ekki snerta snjóinn, hann er svo faliegur, hrópaði Honorine og þaut i sama bili út á hvítt teppið og velti sér þar 1 fögnuði. Mennirnir tóku til starfa með skóflurnar, að moka frá dyrunum. Sumsstaðar, þar sem vindstrengir höfðu legið voru skaflamir hærri en húsin. Þeir mokuðu sig gegnum kristalshvít snjóskýin og andar- drátturinn myndaði lítil glitrandi ský, yfir hvitri jörð. Ölýsanleg fegurð landsins hafði meiri áhrif á Angelique en sú banvæna hætta, sem vetrardagurinn hafði í för með sér og hún ákvað að á slíkum degi skyldi ekki vera neitt vol né víl, sonur hennar og eiginmaður myndu koma aftur! Svo hún tók til sinna starfa, róleg og reyndi að halda aftur af ímyndunaraflinu. Um miðjan morgun heyrði hún hróp útifyrir. Hún þaut út og sá alla benda upp á klett, sem stórar snjóflygsur féllu fram af. — Það er snjóskriða.... — En hvað veldur þessari snjóskriðu! hrópaði Jacques Vignot. — Kæra Madame, það eru þeir! 1 sama bili komu Þau auga á tvær mannverur á bröttum klettunum. Þeir klöngruðust hægt frá einum kletti til annars og héldu sér í litil tré og runna á leiðinni. — Það eru þeir! Mennirnir fögnuðu og köstuðu loðhúfunum upp I loftið. Svo hlupu Þeir hver sem betur gat uppundir fjallið, en Það var ómögulegt að komast úr sporunum án þrúgna og þeir urðu að láta af þeirri hug- mynd að fara á móti ferðamönnunum tveimur. Það sýndist heil eilifð áður en þeir komu í ljós, í nágrenni virkisins. Að lokum komu þeir í sjónmál, rétt hjá og lifandi. Angelique hagaði sér eins og hún væri gengin af göflunum. Hún rauk inn í skálann, kom út aftur og fór svo inn aftur. Hún óð fram og aftur um meginskálann og loksins minntist hún þess hvað hún hafði ætlað að gera inn. Greip flösku af koníaki. sem geymd var í læstri kistu og þaut aftur til dyra. Joffrey de Peyrac kom að dyrunum í sama bili og augu þeirra mættust. Hann brosti dauft og andlit hans, svart og órakað virtist holdskarpara en það áður var og það lá við að hann væri grettur undir fölum merkjum öranna, sem hann bar, en glampandi og alvarieg augu hans hvildu á henni, næstum hungruð. Nú horfði hann á hana í raun og veru. Hann leit á hana, skeytingarlaus um alla aðra sem I kringum hann voru, eins og hún væri eini maðurinn í heiminum. Og fyrir henni virtist hann rísa upp eins og sól, án hverrar hún gæti aldrei komizt af, og hún sá engann nema hann. Vignot varð að taka flöskuna úr hendi hennar. — Gerið svo vel, Monsieur la Comte, sagði hann og heliti ofurlitlu í bikar og rétti meistara sínum. öll réttindi áslcilin. Opera Mundi París. Framhald í næsta blaði. 50 VIKAN 30-tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.