Vikan


Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 41

Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 41
NfnfflARAFHA 56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir- og undirhita stýrt með hita- stilli. Sérstakt glóðarsteikar- element (grill). Klukka með Timer. I — Já, Blore, ég hef líka verið að hugsa um það. Hann virtist líka skilja að hún hafði runnið skeiðið á enda. Hún sá að hún gat ekki verið svona, eins og hún væri við sína eigin jarð- arför, svo hún laumaðist út, en var samt svo uppgefin að hún settist á bekk í St. James Park. Þar sat hún til klukkan sex, þá fór hún til South Square. Hún komst óséð upp á herbergið sitt, fór í heitt bað og hafði fataskipti, svo setti hún á sig rögg og gekk niður- Þar var enginn nema Michael og Fleur, og þau spurðu einskis. Það var greinilegt að þau vissu allt. Einhvern veginn komst hún gegnum kvöldið, og þegar hún fór upp, kysstu þau hana bæði, og Fleur sagði: — É'g lét setja hitaflösku í rúmið þitt, það er gott fyrir svefninn. Góða nótt og Guð veri með þér. Enn þá einu sinni hafði Dinny það á tilfinningunni að Fleur hefði einhvern tíma verið í líkum sporum. Með morgunteinu fékk hún bréf á bréfsefni frá hóteli í Chingford. Frú, Hjálagt bréf fannst í vasa herramanns, sem liggur hér, mikið veik- ur af malaríu. Virðingarfyllst, Roger Queal, læknir. Hún las bréfið: . . . Viltu fyrirgefa það sem ég hef gert og minnast þess að ég hef elskað þig. Wilfrid. Hann var þá veikur. Hún skaut loku fyrir allt sem hana langaði til að gera. Hún ætlaði ekki að gera lítið úr sér í annað sinn. En hún flýtti sér niður og hringdi til Stacks, sagði honum fréttirnar. — Hann mun þá þurfa náttföt og rakvél, ég fer með það til hans- Hún var að því komin að biðja hann fyrir kveðju, en beit í tung- una á sér. -— Hann veit hvar mig er að finna, ef ég get eitthvað hjálpað. Þar með fann hún að biturleikinn hvarf. Hún ætlaði aldrei að gera neitt til að nálgast hann framar, og hún vissi með sjálfri sér að hann myndi aldrei senda eftir henni. Nei, hann mydi ábyggilega flytja tjaldhæla sína austur á bóginn. Um hádegið kom Hubert til að kveðja. Hann ætlaði að koma heim aftur í október. Jean varð um kyrrt á Condaford, hún átti von á barni í nóvember. Dinny fannst Hubert vera' sjálfum sér líkur nú. — Það er skrítið að heyra þig tala svona, Hubert, sagði hún, — þú hefir aldrei verið svo tengdur Condaford. — Það er annað mál, þegar maður á von á erfingja. —- Ó, á það að verða erfingi? — Já, við höfum ákveðið að það verði sonur. — Verður þá eitthvert Condaford handa honum? — Við gerum allt sem á okkar valdi stendur, til að halda í ættar- óðalið. Maður nær aldrei árangri, nema maður leggi sig allan fram. — Og ekki einu sinni þótt við gerum það, tautaði Dinny. Dinny hafði verið vikutíma í Mont Street, og hvorugt þeirra Michael eða Fleur minntust nokkru sinni á Wilfrid. Svo var það einn morguninn að Michael var að lesa Daily Phase, og rétti Fleur blaðið, en Dinny sagði: — Má ég sjá það? Hún las það sem Micahel hafði bent henni á, en hristi svo höfuðið og hélt áfram að borða. Hálftíma síðar, þegar Michael var að fara í gegnum póstinn, kom Dinny inn á skrifstofu hans- — Ertu upptekinn, Michael? — Nei, vina mín. — Það er þetta fjárans blað. Hversvegna geta þeir ekki séð hann í friði? — Sjáðu til, „Hlébarðinn" selst eins og heitar bollur. Dinny hvernig standa málin? — Ég veit að hann hefur fengið malaríukast, en ég veit ekki hvar hann er eða hvernie honum liður. Michael virti hana fyrir sér, brosti og spurði hikandi: — Viltu að ég komist að því. — Hann veit hvar ég er, ef hann vill mér eitthvað. — Eg skal tala við útgefandann. Ég er ekki ánægður með Wilfrid heldur. Þegar Michael kom á skrifstofu Compsons Grice, sat útgefandinn í skrifborðstól og hélt á blaðaúrklippu, með bros á vör. — Sæll, Mont! Hefirðu séð Daily Phase? — Já. — Ég sendi greinina til Deserts. — Hann er þá í bænum? — Hann var það fyrir hálftíma síðan. — Hefirðu hitt hann? — Ekki síðan bókin kom út. — Ertu ánægður með söluna? — Já, við erum búnir að selja fjörutíu yfir fyrsta þúsundið, og ennþá er sama eftirspurnin. 30. tbi. VIIvAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.