Vikan


Vikan - 24.07.1969, Page 12

Vikan - 24.07.1969, Page 12
Tora er japanska og þýðir tígrisdýr. Það var kenniorðið, sem yfir- maður japanska flug- liðsins er réðist á Pearl Harbor á Havaí 7. des- ember 1941, sendi yfirmönnum sínum til merkis um að árásin væri hafin. Það er líka heiti kvikmyndar, sem 20th Century Fox er að gera um þennan ör- lagaríka atburð, sem varð upphafið að þátt- töku Bandaríkjanna í síðari heimsstyrjöld- inni. Samvinna er höfð við Japani um mynda- tökuna og eru leik- stjórarnir þrír, Banda- ríkjamaðurinn Richard Fleischer og tveir Japanir. Miklu hefur Japanir gerðu tvær atlögur, og í hinni fyrri gereyðilögðu þeir eða stórskemmdu mörg hin stærstu af herskipunum, sein lágu við festar í höfninni og voru auðveld skotmörk. En þótt óviðbúnir væru, gerðu bandarísku sjóliðarnir hreysti- legar tilraunir til varnar. I»eir mönnuðu loftvarnabyssurnar ótrauðir, þótt svo að logarnir lékju um þá. í árásinni misstu Japanir um þrjátíu flugvélar, fimm litla kafbáta og nærri hundrað manns. En árangur þeirra varð þeim mun meiri. í Perluhöfn stóð hvert skipið af öðru i ljós- um loga og biksvartur reykjar- mökkur skyggði fyrir sólu.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.