Vikan - 27.11.1969, Side 3
31. árgangur - 48. tölublaS - 27. nóvember 1969
Þuríður Sigurðardóttir söng i
sjónvarpsþætti Svavars Gests um daginn
og vakti mikla athygli. Þuriður er
vaxandi söngkona og nýtur nú mikilla vin-
sælda, sérstaklega eftir að siðasta
hljómplata hennar kom út. Við heimsækjum
Þuriði i þessari VIKU og ræðum við
hana um sönginn, tómstundastarf hennar,
hestamennsku og margt fleira.
Og auðvitað höfum við Ijósmyndað
Þuríði í bak og fyrir, bæði úti og inni.
Það líður óðum að jólum og því fer senn
að vera tími til kominn fyrir
húsmæðurnar að fara að hugsa til
jólabakstursins. Að þessu tilefni hefur VIKAN
leitað til nokkurra ungra húsmæðra
og beðið þær að koma með eftirlætis
kökuuppskriftina sína. Köku-
úrvalið er fjölbreytt og vonandi verða
uppskriftirnar vinsælar meðal húsmæðra.
„Þeir ræna landi okkar" hrópa Eskimóarnir
í Alaska og mótmæla því, að
stjórnin í Washington skuli hafa selt
olíunámuréttindin í Alaska fyrir 900 milljónir
dollara. Sérfræðingar halda því fram,
að olíunámurnar undir ísnum
þarna jafnist á við olíulindirnar í Austur-
löndum nær. Einn þeirra sem
keyptu var að sjálfsögðu Jean Paul Getty.
Næsta tölublað Vikunnar er Jólablað
og verður það að þessu sinni tvöfalt að stærð,
rúmlega hundrað blaðsíður. Efni þess
verður bæði mikið og fjölbreytt og skulu
hér aðeins taldir nokkrir liðir þess:
ítarlegt viðtal við séra Sigurð Hauk Guð-
jónsson; hressilegt og skemmtilegt samtal við
síðustu förukonuna á íslandi, Jónu Sigriði
Jónsdóttur, sem er mikil hestakona
og ferðagarpur og segist hafa brotið í sér
hvert einasta bein í hrakningum sínum;
smellin grein eftir Loft Guðmundsson,
rithöfund, um gamansemi í íslenzkum ævi-
sögum; „Skin frá skammdegisnótt"
nefnist grein eftir Þorstein Matthíasson,
þar sem spjallað er um jólahald á Islandi
í gamla daga; Ingibjörg Jónsdóttir hefur
samið barnasögu fyrir yngstu lesendurna og
nefnist hún „Litli jólasveinninn";
„Á hestbaki til Geysis um aldamótin"
nefnist frásögn af ferðalagi enskrar
hefðarkonu hér á landi, en ferðasögur af
þessu tagi hafa löngum notið mikilla
vinsælda hér á landi; tíu mætir menn segja
álit sitt á þeirri ákvörðun Castros, forsætis-
ráðherra Kúbu, að fresta jólunu mfram í
marz, en þessi hugmynd er góðkunn hér
á landi úr gamanleiknum Delerium Búbonis.
[ NÆSTU VIKU
í ÞESSARI VIKU
I FULLRI ALVORU
ÖRVGGISLEYSI
Hvert atvikið hefur að undanförnu rekið ann-
að, sem leítt hefur í Ijós þá staðreynd, að ef
neyðarástand skapaðist hér í Reykjavík og ná-
grenni, til dæmis af völdum náttúruhamfara,
sem mikil hætta er á, eða stórslysa og ófriðar,
— þá ríkir alger ringulreið, svo að stórtjón mun
hljótast af og miklu meira en þyrfti að verða.
Almannavarnir hafa með öllu verið vanræktar á
seinni árum og varla skeytt neitt sem gagnar
um öryggi og velferð borgaranna, ef voveifleg-
ir atburðir skyldu dynja yfir. Sérhver menning-
arþjóð leggur metnað sinn í að tryggja öryggi
þegna sinna eins og bezt verður á kosið og
horfir ekki í þá peninga, sem slíkt kostar.
Það vakti strax illan grun, þegar útvarpið
stofnaði til nýs þáttar i vetrarbyrjun, þar sem
hlustendur máttu hringja til þess og fá óska-
lag leikið. Þessi nýjung fékk svo góðar undir-
tektir strax í upphafi og svo mikið var hringt
umrætt kvöld, að símakerfið fór úr skorðum.
Og litlu síðar stöðvaði ein skurðgrafa bæði út-
varp og sjónvarp landsmanna í heila klukku-
stund. Það kom fram í blaðafregnum, að útvarp
og sjónvarp hafa engar varastöðvar, sem koma
sjálfkrafa inn, ef rafmagnsleysi verður. Liggur
í augum uppi, að slíkt er vítavert öryggisleysi.
Allar neyðarvarnir eru gagnslausar, ef ekki er
hægt að koma upplýsingum og ráðleggingum
til almennings. Og aftur gerðist það, kvöldið,
sem útvarp og sjónvarp fóru úr sambandi, að
svo margir hringdu í einu, að símakerfið rask-
aðist, þannig að ekki var hægt að fá són víða
í bænum nema með því að bíða óheyrilega lang-
an tíma.
Hvorki mun vera við rikisútvarpið né al-
mannavarnir að sakast í þessum efnum, held-
ur ríkið sjálft. Það er í þess verkahring að
tryggja öryggi borgaranna. Það er í fyrsta lagi
lágmarkskrafa að komið verði á fót varakerfi
fyrir útvarp og sjónvarp, en einnig væri sann-
arlega mál til komið að efla almannavarnir á
sem flestum sviðum. Slíkar aðgerðir þola að
sjálfsögðu enga bið, því að enginn veit, hvenær
ógæfan dynur yfir.
G.Gr.
VI rxMIN Útgcfandl Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi
Gröndai. Blaðamcnn: Dagur Þorleifsson og Ómar
Valdimarsson. Útlitsteikning: Halldóra Iialldórsdótt-
ir. Auglýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir. — Rit-
stjórn, auglýsingar, afgrciðsla og dreifing: Sklp-
holti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf: 533. Verð
í lausasölu kr. 50.00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir
13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 26 tölu-
blöð missirislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram.
Gjalddagar eru: Nóvembcr, febrúar, maí og ágúst.
48. tbi. VIKAN 3