Vikan


Vikan - 27.11.1969, Page 6

Vikan - 27.11.1969, Page 6
BÚSÁHÖLD LAUGAVEGl 59 SÍMI 23349 — I ■ Þér spariO með áskrift IIIKAN Skipholti 33 - sími 35320 V________;___y Oli í Mánanum Kæri Póstur! Mig langar til að biðja þig að svara fyrir mig nokkrum spurn- ingum um Ólaf Þórarinsson í Mánum frá Selfossi. 1. Hvað er hann gamall, og hvenær er hann fæddur? 2. Hvar á hann heima? 3. Er hann trúlofaður? Ég vona svo að þú getir svar- að þessu fyrir mig. N. N. P.S. Hvernig er skriftin og stafsetningin? Ólafur er fæddur 17. febrúar 1950, og gettu nú hvað hann er gamall! Hann býr að Glóru i Hraungerðishreppi og hefur bú- ið þar síðan hann var eins árs gamall. Og trúlofaður er hann víst ekki. Skriftin er nokkuð góð (ég skal veðja að þú ert ekki nema 11 ára!?) og stafsetningin óaðfinnanleg. Þáttur um Ijósmyndara Kæri Póstur! Ég vil byrja á því að þakka fyrir læsilegt og skemmtilegt blað að undanförnu- Það er allt- af eitthvað, sem gaman er að í Vikunni, þótt auðvitað sé hún misjpfn að gæðum eins og flest mannanna verk. En erindið var að þessu sinni að koma með ofurlitla uppá- stungu,sem ég hygg að sé ekki svo galin. Ég hef um margra ára skeið fengizt við að taka ljós- myndir í tómstundum mínum og er víst svo sannarlega ekki einn um það. Ætli ljósmyndun sé ekki eitt algengasta tómstundastarfið nú til dags? En það er svo und- arlega, að í engu blaði er fastur þáttur um þetta efni. Yfirleitt leggja blöðin sig fram um að flytja efni um áhugamál lesenda sinna, en það er eins og ritstjór- unum detti aldrei neitt nýtt í hug hvað þetta snertir. Það eru birtir í öllum blöðum þættir um þetta sama og gamla efni: skák og brigde og lausavísur og hvað það nú heitir allt saman. En hvers vegna ekki að hafa fastan þátt um áhugaljósmyndun, þar sem rætt væri um helztu nýjung- ar í myndavélum og sitthvað fleira, sem snertir þessa grein? Og innan þessa þáttar mætti öðru hverju hafa samkeppni um beztu Ijósmyndina, sem lesendur blaðs- ins hefðu tekið. Ég er sannfærð- ur um, að þið fengjuð reiðinnar ósköp af myndum, því að flestir eiga eitthvað í fórum sínum af myndum, sem þeir hafa sjálfir tekið. Ég bið þig, Póstur góður, að koma þessari uppástungu á fram- færi fyrir mig. Ég er sannfærður um, að ljósmyndaþáttur yrði vel þeginn af fleirum en mér. Hann gæti hæglega orðið til þess að fjölga lesendum Vikunnar. Með kærri kveðju og þökk, A.M. Hugmyndir eins og þessa þiggjum við með þökkum og munum taka til rækilegrar at- hugunar. Aldrei heima Kæri Póstur! Þú ert svo iðinn við að leysa persónuleg vandamál fólks, að mér datt í hug að skrifa þér nokkrar línur í fyrsta skipti. Vandamál mitt er kannski ekki stórvægilegt á þínum mæli- kvarða, en það er samt nógu bölvað í mínum augum- Það ger- ir mér lífið leitt aftur og aftur og ég hef miklar áhyggjur af því. Þannig er mál með vexti, að maðurinn minn er mikill félags- lífsmaður og hefur áhuga á, mér liggur við að segja öllu, sem hægt er að hugsa sér. Hann leik- ur golf og handbolta. Hann fer á völlinn á hvern einasta knatt- spyrnuleik og handboltaleik. Hann teflir og hefur meira að segja einu sinni tekið þátt í skák- moti. Hann tekur þátt í alls kon- ar hjálparstarfsemi og er næst- um á hverju einasta kvöldi á ein- hverjum fundum í sambandi við svoleiðis. Satt að segja man ég ekki eftir öllu sem hann er í og þarf að sinna í sínum stopulu tómstundum. Nú má segja, að ég hafi vitað þetta fyrir, áður en ég giftist honum. Það er alveg satt, og ég verð að játa, að ég bar virðingu fyrir öllum þéssum störfum hans þá. Mér fannst þau bera vott um, hvað hann væri mikill félagslífsmaður og ómiss- andi í öllum nefndum. En ég skipti alveg um skoðun, þegar ég fór að búa með honum. Þetta stúss hans hefur nefnilega þann óskaplega galla, að hann er AL- DREI heima. Ég er búin að orða þetta oft við hann, en hann vikur sér allt- af undan og kveðst hafa svo mikla ánægju af þessu og það sé fi VIKAN 48- tw-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.