Vikan


Vikan - 27.11.1969, Page 14

Vikan - 27.11.1969, Page 14
Það hefur heldur lítið borið á Þuríði Sigurðar- dóttur, og er það miður, því hún er fyrsta flokks söngkona - auk þess sem hún er falleg og gædd persónutöfrum í ríkum mæli. VIÐTAL VIÐ ÞURÍÐI SIGURÐARDÖTTUR, SÖNGKONU Texti: Ömar Valdimarsson Myndir: Sigurgeir Sigurjónsson Sú söngkona yngri kyn- slóðarinnar á íslandi sem mest liefur borið á í seinni tíð, er tvímælalaust Shady Owens. Hún á það skilið, og Shady syngur aðallega bítla- lög. En sú söngkona yngri kynslóðarinnar sem einna minnst hefur borið á, og á það alls ekki skilið, er Þur- íður Sigurðardóttir. Það er kannske skiljan- legt, því að allt frá því að hún byrjaði að syngja að staðaklri, fyrir rúmum tveim árum, hefur hún sungið á sama stað, og ein hefur hún aðeins sungið inn á eina plötu. Það var núna nýlega, og þá komst fólk að því, að Þuríður er alveg fvrirtaks söngkona. Við Iieimsóttum hana um daginn á heimili hennar, Laugarneshúið, þar sem liún býr með foreldrum sínum og systkinum — ásamt 10— 12 hestum — og röbbuðum við hana um liitt og þctta; aðallega þetta: Ilún kom fyrst fram þegar hún var 1(3 ára. Nú er hún tví- tug, frekar hávaxin og grönn, með skolleitt hár og fallegt bros. En brosið er ekki ])að eina sem er fallegt við Þuru, hún er í alla staði gullfalleg stúlka, og kunningi minn sagði mér einu sinni að ef hann væri eitthvað niður- dreginn, þá færi liann bara inn á Röðul og horfði á Þuru syngja. Það er mörgum allra meina hót að horfa á fallegt kvenfólk. En bezt er að láta hana sjálfa tala, og hún segir okk- ur frá því hvernig það at- vikaðist að liún fór út i söng- inn. „Þá var ég 16 ára,“ segir 14 VIKAN 48. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.