Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 18
KVIKMYNDASAGA
GERÐ EFTIR
SKÁLDVERKI
THOMASTR HARDY
5. HLUTI
Allir höfðu fengið nóg að borða
og drekka . . .
Batsheba þarf á öllum
sínum styrk og stolti
að halda, þegar henni
verSur það Ijóst að hún
hefir gert hræðileg mis-
tök, með því að giftast
Frank Troy....
Fjarri heimsins gl
ÞAÐ SEM SKEÐ HEFIR FRAM AÐ
ÞESSU:
Batsheba Everdene hefir fengið stór-
an búgarð að erfðum. Velgengnin
stígur henni til höfuðs. Hún leikur
sér að tilfinningum annarra. Tveir
menn elska hana: Gabriel Oak, sem
átti lítið býli, þegar hann bað henn-
ar, en missti allan bústofninn á einni
nóttu, og er nú fjárhirðir í hennar
þjónustu. Hinn er ríkur óðalsbóndi,
nágranni hennar William Boldwood.
Þegar hann biður hennar, fer hún
fram á umhugsunarfrest; en áður en
hann er útrunninn, verður hún ást-
fangin í kvennaflagaranum, Frank
Troy, liðþjálfa, sem nýlega hefir
svikið yngstu stúlkuna á bæ Bat-
shebu, Fanny Robin. Fanny er horf-
in, og Batsheba giftist Frank Troy . . .
Gólfið í hlöðunni var fágað og
sópað, en samt þyrlaðist rykið um
fætur dansfólksins. Spilararnir struku
svitann af enninu og stöppuðu í
gólfið eftir taktinum, til að auka
hátíðargleðina, en hún var mikil.
Allir höfðu fengið nóg að borða og
drekka, og ennþá var nóg öl á kútn-
um, fyrir þá sem vildu meira.
Batsheba fann hve sterkir armar
Franks voru, þegar hann sveiflaði
henni í dansinum. Allir sungu og
létu í Ijós ánægju sína. Það var upp-
skeruhátíð á búgarði Batshebu.
Það voru allir svo ákafir í gleð-
skapinn að enginn fór út, nema þeg-
Batsheba fann hve sterkir armar
hans voru í dansinum . . .
ar einn og einn skrapp bak- við hlöð-
una. Þessvegna varð enginn var við
óveðursskýin, sem hrönnuðust upp
á himninum.
Enginn, nema Gabriel, — hann
ráfaði eirðarlaus um. Hann gat ekki
tekið þátt í gleðinni. Frank Troy átti
nú að verða húsbóndi hans! Gabriel
kreppti hnefana, en hann vissi að
hann gat ekkert að gert. Batsheba
hafði ákvörðunarrétt fyrir sig og
sína. Gabriel var i þjónustu hennar,
— fátæklingur, sem ekki einu sinni
hafði rétt til að dreyma ....
Ef hún aðeins hefði valið William
Boldwood fyrir eiginmann! Gabriel
andvarpaði. Hann gat gert sér í hug-
arlund hvernig Boldwood var innan-
brjósts, eftir að hafa fengið hrygg-
brot vegna Franks Troy. En hann gat
ekki heldur neinu ráðið. Þeir höfðu
hvorugur borið gæfu til að vekja
ást Batshebu, — hún sá engann
nema Frank Troy.
Gabriel leit upp í skýjaþykknið.
Vindurinn hafði aukizt, fuglarnir
flugu hræddir burt úr trjánum, sem
svignuðu í rokinu. Það var greini-
legt á sjóndeildarhringnum að óveð-
ur var í aðsigi. Og uppskeran stóð
þarna öll, óvarin undir opnum himni.
Hvað myndi ske ef stormur skylli
á fyrir alvöru? Gabriel vissi það
alltof vel.
Hann var órólegur, þegar hann
leit í kringum sig. Mislitar pappírs-
ræmur og annað skraut fauk úr
trjánum, og krónur þeirra sveigðust
fram og aftur með miklum hávaða.
Nokkrar greinar, sem höfðu rifnað
af, flugu um loftið. Þetta hlaut að
hafa hræðilegar afleiðingar. Gabriel
beit á vörina. Hann varð að fara inn
og vara Troy við, — húsbóndann . . .
Ljóskerin í hlöðuloftinu dingluðu
fram og aftur og rykmökkurinn var
eins og múrveggur. En fólkið tók
ekkert eftir rykinu, ef það þurrkaði
kverkarnar, þá var nóg til að skola
þær, nóg að drekka. Henery Fray
kom á móti Gabriel með ölkrús í
hendinni.
Gabriel, sagði hann glaðlega, —
við höfum saknað þín. Hérna, fáðu
þér að drekka!
En Gabriel hristi höfuðið. — Segðu
liðþjálfanum að ég vilji tala við
hann. Hann gat ekki fengið sig til
að ryðjast í gegnum þvöguna til að
tala við hann. Hann þoldi heldur
ekki að sjá Bashebu í örmum Franks.
Henery kinkaði kolli og fór. Hann
var vanur að hlýða skipunum Ga-
briels og hristi höfuðið sorg-
mæddur á svipinn. Liðþjálfinn var
að dansa við húsmóðurina, og hann
hlustaði ekki á neinn. Var þetta eitt-
hvað áríðandi?
En Gabriel vildi ekki gefast upp.
— Segðu honum að það sé óveð-
ur í aðsigi, kallaði hann gegnum
hávaðann. — Ef við breiðum ekki
yfir stakkana, þá fýkur uppskeran