Vikan - 27.11.1969, Qupperneq 25
Vestur-þýzku þingkosningarnar og það sem þeim fylgdi,
valdataka Willy Brandts og sósíaldemókrata, gengishækk-
un marksins og fleira, hefur verið á hvers manns vörum upp
á síðkastið. í tilefni af þessu birtum við þessa sniðugu
myndaseríu af nokkrum helstu leiðtogum Þjóðverja. Ljós-
myndarinn hefur svikist að þeim öllum í sömu stellingu
- með fingur í auga, rétt eins og farið hafi í það korn eða
flís. Og í áframhaldi af því liggur beint við að leiða getum
að því hvaða flís angri hvern.
Og mætti ADENAUER
gamli líta upp úr gröf-
inni, myndi hann líklega
segja sem svo: Oft hefur
þaÖ veriÖ svart, en aldr-
ei fremur en nú. Væri ég
ennþá á fótum, skyldi ég
ekki vera lengi að kippa
hlutunum í gamla horfið
— „aber mich jibts nich
mehr . . ."
Það er ekki nema von að
KURT GEORG KIESINGER,
fráfarandi kanslara, svíði í
augað. Flísin í því nálgast
að vera bjálki; hún er sjálf-
ur Brandt. Honum óar við
þeim blöskranlegu framtíð-
arhorfum að þurfa að stjórna
kristilegum demókrötum án
þess að stýra Þýzkalandi um
leið.
Þótt undarlegt kunni að virð-
ast hefur hinn sigurreifi nýi
kanslari, WILLY BRANDT,
einnig flís í auga. Þegar bet-
ur er að gáð, getur þar ver-
ið úr mörgu að velja — sam-
komulagshorfur í stjórnar-
samstarfinu við frjálsdemó-
krata, svo eitthvað sé nefnt.