Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 28
FRÚ ARNDtS
ELLERTSDÖTTIR
Þetta er mjög gömul uppskrift,
sem amma mannsins míns, frú
Margit Vibe-Lund, bakaði alltaf
fyrir jólin. Eg hef ákveðið að
halda þessari uppskrift við lýði
og nota hana á hverjum jólum
sem „jólaspesialitet“, hvað snert-
ir smákökur.
750 g ljóst sýróp
250 g smjör (eða smjörlíki)
250 g sykur
2 tesk. pottaska (uppleyst í
svolitlu öli).
Þetta er látið í pott og hitað
upp að suðumarki. — Síðan er
blandað saman við:
1 kg hveiti
1 tesk. kanell
1 tesk. negull
1 tesk. engifer
1 tesk. kardimommur
125 g malaðar möndlur
75 g fínskorið súkkat
50 g sykraður appelsínubörkur
rifinn börkur af 1 sítrónu.
Deigið á helzt að bíða 1 viku
á köldum stað (ekki í ísskáp),
flatt þunnt út, skorið út með
glasi, pikkað svolítið í þær og
svo eru kökurnar bakaðar við
meðal hita.
FRÚ NÍNA
GÍSLADÖTTIR
4 eggjahvítur
150 g sykur
200 g hakkaðar möndlur
V2 tesk. lyftiduft.
Eggjahvíturnar stífþeyttar, síð-
an er sykrinum, möndlunum
(hakkaðar með hýðinu) og lyfti-
duftinu bætt út í.
Bakað í velsmurðu hringformi
í um það bil 45 mínútur, eða þar
til kakan losnar frá. Hiti 300 gr.
Það má nota kökuna sem des-
ert og hafa þá ís með henni, eða
búa til á hana súkkulaðiglassúr,
bera fram með þeyttum rjóma
og skreyta, t. d. með jarðarberj-
um.
Glassúr búinn til úr: flórsykri,
kakó, linu smjöri og sterku kaffi.
FRÚ KRISTiN
BERNHÖFT
1 bolli smjörlíki (175 g)
% bolli strásykur
% bolli púðursykur
2 egg, hrærð saman
2t4 bolli hveiti
V2 tesk. salt
1 tesk. Iyftiduft
V4, tesk. vanilla
1 bolli möndlur
400 g Sirius suðusúkkulaði.
Einnig má hafa minna af möndl-
um og setja í staðinn 1 bolla af
rúsínum (Sun-Maid).
Þetta er hrært deig, sett á
plötu með 2 teskeiðum, bakað í
ca. 10—15 mín. við 300—400 gr.
F. Þessar kökur breiða sig dálít-
ið út á plötunni.
£8 VJKAN 48- tbL