Vikan - 27.11.1969, Side 30
Nútímabörn
Mikil gróska er nú hlaupin í
þá tegund tónlistar, sem hér á landi
hefur verið kölluð þjóðlagatónlist.
Nýir söngflokkar hafa sprottið upp,
eins og gorkúlur á haug. Hefur
starfsemi þjóðlagaklúbbsins Víki-
vaka í Tónabæ án efa orðið til þess
að blása lífi í þessa músik, en á
samkomum Víkivaka hefur verið
fjölmenni og mikill áhugi komið í
Ijós. Þjóðlagasöngur er kannski ekki
rétta orðið yfir þessa músik, því að
oftar er um að ræða gamanvísur
eða hreinlega eitthvað heimatilbú-
ið. Þeir eru þó til sem hafa hallast
að því, að kalla slíka músik ný-
þjóðlög, en okkur finnst slíkt orð
svolítið hátíðlegt og ekki beint við
hæfi, því að með hugtakinu þjóð-
lag er átt við lag, sem hefur lifað
á vörum einnar þjóðar um langan
aldur. Hvað sem því líður, þá eru
söngflokkar af þessu tagi orðnir
nokkuð margir, að minnsta kosti á
höfuðborgarsvæðinu, og er nú lið-
in sú tíð, þegar Savanna-tríóið var
eina söngtríóið á kreiki. Einn þess-
ara flokka er eða öllu heldur var
„Nútímabörn". Nútímabörn voru í
upphafi fimm og létu víða í sér
heyra síðastliðinn vetur; komu með-
al annars fram f sjónvarpi. Síðan
rak að því, að flokkurinn varð ein-
um færri, og voru þau því fjögur,
sem sungu inn á hljómplötu þá,
sem innan tíðar 'kemur á markað.
Um svipað leyti og Nútímabörn
sungu inn á plötuna urðu þær hrær-
Framhald á bls. 47
Ævintýri
Innan skamms er væntanleg
tveggja laga plata með hljómsveit-
inni Ævintýri. Lögin á plötunni
heita „Ævintýri", sem er íslenzk
útgáfa af laginu „Time is on My
Side", en það lag hefur hljómsveit-
in Marmelade leikið á plötu; hins
vegar er Pílagrímakórinn frægi úr
Tannhéuser eftir Wagner, og hef-
ur Þórir Baldursson útsett lagið fyr-
ir Ævintýri plús aðstoðarlið með
strengi og horn. Ævintýri flytja
einnig eitt lag á væntanlegri hæg-
gengri hljómplötu frá Tónaútgáf-
unni, þar sem fram koma 12 ólíkar
hljómsveitir og söngvarar. Þá er
þess að lokum að geta, að í undir-
búningi er 12 laga plata, þar sem
Björgvin Halldórsson mun syngja
ýmis vinsæl lög. Sú plata mun að
líkindum koma á markað eftir ára-
mót.
Mary Hopkin
Næsta Eurovision-söngvakeppni
verður haldin í Hollandi á vori
komanda. Af Englands hálfu mun
Mary Hopkin taka þátt í keppn-
inni að þessu sinni. Að venju verð-
ur efnt til keppni um það lag, sem
Mary mun flytja. Verða 6 lög að
lokum valin, og mun Mary syngja
þau í nýjum sjónvarpsþætti, sem
Cliff Richard hefur með höndum
hjá brezka sjónvarpinu. Munu
áhorfendur síðan skera úr um það,
hvaða lag verður fyrir valinu.
Mary lét nýlega frá sér fara nýja
tveggja laga plötu og heitir lagið,
sem upp snýr, „Fields Of St.
Etienne". Þá hefur Mary að und-
anförnu komið fram á einum þekkt-
asta skemmtistað í London, Hotel
Savoy. Hún er um þessar mundir í
Bandaríkjunum og hefur komið
fram í skemmtiþáttum Andy Willi-
ams og Ed Sullivan.
☆
5
30 VIKAN 48- tbl-