Vikan


Vikan - 27.11.1969, Síða 34

Vikan - 27.11.1969, Síða 34
r MIDA PREIMTUINI HILMIR HF SKIPHOLTI 33 - SlMI 35320 ___________________/ HVAR EH HXIN IANS NÍN? ÞaíS er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Siðast er dregiS var hlaut verSlaunin: Guðlaugur S. Helgason, Bólstaðahlíð 42. Nafn Helmili Örkin er á bls. Vinninganna má vitja i skrifstofu Vikunnar. Frank færi að hafa áhuga á bú- skapnum, svo hún gæti spurt hann ráða, nú, þegar hann var búinn að yfirgefa herdeild sína, og hafði ekk- ert að gera. En hún varð fyrir miþl- um vonbrigðum. Hún varð líka fyrir vonbrigðum á öðrum sviðum, en það gat hún ekki viðurkennt, ekki einu sinni fyrir sjálfri sér, stoltsins vegna. Það mátti enginn verða þess var að hún hafði gert hræðilega vitleysu. Mary-Ann og hinar stúlkurnar höfðu haft rétt fyrir sér, þegar þær báru honum vitnisburð, í eldhúsinu forð- um. En hún varð að koma í veg fyrir að nokkur fengi að vita það. En hún átti bágt með að dylja þessi vonbrigði sín, og stundum varð henni á að vera bitur í orðum og kuldaleg á svip. Hún þráði frið, og óskaði þess innilega að allt hefði verið á annan hátt. En hún var alveg ráðvilt, hún vissi ekkert hvernig hún átti að snúast við erfiðleikunum, og hún gat ekki leitað traust hjá nokkr- um manni, hún varð að bera þetta ein. Og vikurnar liðu. Frank Troy var á heimleið. Hann hafði lagt mikla peninga undir í veðmálum í hanaslag og tapað. Hann veðjaði hærra en hann hafði ráð á, og honum var illa við að biðja Bat- shebu um meiri peninga. Það var auðmýkjandi að hún hafði ennþá öll peningaráð, það var hún sem sat á peningakassanum. Hann varð gram- ur í geði, þegar hann hugsaði um þetta og hugsanir hans voru ekki blíðlegar í hennar garð. Hann þráði að komast aftur til herbúðanna, hann þráði hið glaðværa hermannalíf. Og stundum, þegar hann virti fyrir sér svipmikið andlitið á Batshebu á koddanum, þá sá hann annað andlit fyrir sér, — smágert, barnalegt and- lit, með biðjandi augum og titrandi vörum. Hvað var orðið af Fanny? Virðingu hans var misboðið, þegar hún kom of seint til brúðkaupsins, og þessvegna skildi hann hana eftir á kirkjutröppunum. En svo var eins og jörðin hefði gleypt hana, hún var algerlega horfin. Hvar gat hún verið niðurkomin? Hann keyrði hestinn sporum og þaut áfram. Það var eiginlega orð- in einasta ánægja hans, að þeysa um á góðum hesti. En fyrr eða síð- ar var hann neyddur til að fara heim, heim á bæinn hennar, þar sem hon- um óx í augum öll þau störf, sem Batsheba ætlaðist til að hann hefði með höndum. Hann stökk af baki, rétt við hesthúsdyrnar og fór sjálfur með hestinn inn. Hann spretti af og hengdi skrautlega hnakkinn upp, síð- an sneri hann sér við til að fara út. Hann sá ekki granna hönd, sem með erfiðismunum leitaði stuðnings. Hann heyrði aðeins hálfkæfða stunu í básnum fyrir aftan sig, og hann sneri sér snögglega við. Þá horfði hann inn i augu, sem voru sljó af kvöl. — Frank! sagði Fanny Robin, svo lágt að það heyrðist varla .... Framhald í næsta blaði. Skórnir hennar . . . Framhald af bls. 13 Árin liðu, og hún beið alltaf í ofvæni eftir sumarfríunum, þeg- ar Claes kom heim, þá kom hann stundum í heimsókn til prests- setursins. Þegar hann var kominn í há- skólann í Uppsölum, kom hann oft heim með vini sína á sumr- in. Þá var glatt á hjalla, enda voru þetta allt glæsilegir piltar, en glæsilegastur af öllum var Claes. Hann var stöðugt á eftir stúlk- unum í sveitinni, en var samt ekki trúlofaður neinni þeirra, þegar boðskortið kom. Frú Göranson sagði við prest- inn að þar sem þetta væri fyrsti dansleikur sem Elisabeth átti að sækja, þá yrði hún að fá nýjan kjól, í þetta sinn gæti hún ekki notað aflagsflík af systrum sín- um. Elisabeth var því send til borg- arinnar til að kaupa ljósblátt taftsilki, sem móðir hennar hafði séð í búðarglugga, og svo mátti hún líka kaupa ódýra dansskó. En þar sem hún hafði látið sig dreyma ljúflega um það hve hissa Claes yrði, þegar hann sæi að hún væri orðin fullorðin, þá hugsaði hún með sér að hún ætl- aði ekki að láta nokkra mann- eskju troða sér í barnalegan silkikjól, hún vildi vera í þröng- um, svörtum flauelskjól. Þess vegna keypti hún svart flauel. Það var reyndar dýrara, en þar sem hún þurfti færri metra, þá var munurinn ekki svo mikill, og hún var hreykin, þegar hún kom heim með varning sinn. Móðir hennar varð alveg undr- andi. — Svart flauel á svona telpu- krakka, það er alveg ómögulegt! Ertu alveg orðin frá þér, barn? Flýttu þér til borgarinnar og reyndu að fá þessu skipt. En Elisabeth sat við sinn keip. — Ef ég á að fara í barnakjól með púffermum, þá fer ég ekki neitt. Og ef ég fer ekki, þá býð ég þess ekki bætur, allt mitt líf! Að lokum fékk hún að ráða. Kjóllinn var saumaður, níð- þröngur og síður, með mjóum böndum yfir axlirnar. Það var ekki fyrr en hún fór að máta hann, að það rann upp fyrir henni að hún átti enga skó. Pen- ingarnir höfðu ekki dugað fyrir skóm. Fram að þessu hafði hún alltaf verið hreykin af því hve smáfætt hún var, en nú óskaði hún þess að hún væri aðeins fót- stærri, svo hún gæti fengið skó að láni hjá systrunum. Hún leit biðjandi á móður sína, sem hristi höfuðið. — Eg get ekki beðið pabba þinn um meiri peninga eins og er, þvú veizt það sjálf. Hefirðu keypt efnið sem ég valdi, þá hefðirðu átt fyrir skóm. 34 VIKAN 48- tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.