Vikan - 27.11.1969, Page 37
— Ég fer bara í gömlu, svörtu
skónum mínum, sagði Elisabeth
ákveðin.
Frú Göranson leit á skóna, svo
hristi hún höfuðið.
— Þú getur ekki farið í þess-
um, vina mín, þeir eru svo
hræðilega slitnir.
— Eg reyni að laga þá til,
kjóllinn er líka svo síður, þeir
sjást ekki.
— Það verður örugglega ekki
þreytandi að dansa í þeim, sagði
móðir hennar og andvarpaði.
Elisabeth varð undrandi þegar
hún sá skrautlegt svefnherbergi
hallarfrúarinnar, henni fannst
það hreinasta skömm að nota
það aðeins til að sofa í því. Þarna
voru gömul, skrautleg húshögn,
silkifóðruð, skálar fullar af blóm-
um og fjölskyldumyndir í silfur-
römmum.
Hópur af ungum stúlkum í
allavega litum ballkjólum,
þrengdu sér saman fyrir framan
snyrtiborðið. Þær virtust allar
vera mjög kunnugar. Elisabeth
var feimin, innan um þessar
glæsilegu heimsmanneskjur. Þær
virtu hana fyrir sér, en engin
yrti á hana, og svo fóru þær
niður.
Hún horfði á eftir þeim, þegar
þær gengu fram ganginn og lyftu
svo upp víðum pilsunum, áður
en þær tifuðu niður stigann. Þær
voru allar í silkiskóm, í lit við
kjólana.
Hún virti fyrir sér skógarm-
ana, sem hún var sjálf í og ein-
hver vanmáttarkennd greip
hana. Hún hafði verið ánægð
með sjálfa sig heima, en hér,
í þessu glæsilega umhverfi horfði
þetta allt öðruvísi við, hún var
sannarlega ekki glæsileg í þess-
um stóra spegli.
Eftir andartaks umhugsun tók
hún gerviblóm upp úr tösku
sinni og nældi á annað axla-
bandið. Það var strax betra. Hún
gekk líka fram og aftur fyrir
framan spegilinn, til að athuga
skóna, þeir sáust varla, svo hún
þurfti ekki að hafa áhyggjur af
þeim.
Stóri salurinn var óþekkjan-
legur, þegar búið var að taka
öll húsgögnin út. Parketgólfið
vlansaði og í einu horninu var
Miómsveitin að stilla hljóðfæri
sín.
Elisabeth setti í sig kjark,
gekk fram fvrir foreldra Claes
ng hneigði sig. Frú Gripenhielm
■>'ar stórglæsileg í gullnum kjól.
Hún leit snöggt á kiól Elisabeth-
ar. dvaldi andartak við gervi-
blómið, og varð hugsandi á svip-
inn.
- Velkomin. Elisabeth litla.
Það er gaman að sjá þig hér.
Hún lyfti hendinni og veifaði
til ungs manns. — Þetta er
Kristian Alkman, góður vinur
Claes, — Elisabeth Göranson.
Og einmitt í því byrjaði hljóm-
sveitin að leika fyrir fyrsta
dansinum.
::
i % :
..Eg verð aðsýna ÖUum
AJAX þvottinn minn
Eg er svo hreykin af honum
ÍÉt!
•: :
í AJAX þvottaefninu nýja er efnakljúfurinn
00 Ultra-Enzym",
SEIN/I GERIR DVOTTIIMN SVO HREINAN,
HVÍTAN OG BLETTALAUSAN,AÐ HANN
VERÐUR EINS OG HANN HAFI
VERIÐ TVÍÞVEGINN.
Ef þér eigið AJAX þvottaefni í húsinu þá hafið þér allt sem þarf, til að
þvotturinn verði skínandi hvitur, - svo hvítur, að hann virðist tvíþveginn.
Notið AJAX í stórþvottinn, og þér munuð undrast hversu geislandi hvítur
hann verður.
Notið AJAX f fíngerðan þvott, og sérþvott fyrir orlon, nylon og önnur
gerfiefni. Losið yður þannig við gulnandi þvott.
Notið AJAX til að Ieggja i bleyti og einnig í undanþvott, - og virðið
fyrir yður hvernig efnakljúfurinn „Ultra-Enzym''fjarlægir bletti, þannig að
undrum sætir.
AJAX þvottaefnið nýfa er framleitt fyrir allar tegundir af
þvotti- það nægir þvíað AJAX sé eitt við höndina... /
Kristian Alkman var mjög há-
vaxin, og leit út fyrir að vera
greindur, það fannst henni við
fyrstu sýn. Hún var því ekkert
hissa á því að hann dansaði ekk-
ert sérlega vel.
Rödd hans var óvenjulega
djúp og þægileg.
- Búið þér hér í nágrenninu,
eða hafið þér komið langt að til
að vera á dansleiknum?
— Ég bý hér.
— Þér þekkið þá líklega allt
fólkið.
En hún þekkti ekki marga á
dansgólfinu. Skyldi það hafa
verið Claes, sem kom því til
leiðar að hún var boðin? Og
hvar var hann niðurkominn?
Hún myndi fljótlega koma auga
á ljóst höfuð hans, ef hann væri
þarna.
— Þetta var skemmtilegur
dans, sagði Kristian Alkman með
ákafa. — Við verðum að endur-
taka þetta. Hvað segið þér til
þess að dansa við mig síðasta
dansinn fyrir kvöldverðinn, svo
við getum borðað saman?
Hann var ákaflega geðugur, en
alls ekki spennandi, svo hún
svaraði hikandi. Það væri voða-
legt, ef Claes hefði hugsað sér
að hafa hana fyrir borðdömu!
Þá kom hún auga á hann. Hann
stóð hjá móður sinni, sem hristi
höfuðið með vanþóknun. —
Kemur þú ekki nokkuð seint?
heyrði hún móður hans segja.
Hann var í ótrúlega glæsileg-
um fötum, Elisabeth gat ekki
haft af honum augun, en hann
leit ekki einu sinni í áttina til
hennar. Hún reyndi að fá hann
til að koma auga á sig, en það
var ekki fyrr en hann var að
dansa við Rögnu, dóttir héraðs-
læknisins, að hann kom auga á
hana og nam staðar í miðjum
dansi. Og þegar dansinn var á
enda og allir klöppuðu hann upp,
yfirgaf hann Rögnu og kom til
hennar, þar sem hún stóð með
sínum dansherra, sem dró sig
hæversklega í hlé. Vesalings
Ragna, hún var dálítið fýluleg,
þegar hún horfði á eftir honum.
— Elisabeth! sagði hann. —
Eg ætlaði ekki að þekkja þig!
— Og svo þýturðu burt frá
Rögnu á miðju dansgólfinu! Hún
ljómaði af ánægju.
— Þú bjargaðir mér frá þungri
skyldu. Ég þoli ekki stúlkur, sem
eru tveir metrar á hæð, og
trampa á tánum á mér allan
dansinn.
Svo lék hljómsveitin aftur og
hann lagði arminn um mitti
hennar. Ragna gekk að stólaröð-
inni við vegginn; það var rétt,
hún var alltof há og mögur.
- Við stelpurnar köllum hana
bandprjóninn, hvíslaði Elisabeth.
Það fannst Claes greinilega
mjög fyndið. — Segðu mér eitt-
hvað meira, sagði hann.
Hún hugsaði sig um, til að
muna eitthvað skemmtilegt til
að segja honum. Hún sagði
honum frá hrollvekjandi sýn-
48. tbi. VIICAN 37