Vikan


Vikan - 27.11.1969, Side 43

Vikan - 27.11.1969, Side 43
ALLTAF FYRSTIR MEÐ NÝJUNGARNAR Með nýju alsjálfvirku þvottavélinni frá Hoover hættir þvottadagurinn að vera til. Ákaflega hagstætt verð. manni sínum einstaka þolinmæði í þessum efnum .... Henrik Ibsen var mjög annt um heimili sitt og ég geymi enn þá bréf frá honum, þar sem hann skrifar hverja síðuna á fætur annarri um hreingerningu og málningu, sem hann hefur lát- ið framkvæma á íbúðinni í fjarveru konu sinnar. —- Til þess að allt sér hreint og fínt, þegar hún kemur aftur, eins og hann kemst sjálfur að orði. Hann hafði smátt og smátt eignazt dýrmætt málverkasafn. Hann hafði á ferðalögum sínum keypt málverk, sérstaklega eftir gömlu meistarana, en einnig höfðu allir stærstu málarar Nor- egs fært honum málverk að gjöf á sjötugsafmælinu. Þetta sjaldgæfa málverkasafn er enn þá í eigu minni. Einu sinni stóð- um við saman í skrifstofunni hans og hann sagði við mig: — Ég hef stritað allt mitt líf, fyrst og fremst til þess að sjá fyrir Sigurði, til þess að hann þyrfti aldrei að þola fátækt eins og ég gerði. Öll handritin mín getið þið selt, ef þið lendið í fjárþröng. Og allt þetta, bætti hann við og benti á innbúið, — allt er þetta ykkar eign. En þið megið ekki gefa neitt frá ykkur eftir minn dag. í stofunni voru gluggatjöld, sem eiga sína sögu, og mig lang- ar til þess að segja hana. Dag nokkurn hitti ég Henrik Ibsen á horni Arbiengötu og Drammensvegar. Hann stanzaði og trúði mér fyrir því, að hann hefði lengi langað til þess að eignazt silkigluggatjold, en frú Ibsen væri á móti þeim, og teldi þau of dýr. Nú bað hann mig um að útvega sér nokkur sýnishorn af gluggatj aldaefni. Næsta dag hittumst við samkvæmt umtali á sama stað og ég dró upp fjöld- ann allan af sýnishornum. Við vorum bæði mjög íbyggin yfir þessu, eins og við værum tveir samsærismenn. Ibsen valdi eftir langa umhugsun úr þessum sýn- ishornum og gluggatjöldin voru saumuð. Þegar því var lokið, voru þau hengd upp í stofunni frú Ibsen til mikillar undrunar og armæðu. Þegar ég kom í heimsókn daginn eftir, bjóst ég við yfirheyrslu. Og það stóð heldur ekki á henni. Kuldalegri röddu spurði hún mig, hvort það hefði verið ég, sem hefði hjálpað Ibsen að sóa peningum í þessi sdkigluggatjöld. Ég varð miður mín, en svaraði ákveðið, að ég hefði gert það og bætti við: — Þegar þú biður mig um eitthvað, geri ég það með mik- illi ánægju. Og þegar Ibsen bið- ur mig að gera sér ofurlítinn greiða, þá get ég ekki með nokkru móti neitað honum um það, sérstaklega með tilliti til alls þess, sem hann hefur gert fyrir okkur Sigurð. Þessu gat hún ekki svarað, heldur strunzaði burt. Sigurður skrifaði mér síðar: — Stærsta gleði föður míns um þessar mundir eru silki- gluggatjöldin, sem þið keyptuð í sameiningu. Hann horfir á þau langtímum saman, og brosir sigri hrósandi. Þessi gluggatjöld hanga nú hér í herberginu mínu. Þau eru úr þungu, ljósbláu silki með ljósrauðu blómamynstri. Þegar ég virði þau fyrir mér, rifja ég oft upp þessa litlu sögu .... Faðir minn hafði verið ein- stakur í tryggð sinni og hjálp- semi gagnvart Sigurði, meðan hann átti við erfiðleika að etja. Þetta varð til þess, að þeir Ibsen og hann sameinuðust í ellinni og samkomulagið milli þeirra fór æ batnandi. Oft höfðu þeir verið á öndverðum meiði í ýmsum málum og margt styggðaryrðið lát'.ð falla hvor í garð annars. En alla tíð stóðu þeir samt hvor öðrum mjög nærri, þeir þjáðust eiginlega af óhamingjusamri ást hvor til annars, eins og einhver komst að orði. Ég gleymi því aldrei, þegar faðir minn varð eitt sinn veik- ur. Óttast var um líf hans og ég heimsótti Ibsens-hjónin í neyð minni. Ég sé enn þá fyrir mér angistina, sem kom á svip Hen- riks Ibsen, þegar ég tjáði hon- um hvernig komið væri. En sem betur fer leið hættan hjá og faðir minn náði aftur fullri heilsu. Sigurður heimsótti Ibsen og gamli maðurinn lék á alls oddi, þegar hann hafði fengið fregnina um bata föður míns. Sigurður gat ekki stillt sig um að erta hann svolítið og sagði: 48. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.