Vikan


Vikan - 27.11.1969, Side 45

Vikan - 27.11.1969, Side 45
jm ‘WHBP’ mmm Stærff Hæ3 Breidd Dýpt 250 Lítra 84 cm 92 cm 70 cm 350 Lítra 84 cm 1 26 cm 70 cm 450 Lítra 84 cm 156 cm 70 cm OO&Sl Laugav, 178. Sími 38000 I The flrchies Framhald af bls. 31 áttum, sem hafa komið saman til þess að annast tónlistarflutning fyr- ir teiknimyndirnar. Þess má að lokum geta, að fígúrurnar vinsælu, sem við sjáum hér á myndinni heita Archie Andrews, Betty Cooper, Veronica Lodge, Reggie Mantle and Jug- head Jones. Því miður vitum við ekki, hvað seppi heitir. ☆ Hjákona allra alda Framhald af bls. 21 verða ástmær Frakkakonungs. Þegar sú spá var komin fram, þá hin framsýna kona rausnarlegan lífeyri ævilangt að launum fyrir hana. Ekki varð fegurðin minni þeg- ar stúlkan náði fullum þroska. Hún var hörundsbjört eins og Mjallhvít, hárið kastaníubrúnt, brosið aldeilis yfirmáta töfrandi og ofan á þetta ágætlega greind, söng og dansaði með mikilli prýði, var fróð og hnittin í við- ræðu. Flestum kom saman um að hana gætu fáir staðist. Tvítug að aldri, árið 1741, var Jeanne Antoinette gift manni að nafni Le Normand d’Etoiles. Hann var af aðli, að vísu ekki mikilsháttar, en ráðahagur þessi dugði þó til að tryggja Jeanne nokkurn aðgang að kreðsum fína fólksins. Eiginmaður hennar átti landsetur og var nægilega efnað- ur til að kona hans gat haldið salon í París. Henni gekk prýði- lega að vekja á sér athygli og var sjálfur Voltaire meðal gesta hennar. Þessi skeptíski háðgikk- ur, sem ekki var vanur að láta sér neitt vaxa í augum, sagði um hana þegar hún var um tvítugt: Þrátt fyrir æsku sína er hún bet- ur lesin en nokkur kerling. — Haldi ég nokkurntíma framhjá þér, skal það aldrei verða nema með sjálfum Frakka- konungi. Þetta loforð gaf hin unga fröken Fiskur — eins og óvildarmenn hennar þreyttust seint á að kalla hana — eigin- manni sínum brúðkaupskvöldið. Það heit efndi hún með prýði. Hún hafði litla elsku á eigin- manninum og leit á hjónabandið aðeins sem aðgangsskírteini að félagslífi aðalsins. Þó gat hún við eiginmanninum barn, dóttur er skírð var Alexandrine. En fljót- lega vaknaði hjá henni áhugi á að láta spádóminn um þau kónginn rætast. Framkvæmd þess var ekki ómöguleg fyrir þá sök, að ein af veiðilendum kon- ungs lá að jarðeign d’Etoiles. Einn góðan veðurdag þegar Lúð- vík var þar ásamt hirðmönnum sínum þeysandi á eftir einhverj- umum skepnum, bar svo til að óvenju þokkafullur kvenmaður reið í veg fyrir veiðimennina, og varð þeim álíka við og ein skógardísanna úr goðafræðinni hefði birzt þeim. Vitaskuld var aðalsfrú d'Etoiles þar á ferð, og uppfrá því gleymdi konungur henni ekki. Úrslitaatlöguna greiddi hún að konungi á grímuballi í Versölum. Hámark þess fagnaðar var þegar konungur sjálfur og nokkrir lags- bræður hans gengu í salinn, dul- búnir sem snyrtilega klippt garð- tré. Þar eð vitað var að einn þessara dularmanna var konung- urinn, gerði viðstatt kvenfólk allt hvað það gat til að vekja á sér athygli þeirra. Og Lúðvík mundi eftir dísinni úr skóginum og uppfrá því átti hún hug hans mestan. Hún varð hjákona hans, og þótt Lúðvík hefði þá þegar haft svo mikið af kvenfólki að segja að hann væri orðinn dauðleiður á því yfirleitt, þá vann hún hjarta hans. Það var líka mark- mið hennar, og þótt hún væri fædd streber, er naumast vafi á því að eitthvað hafi verið ekta í tilfinningum hennar til konungs, allavega þegar frá leið. Eins og fyrr er getið, olli þetta val Lúðvíks geysilegri hneykslan meðal þjóðarinnar, einkum aðals- ins. Heldra fólkið gerði allt hvað það gat til að eyðileggja frú d‘- Etoiles og fann henni flest til foráttu, bæði satt og logið. En hún kunni að bíta frá sér og gerði það með góðum árangri, enda bar hún langt af flestu fjandfólki sínu hvað greind snerti. Hún varð á svipstundu einvöld í rekkju Frakkakonungs, og þar með í Frakklandi eins og það lagði sig. Ekki leið á löngu áður en ráðherrar þeir og aðrir embættismenn, sem hún hafði vanþóknun á, hrundu úr stöðum sínum eins og skotnar rjúpur. En umfram allt sá hún til þess að elskhugi hennar yrði ekki þreytt- ur á henni. Hugmyndaflug henn- ar var mikið og hún var ótrú- lega fundvís á nýjar og nýjar skemmtanir fyrir kónginn sinn, sem var vandfýsinn og fljótur að verða leiður á öllu. En á Madame d'Etoiles varð hann ekki leiður til dánardægurs hennar. Hún lét innrétta leikhús í einkahíbýlum kóngs, hún lét byggja fyrir hann hallir út um allt land, þar sem hann gat hvílzt og skemmt sér á yfirreiðum. Sem húsmóðir í höllum þessum fann hún upp á mörgum stórsniðugum skemmtiatriðum, sem Frakkland rókokótímans var fljótt að taka sér til fyrirmyndar og tileinka sér, og á eftir því önnur lönd álf- unnar. Eitt atriða þessara var á þann veg að húsmóðirin kom inn í borðsalinn, þegar kvöldverður var á enda, dulbúin sem Nóttin. Hún raulaði vísu og bað síðan viðstadda að koma með sér út í garð. Þar úti í því græna var færður upp ballet, og að lokum paraði mannskapurinn sig og tíndist inn í runnana, þar sem ný skemmtun var upptekin. Konungur kunni vel að meta þetta alltsaman og verðlaunaði ástmey sína með titlinum mark- greifafrú de Pompadour, og und- ir því heiti er hún þekktust orð- in í sögunni. En upphefð hennar varð dýr, að minnsta kosti fyrir Frakkland. Eyðslan og óhófið við hirðina varð gífurlegt, og þar eð madama Pompadour vissi fullvel að virðing hennar byggðist á því að konunginum leiddist ekki, gerði hún sitt bezta til að leiða athygli hans frá áríðandi ríkis- vandamálum, sem auðvitað voru ekki skemmtilegri en slík mál eru jafnan. Ekki bætti þetta rík- isbúskapinn, sem vitaskuld var ekki of merkilegur fyrir, og ekki skánaði ástandið við styrjaldir þær, sem Frakkar álpuðust út í á þessum árum. Þeir höfðu ekk- 48. tbi- VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.