Vikan


Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 48

Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 48
 Carol Brewster er ung stúlka, sem gerðist barn- fóstra í afskekktu húsi nið- ur við strönd. Hún á að gæta lítils, bæklaðs drengs, en móðir hans fórst í sly&i. Hús- bóndinn og faðir drengsins heitir Rees Morgan, og Carol verður ástfangin af honum fyrr en varir. En eitthvað er dularfullt við þetta hús. í síðasta þætti kom í ljós, að ungur frændi Rees, Stephen Faraday, týndist um svipað leyti og Valerie, eiginkona Rees, fórst í slysinu. í þess- um hluta kemur í Ijós, að eitthvert samband virðist vera á milli þessara tveggja atburða og samskipti Step- hens, Valerie og Rees Morg- an eru rakin. — Vertu róleg, Carol, sagði Rees brosandi. - Hann dó ekki hér. Hann lifði báða foreldra sína og endaði ævidaga sína á sjúkrahúsi í Bangor. En það var ekki þetta, sem ég ætlaði að tala við þig um. Hann ýtti stól í áttina til mín og bauð mér að setjast. Ég reyndi að vera eðlileg, en satt að segja leið mér ekki vel hér í herbergi Valeries. Rees settist á annan stól og tók að troða í pípu sína. - Faradays-hjónin, sagði hann með hægð. •— Hvað finnst þér um þau? - Hvílíkur harmleikur, Rees, sagði ég. - Þau eiga sannarlega bágt. — Hvarf Stephens og dauði Valerie, sagði Rees. — Þessir tveir atburðir eru í mínum aug- um tengdir hvor öðrum. Annar gerðist svo að segja í kjölfar hins. Aðeins það eitt að sjá Fara- day-hjónin hér í morgun var . . . næstum óbærilegt. Þegar hér var komið sögu var eins og hann harkaði af sér og röddin varð kuldalegri en áður. — Esther og móðir mín voru góðir vinir. Föðurbróðir minn, Henry, tók mig alltaf með, þeg- ar hann fór eitthvað með strák- ana sína. Faðir minn dó, þegar ég var sjö ára gamall. Það er ekki fjarri sanni að segja, að Stephen Faraday, bróðir hans Richard og ég, höfum allir alizt upp saman, þangað til við fórum hver í sinn skóla. Hann hló biturt. - Vinir? Að sjálfsögðu vor- um við það, enda þótt ég hafi ef til vill hrellt þá með hroka mín- um og eigingirni. - Eru ekki flestir hrokafullir og eigingjarnir á einhverju skeiði ævinnar? Er ekki svo um flesta, sérstaklega á gelgjuskeið- inu? — Carol! Þú þekkir mig ekki. Jafnvel móðir mín átti erfitt með að sætta sig við mig. Enginn skildi né vissi, hve ég fyrirleit siálfan mig innst inni, undir hinni þykku skel, sem reyndar var ekki svo þykk. Ég fékk að kenna á því á hverjum einasta degi. Ég var barinn — og ég barði miskunnarlaust á móti. Alla mína bernsku skildi enginn hver ég var í raun og veru. Eg hafði djúpa samúð með honum og var i hugaræsingu, en reyndi að láta ekki á því bera. — Ég var líka í stríðinu, hélt hann áfram, — í Kóreu. Það var einn staðurinn enn, þar sem eng- inn gerði kröfu til að vita hver maður væri og auðvelt var því að fela sinn innri mann. Ég naut hvorki vináttu né félagsskapar þar, og einangraði mig því vilj- andi meira og minna. Það var reyndar þar, sem ég hitti Ro- berts. Hann var í sömu herdeild og ég. , Það var dautt í pípunni hans, hann kveikti aftur í henni sam- stundis, en gekk síðan að hurð- inni til að hlusta eftir Tim. Eina hljóðið sem heyrðist var tifið í stóru gólfklukkunni. — Ég kom aftur. Og það gerði Stephen og Richard einnig. í fyrsta skipti á ævinni áttum við eitthvað sameiginlegt: stríðið. Hann gaut snöggt á mig aug- um, en hélt síðan áfram: — Ég hugsaði mikið um Step- hen og dáðist að hæfni hans sem læknis. Ég fagnaði frelsinu og ferðaðist svolítið um til þess að hafa gott næði til að huga að framtíðaráformum mínum. Ef ég vildi gat ég haldið rannsóknar- störfum mínum áfram í kyrrþey. Eg gat orðið háskólakennari eða bókaútgefandi. Og svo hitti ég Valerie í London. 48 VIKAN 48- tM-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.