Vikan - 11.12.1969, Side 20
— Finnst þér ættjarðarástina
vanta?
— Mér finnst hana alveg
vanta, já. Ég hef talað við ung-
linga, sem segja að þeim sé al-
veg sama hvort þeir væru ís-
lendingar eða eitthvað annað.
Svona nokkuð hefðum við, ég og
mínir félagar, ekki getað sagt í
gamla daga. Nú orðið búa svo
margir fslendingar erlendis, og
það er engu líkara en það þyki
fínt að vera fæddur í stóru
heimsborgunum, New York og
Kaupmannahöfn og London!
Þetta breytist allt með breyttum
tímum. Það er kannski sama
líka, hvar maður er fæddur, bara
ef maður er almennileg mann-
eskja.
Myndin sem prýðir vegginn er altaristafla úr Grímstungukirkju í Vatnsdal, gerð 1782 af Jóni Hallgrímssyni frá Kast-
hvammi í Laxárdal, S.Þing.
Við höfðum alltaf morgun-
söng í skólanum, og það held ég
hafi haft drjúg áhrif til að við-
halda þessu andrúmslofti. Aðal-
lega voru sungin ættjarðarkvæði,
en innan um var kannski einn
og einn sálmur eftir Matthías.
Þið hafið vitaskuld fylgzt
vel með bókmenntum samtím-
ans?
— Ojá, það var bókasafn í
skólanum frá upphafi. Eitthvað
mun hafa brunnið af bókum með
skólahúsinu á Möðruvöllum, ég
held þó furðu lítið. Það var stafli
af pokum í skáp í bókasafninu,
og þegar brann, voru bækurnar
látnar í pokana og þeim hent út
um gluggann. Með því móti mun
hafa tekizt að bjarga miklu fleiri
bókum en ella hefði orðið.
— Faðir þinn var sem sagt í
senn bóndi og kennari, fyrir ut-
an margt annað. Hann hlýtur oft
að hafa átt strangan dag.
— Já, hann átti oft erfitt, því
að auk annars var hann alltaf
heldur heilsutæpur. Á þessum
árum var hann á ferðalögum og
skrifaði Flóru íslands. Hún kom
út 1901. Hann ferðaðist um land-
álar, reyktir lundabaggar og
annað þetta góðgæti, sem
fólki þótti þá. Laufabrauð var
alltaf bakað, mikið af því, og svo
jólakökur, gyðingakökur og
fleira. En raunar var tilbreytnin
í mat óvíða mikil; aðstaða varla
til þess. Þegar ég man fyrst eft-
ir, mátti heita að það væru hlóð-
ir á hverjum bæ. En heima hjá
Þetta langspil var í eigu afa Huldu, Stefáns Stefánssonar frá Heiði í Göngu-
skörðum.
y: v.y.y,
i
mmmm
■
•
—M
■iillii
I I
' I
X ; ■
^7' ’ / v/,/,
■ Á
1?«
L ■ ■ S
ÞÁ HREIFST MAÐUR
FRÁ HVIRFLI TILIUA
ið mestallt til að safna í hana
efni. Það var mikið starf, því að
heldur lítið hafði verið gert að
þessu áður. Raunar hjálpaði Ol-
afur Davíðsson pabba talsvert
við þetta, þegar hann var veik-
ur. Ólafur var minn fyrsti
kennari og mikill vinur okkar
krakkanna. Hann var sérkenni-
legur maður um margt, ákaflega
vel viti borinn og mikill afkasta-
maður, þótt ekki væru allir dag-
ar fullir vinnudagar hjá honum.
— Nú fara jólin í höndy með
öllu sem þeim fylgir. Eg geri
ráð fyrir að þú sjáir nokkurn
mun á þeim nú, frá því sem þau
voru á bernskuárum þínum fyr-
ir norðan.
— Mér finnst jólin hafa verið
mikið hátíðlegri áður; það er bú-
ið að taka af þeim hátíðleikann.
Eða kannski væri réttara að
segja að við hefðum tekið þetta
frá okkur sjalf, Nú leggur fólk
ákaflega mikið upp úr jólagjöf-
um og öllu þessu umstangi. Um-
stangið var raunar fyrir hendi í
gamla daga líka, því að margt
þurfti að gera. Allir á heimilinu
þurftu að fá nýja flík, og þar
sem margt fólk var þurfti mik-
ið að baka. Það voru ákveðnar
kökutegundir og ákveðinn mat-
ur sem hafður var til jólanna,
hangiket og grjónagrautur, mag-
mér var eldavél. En ég held að
óhætt sé að segja að víðast hvar
hafi verið hlóðir framundir fyrri
heimsstyrjöld. Þá fóru að koma
litlar eldavélar. Það var gert
vegna upphitunarinnar, því að
annars var engin upphitun á
bæjunum.
— Hvernig var hátíðahöldun-
um sjálfum háttað, í stórum
dráttum?
— Fyrst var lesinn lesturinn,
áður en setzt var að borðum.
Yfir jólin borðuðu ævinlega all-
ir saman. Annars borðuðu pilt-
arnir í sinni borðstofu, og vinnu-
fólkið við stórt borð í eldhúsinu.
Og gamla fólkið — á heimilinu
voru ömmur mínar báðar og afi
— það borðaði uppi á lofti, hvert
á sínu rúmi og var skammtað.
En á jólunum voru allir við sama
borð. Pabbi las lesturinn og svo
var sungið. Hljóðfæri var ekki,
nema langspih sem afi minn átti,
og á það spilaði hann sálmana.
Yfir þessari máltíð hvíldi alltaf
ákaflega mikill hátíðleiki. Um
gjafir var ekki hugsað, því að
þær tíðkuðust ekki þá, nema
hvað til þess var séð að allir
fengju nýja flík, til að enginn
færi í jólaköttinn. Það þurfti
ekki að vera mikið, piltarnir
fengu kannski milliskyrtu og
krakkarnir skó. En Valtýr bróð-