Vikan


Vikan - 11.12.1969, Side 37

Vikan - 11.12.1969, Side 37
Þetta lýsti henni líklega vel. Hún var örugglega vingjarnleg og einlæg í eðli sínu. Hún treysti því að ekkert yrði að börnum hennar og heimili. Það hafði heldur ekkert skeð, nema að ég var ákveðin í að leggja ekki slíka ábyrgð á mig aftur, og senni- lega gengur henni illa að fá fasta húshjálp. Daginn áður en ég fór til henn- ar hafði ég gert það upp við mig að það eina sem Kate O'Donnel þyrfti væru vingjarnleg viður- kenningarorð fyrir verk sín. Þessi kona gat varla verið vin- gjarnlegri og svo sannarlega var hún þakklát. En samt var eins erfitt að vinna fyrir hana eins og þrælahaldarann. Ekki vegna þess sem hún ætlaðist til né vegna hinna lélegu áhalda, held- ur átti hún það sammerkt með þeirri flauelisklæddu að hún leit alls ekki á húshjálpina sem manneskju. Kate var líka eins- konar róbót í hennar augum, dugleg, móðurleg vera, sem hún gat kastað sinni eigin ábyrgð á. Að mörgu leyti tók ég hana fram yfir þá flauelisklæddu, sem skip- aði mér úr einu verkinu í ann- að, en hún var samt langt frá því að vera ákjósanlegur vinnu- veitandi. Næsta dag komst ég nær hug- myndinni um ákjósanlega hús- móður. Ég fór sem morgunhjálp, og húsmóðir mín tók á móti mér í þröngum íþróttabúningi, vegna þess að hún var í miðjum yoka- æfingum sínum. Við hlið henn- ar var geysistór þýzkur úlfa- hundur, sem hún hélt föstum, vegna þess að hann var nokkuð ógnvekjandi. — Ég vona að þér verðið ekki hræddar við hann, sagði hún, — þeir sem ekki þekkja hann, hrökkva dálítið við. Hún átti líka sjö ketti og eina hvíta kanínu. Ég er mikill dýra- vinur. Einn af beztu vinum mín- um er hundur. En þegar dýrin voru svona mörg, hvert með sín- ar venjur, þá má segja að það sé ekki eftirsóknarvert fyrir hreingerningakonu; það er dá- lítið uggvekjandi að eiga að hreinsa hús, sem er engu líkara en dýragarði. Húsmóðir mín var róleg, hún sagði að yogaæfingarnar gerðu sér gott, og að ég myndi eflaust hafa mjög gott af að stunda slík- ar æfingar. Þetta starf var aðeins í með- allagi furðulegt, hjá því sem síð- degisstarfið hafði upp á að bjóða. Unga konan, sem heilsaði mér við dyrnar á litlu einbýlishúsi, eiginlega sveitabýli, var elsku- leg og brosti eins og erkiengill. Síðan leiddi hún mig inn í eld- hús, þar sem allt var í hræri- graut. Hún var greinilega mjög ánægð að sjá mig. Hún virtist hafa einlægan áhuga á mínum högum ,spurði hvaðan ég væri, hvort ég kynni vel við mig og hvort ég ætti börn. Hún spurði hvort mig langaði ekki til að sjá myndir af börnunum hennar. Þau kæmi heim innan tíðar, og þau væru reglulega elskuleg börn. Og skátaflokkurinn, sem átti að borða hjá henni kvöldmat, (þau voru aðeins átján), væru líka elskulegir krakkar, hvert einasta eitt. Þar sem aðrir hlut- ar hússins litu eins út og eld- húsið, þá datt mér í hug að þessi kvöldverður yrði frekar miðnæt- urmáltíð. Ég var ekki lengi að sjá að allt húsið var í sömu ó- reiðu. Húsmóðir mín sagði að ég skyldi ekki taka þetta hátíðlega, gera aðeins það sem mér þætti sjálfri nauðsynlegt, og svo fór hún út til að kaupa inn til kvöld- verðarins. Meðan hún var í burtu reyndi ég að pæla í gegnum mesta draslið, (ég fann ekkert sem hét húsgagnaáburður), og ég hefði líka ryksogið gólfin, hefði einhver ryksuga verið til. Þarna voru tveir gamlir teppa- hreinsarar, en engin ryksuga. Hún kom aftur úr innkaupa- ferðinni, hlaðin matvælum, og full af lofsyrðum um mig. Allt var dásamlegt, — gæti ég ekki verið svolítið lengur? Ég fram- lengdi vinnutímann um eina og hálfa klukkustund. Nábúakona kom til að hjálpa og öll börnin, eftir því sem þau komu heim úr skólanum. Og með sameiginlegum átökum, var maturinn tilbúinn á réttum tíma. Þegar ég hélt heim á leið, hugsaði ég með mér að það væri einmitt slíkar konur, sem hefðu lag á að láta aðra hjálpa til, og gera það með glöðu geði. Hún gerði alla samstundis að vinum svo hún fengi alltaf vinahjálp, en líklega yrði hún alltaf í vand- ræðum með að fá reglulega hús- hjálp. — Þær hrynja af mér, eins og dauðar flugur, sagði hún í glensi við vinkonur sínar. — Og samt reyni ég að vera hlýleg við þær. Næsti dagur sýndi mér alger- lega aðra hlið. Húsið var lítið, gamalt, frá Viktoríutímabilinu, í gömlu, skemmtilegu hverfi. Hús- móðirin var mjög ung, nýbúin að eignast sitt fyrsta barn. Tvöfald- ir suðupottar stóðu á eldavél- inni, þar sem hún var að sótt- hreinsa pela og túttur; og með- an ég var að hreinsa rakst ég á ein þrjú eintök af barnabók Dr. Spocks. Ég fékk raunverulega ekki tækifæri til að skoða barnið, en því meira sá ég að kettinum Wittington. Unga konan sagði mér að Wittington ætti erfiða daga, hann væri svo afbrýðisamur út í þennan litla keppinaut um hylli hennar. Hún bað mig að reyna að sinna kettinum og vera góð við hann, og klappa honum við og við. Hún sagði að maðurinn hennar (stúdent á síðasta ári) hefði ofan af fyrir honum, þegar Gleðilegri jól með OSRAM jólalýsingu Eyðið ekki jólunum í að leita að ónýtum perum. Osram jólaseríur endast og endast, ár eftir ár. Ef ein peran bilar slökknar ekki á hinum kertunum. Osram úti- og inniseríur með kúlum eða kertum. OSRAM yegna gæðanna Hatkiiatkufiif JfttHÍ- & Ultikurlir H □. VILHJÁLMSSDN l RÁNARGÖTtl 17. SÍMI 19669 >1 50. tbi. VIICAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.