Vikan


Vikan - 11.12.1969, Blaðsíða 49

Vikan - 11.12.1969, Blaðsíða 49
að virða þann vilja minn, að ég vil ekki hafa að þú heimsækir mig. Hann horfði stöðugt á mig, en ég leit undan. Hvers vegna fór hann ekki, hugsaði ég. Hvers vegna lætur hann sér ekki segj- ast og skilur, hvernig í öllu ligg- ur? — Ég má sem sagt hringja í þig, sagði hann lágt, en vin- gjarnlega. Mér fannst á rödd hans, eins og hann hefði skilið mig. Ég leit upp, hló og mér var orðið léttara í skapi. — Já, svo sannarlega. Hann reis á fætur og bjó sig undir að fara, en Tim togaði í handlegginn á honum og sagði bænarrómi: — Geturðu ekki hjálpað mér að synda svolítið? Eric beygði sig niður til þess að lyfta honum upp, en ég sagði höstugum rómi: — Herra Morgan vill helzt gera það sjálfur. Hann er hrædd- ur um, að eitthvað komi fyrir Tim, síðan þetta gerðist . . . . Og þá gat ég ekki stillt mig um að spyrja: — Eric, varst þú hér, þegar þetta gerðist . . . — Nei, ég var staddur erlend- is þá. En kunningi minn, Ted, sem er lögregluþjónn, hefur sagt mér frá því. Þegar hann sá það sem lá hér fyrir neðan klettana, sagðist hann hafa helzt viljað hlaupa í burtu. Hann óttaðist, að hann mundi ekki þola að koma nærri því og bresta í grát. Eric svipaðist um eftir Tim, og sá, að hann heyrði ekki það sem þeim fór á milli. — Síðan sá Ted, að barnið hreyfði sig . . . Við þögðum bæði stundarkorn. Hin stutta frásögn hans hafði verið skelfileg, en samt var eins og mér létti, þegar hann hafði lokið henni. Nú vissi ég, að Valeri hafði dáið, eins og Rees sagði. Þegar Eric hafði siglt út úr víkinni, fékk ég ákaft samvizku- bit vegna þess, að ég skyldi ekki segja honum sannleikann hreint út! Að enginn karlmaður væri mér neins virði nema Rees. Nú var það of seint í þetta skipti, og mér fannst ég hafa svikið báða. En þegar Rees kom heim um kvöldið og við gengum saman eftir ströndinni, rétt i þann mund sem sólin var að setjast, fannst mér eins og ekkert væri til nema við tvö. Framhald í næsta blaði. 5°. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.