Vikan


Vikan - 22.12.1969, Síða 5

Vikan - 22.12.1969, Síða 5
FLYÐI FRÁ MENNINGARBYLTINGU MAO FORMANNS • vísur vikunnar Margt fer stundum öfugt á ísaköldu láði oft við sérhver áramót illa margur spáði og álfar bregða enn á leik uppí stjórnarráði. Geigur enn við gengishrun grípur margan landann aðrir dýrka dufl og spil og draga léttar andann og Gylfi trúir ennþá að Efta leysi vandann. HANN FÉKK ÓSK SÍNA UPPFYLLTA Lai Ying fæddist í Canton í Kína árið 1937. Þegar Mao gerði byltingu sína í landinu varð hún strax ákafur fylgifiskur hans en hélt samt áfram að trúa á Guð og að sækja sínar kaþólsku mess- ur. Foreldrar hennar flúðu þó til Hong Kong til að halda áfram að reka verzlun sína þar, og Lai Ying skrapp þangað öðru hvoru í heimsókn. En Mao var ekki hrifinn af því að Lai skyldi hafa aðra guði en sig, og 1957 var henni stungið í tugthús, eða „vinnubúðir“ eins og það er kallað í Kína. Nýlega gaf hún út bók um veru sína þar og FUGLAR SPRENGDIR f Styrjaldir geisa nú í mörgum ríkjum Afríku, sem kunnugt er, þar á meðal í Tansaníu. Tansan- íumenn eiga þó hvorki í stríði við sjálfa sig eða önnur Afríku- ríki, heldur pinkulítinn spörfugl með rauða fætur, sem eftir myndum að dæma minnir tals- vert á auðnutittling í útliti. Fugl þessi, sem gengur undir nafninu Súdansfuglinn, er út- breiddur um mestalla Mið- Afríku en hvað algengastur aust- an til. Og það er þar, sem hann lætur mest að sér kveða. Þangað til alveg nýverið var þessi aumingja fugl ekki meiri skaðvaldur en frændur hans aðr- ir víðs vegar á hnettinum; aðal- fæða hans þá voru fræ, líkt og forfeðra hans í nokkrar trilljón- ir kynslóða. En það eru fleiri en mennirnir, sem kunna að breyta lífsháttum sínum í samræmi við rrv- tíma. og þar kom að Súdans- fuelinn komst upp á að éta maís, sem bændur Austur-Afríku rækta í stórum stíl. Fuglinum geðjaðist prýðileea að fæðis- ^rov+íngunni og vill nú alls ekk- ert éta nema maís. Hann þrífst ágætlega á þessu með þeim af- loi«in»um að honum fjölgar óskaplega. hvernig henni tókst að flýja menningarbyltinguna eftir að hún hafði verið látin laus. Lýs- ingarnar eru ijótar, svo ljótar, að ekki er hægt að hafa þær eft- ir á prenti. En nú hefur Lai Ying tekizt að komast til Hong Kong og þar býr hún ásamt foreldrum sínum -— sem hún sér fyrir með þeim peningum sem hún fékk fyrir að selja bandarísku bóka- forlagi einkaréttinn á sögu sinni. Verður ævisaga ungfrú Ying væntanlega notuð til að kenna bandarískum skólakrökkum allt um Kínverska alþýðulýðveldið. ☆ LOFT UPP Skaðann sem þessi örsmái, rauðfætti ræningi veldur, má marka á því, að þótt hann sé að- eins níu sentimetra hár, þá étur hann á einni viku þyngd sína sjöfalda. Það þýðir pund af maís á fugl í hverri viku. Og enginn veit hve margar fuglamilljónir herja á akrana daglega. Súdansfuglinr, herjar hvað grimmilegast í Tansaníu, og þar hefur stjórnin gripið til örþrifa- ráða til að fækka honum. Er her landsins beitt í þessu stríði ásamt orrustuflugvélum, sprengjum og öllum þeim öðrum tæknilegu drápsáhöldum, sem annars er ekki siður að beita nema gegn fólki. Stór svæði, þar sem fugl- inn hefst við, eru umkringd, og hann flæmdur með ópum og lát- um á ákveðna staði, þar sem vítisvélar níða faldar. Með þessu móti tekst að koma ótölulesum grúa fugla í hel. en enn sér ekki högg á vatni. Komið hefur til orða að nota eiturgas í þessum hernaði, ef allt annað þrýtur. en mörgum hrýs hugur við slíku, því að hætt er við að gasið yrði einhverjum fleirum að tióni en fuglunum einum, ef því væri beitt. ■ír David Tagg er nitján ára og hefur legið rúmfastur í átta ár á sjúkrahúsi í Hudderfield i Yorks- hire, sleginn lömunarsjúkdómi og hefur ekki neina von um fótaferð. En hann hefur svo mikinn áhuga á fótbolta, að hann sér hverja ein- ustu útsendingu frá fótboltakapp- leikjum, þar sem Huddersfieldlið- ið leikur. Hann dreymdi um að fá að sjá hetjur sínar „raunverulega", og þegar fyrirliði þeirra heyrði þetta kom hann því til leiðar að David var fluttur i rúmi sínu út að fótboltavellinum, þar sem þeir léku móti Blackpool og unnu 2—0. 52. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.