Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 7
frægra manna, hvernig naggið
eyðilagði hjónabönd, sem höfðu
annars öll skilyrði til að verða
hamingjusöm.
Fyrst nefnir hann hjónaband
Napoleons II., frænda Napoleons
Bonaparte, en hann giftist Marie
Eugénie Augustinc Montijo,
greifaynju af Teba, sem talin var
ein fegursta kona heims í sinni
samtíð. f upphafi hjónabandsins
voru þau bæði innilega ástfangin
og óumræðilega hamingjusöm.
En með tímanum eyðilagði nagg
konunnar, nöldur hennar, tor-
tryggni og afbrýðisemi, þetta
hjónaband, sem fór svo glæsilega
af stað. Hún unni honum aldrei
friðar, næðis og einveru, heldur
ruddist hún inn til hans í tíma
og ótíma, jafnvel þótt hann væri
önnum kafinn við stjórnarstörf
eða á mikilvægum ráðstefnum,
og hún átti það til að ausa yfir
hann brigzlyrðum sínum og ásök-
unum um, að hann vanrækti sig
og legði jafnvel lag sitt við aðr-
ar konur.
Og hver var afleiðingin af
þessari tortryggni og þessu linnu-
lausa naggi, nöldri og reiðiköst-
um?
Sú, að þetta hjónaband, sem
fór svo vel af stað, gjöreyðilagð-
ist í eiturbrælu nöldursins og
naggsins."
Napoleon III, sem hafði elskað
konu sína takmarkalaust og þal-
að lengi nöldur hennar, tor-
tryggni, brigzl og afbrýðisemi,
gafst að Iokum hreinlega upp á
konu sinni og fór að læðast út á
kvöldin og nóttinni í dulargervi
með einhverjum trúnaðarvinum
sínub til þess að lyfta sér upp.
Hann hætti bókstaflega að þola
konuna, sem liann hafði eitt sinn
elskað svo takmarkalaust.
Naggið og nöldrið eyðilagði
þetta glæsilega hjónaband.
Annað dæmi, sem Carnegie
nefnir, er hjónaband hins fræga
rússneska rithöfundar, Leo Tol-
stoj.
Þau hjónin böfðu öll skilyrði
til þess að lifa mjög hamingju-
sömu Iífi og gerðu það líka í
fyrstunni. En stöðugt og eitrandi
nöldur, rex, pex og aðfinnslur
frú Tolstoj við mann sinn olli því
að hann hætti að þola hana, og
nærvera hennar var honum svo
óbærileg, að þegar hann var 82ja
ára gamall yfirgaf hann hana og
heimili sitt í kulda og hríð eina
októbernótt árið 1910 og labbaði
út án annars fyrirheits en að
losna undan óþolandi naggi konu
sinnar. Ellefu dögum seinna dó
hann úr lungnabólgu vegna vos-
búðarinnar. Og á dánardægri
sínu bannaði hann að kona hans
fengi að koma til hans.
Þannig fór nöldrið, stöðugu að-
finnslurnar og jagið með þetta
hjónaband, sem var þó svo ást-
ríkt og farsælt í upphafi."
Soffía
Kæri Póstur!
Þú sem allt bykist vita og leys-
ir spekingslega öll vandamál
jarðlífsins. Gætir þú sagt mér
hvað nafnið Soffía þýðir. Einu
sinni var mér sagt, að það þýddi
gáfur, en ég trúði því nú rétt
mátulega, hélt að hér væri um
að ræða spaug hjá viðkomandi
aðila og hann væri að sneiða að
því, hversu heimsk ég væri. Nú
um daginn sagði sprenglærður
vinur minn, að nafnið mitt, Soff-
ía, sem mér hefur alltaf fundizt
frámunalega ljótt og andstyggi-
legt, ' að það þýddi fegurð. fig
er dauðhrædd um, að hann hafi
líka verið að gera gys að mér og
hafi með þessu verið að gefa í
skyn, að honum þætti ég heldur
ófríð útlits.
Er þetta kannski tóm við-
kvæmni og vitleysa hjá mér?
Hvað þýðir nafnið Soffía í raun
og veru. Svaraðu þessu bréfi
mínu nú fljótt og vel og vertu
ekki með neiina útúrsnúninga.
Svar þitt getur haft alvarlegar
afleiðingar fyrir mig, hvað snert- •
ir viðhorf mitt til áðurereindra
manna, því að báða umgengst ég
mikið og er hrifin af þeim, að ég
taki ekki sterkara til orða.
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna.
Þín, Soffía.
P.S. Hvernig er skriftin.
Ef þú ert að hugsa um að binda
trúss þitt við annanhvorn þess-
ara manna, sem þú nefndir, þá
er líklega vænlegra að halla sér
að hinum fyrrnefnda. Báðir hafa
rangt fyrir sér, en hann er nær
réttu lagi. Soffía þýðir VIZKA.
Samtök einstæðra
mæðra
Kæri Póstur.
Ég er ein af þessum ótalmörgu
einstæðu mæðrum, sem loksins
hafa stofnað með sér samtök. Það
var ekki seinna vænna að eitt-
hvað væri gert í þessu nauð-
synjamáli. Nú langar mig til að
mælast til þess við Vikuna, af
því að svo margar konur lesa
hana að staðaldri, hvort hún gæti
ekki birt ítarlega grein um kjör
einstæðra mæðra hér á landi til
þess að sýna svart á hvítu, hversu
nauðsynlegt var að gera eitthvað
í málinu. Um leið mætti eiga
viðtal við einhvern úr stjórn hins
nýja félags.
Ég vona, að þú leggir þessu
máli lið, kæra Vika mín.
Með þökk fyrir birtinguna.
Einstæð móðir.
Málið er í athugun.
Strákurinn, sem ég er me8,
gaf mér minnsta kveikjara sem
é ghef séð — svo lítinn að ég fæ
varla nógu litla steina i hann.
Annar strákur gaf mér kveikjara,
sem hann keypti í siglingu
— honum er fleygt þegar
hann er tómur. Ekki man ég,
hvorn ég lét róa fyrr,
kveikjarann eSa strákinn.
Ég er alltaf að kaupa
eldspýtur, en þær misfarast
með ýmsum hætti.
En eld þarf ég að hafa.
Hver vill
gefa mér
RONSON?
TILVALINN TIL JÖLAGJAFA
Mig langar svo í einhvern af þessum
Adonis gas kveikjari Empress gas kveikjari
Til gefenda RONSON kveikjara: Áíyllingin tekur
5 sekúndur, og endist svo mánuðum skiptir. Og
kveikjarinn. — Hann getur enzt að eilífu.
RONSON
Einkaumboð:
I. GnhnundssoD t Co. kf.
52. tw. VIKAN 7