Vikan - 22.12.1969, Qupperneq 22
upp, í áttina til hennar, en hún
hörfaði undan Hún hélt sér fast í
handriðið, og lágvær stuna leið af
vörum hennar. Nú var horfið allt
hennar stolt og hugrekki, sjálfs-
öryggí og ró. Hún var hrædd.
— Þú ert konan mín, saaði Frank,
með sömu ísköldu röddinni. —
Komdu með mér! Þú heyrir vonandi
það sem ég er að segja?
Hann gat náð t'l hennar nú.
Hann þreif í handlegg hennar og
dró hana til sín. En Batsheba strit-
aðizt á móti. Hræðslan yfirbugaði
skynsemina.
— Nei, stundi hún. Nei, nei!
En hann var sterkari. Hann þreif
hana til sín og hún hafði ekki
þrek til að halda sér fastri í hand-
riðið. Hann var henni yfirsterkari.
Bat'heba revndi af alefli að losna
úr greipum hans, og hún var farin
að kjökra hástöfum.
Enginn gestanna kom upo
nokkru orði. Augu þeirra voru sem
negld við Batshebu og Frank. Fólk-
ið trúði ekki sínum eia:n augum.
og hörfaði aftur á bak, eins og það
hefði séð draug. Enqinn hafði rænu
á að koma henni til hiálpar.
Að einum undanskildum . . .
Það tók enginn eftir því að
William Boldwood hreyfði sia,
enda hefði það engu breytt, það
gat enq:nn aftrað honum. Hann
stóð við veizluborðið í forsalnum,
og að baki hans voru veiðibyssurnar
hans, allar gljáfægðar og hlaðnar.
Skotið rauf þögnina, rétt eftir að
Batsheba hafði rekið upp óp. Frank
Troy stóð _ grafkyrr, þráðbeinn og
náfölur, í eina sekúndu, — eða að-
eins brot af sekúndu. Svo losnaði
tak hans á handlegg Batshebu, og
hann leið niður við fætur hennar.
Þá, — þá fyrst heyrðist fyrsta
angista rópið.
Batsheba þrýsti krepptum hnefun-
um að munni sér.
— Frank! andvarpaði hún.
Hann hreyfði sig ekki. Hann
svaraði ekki. Hann lá þar sem hann
hafði fallið, og við borðið í for-
salnum stóð William Boldwood,
með rjúkandi riffilinn í höndun-
um. Augu hans voru stjörf.
— Frank! hrópaði Batsheba, utan
9. HLUTI - NIÐURLAG
Nú er komið að sögu-
lokum. Þessi síðasti
kafli segir frá afdrifa-
ríkum atvikum. -
Tveir af karlmönnun-
um í lífi Batshebu
Everdene hverfa af
sjónarsviðinu.......
Fjarri heimsins glaumi
Það varð dauðaþögn meðal gest-
anna í forsalnum. Allir urðu sem
steinrunnir. Hláturinn fjaraði út og
skelfingin skein úr augum fólksins.
Frank Troy var risinn upp frá dauð-
um! Hann var kominn aftur. —
kom einmitt á því augnabliki, sem
Boldwood ætlaði að fara að til-
kynna trúlofun þeirra Batshebu.
Enginn sagði orð.
Frank rétti höndina skipandi í
áttina til Batshebu, sem ennþá
stóð miðja vegu í stiganum.
— Ég er hingað kominn til að
sækja þig, sagði hann, og svipur
hans var hörkulegur.
Hún svaraði ekki. Hún fálmaði
eftir handriðinu, til að fá stuðn-
ing. Þetta gat ekki verið raun-
veruleiki. — Þetta hlaut að vera
hræðileg martröð. Frank var látinn!
En nú sá hún dökk augu hans, and-
spænis sér, og þau skutu gneistum,
það var greinilegt að hann var
þarna kominn Ijóslifandi.
— Batsheba, endurtók hann í
skipunarróm, — ég er kominn til
að sækja þig. Hann gekk tvö þrep
við sig af örvæntingu. — Frank!
Frank! Hún fleygði sér niður við
hlið hans, og strauk blíðlega stirðn-
að andlit hans. Hvít skyrtan varð
fljótlega rauð af blóðinu, sem
streymdi úr brjósti hans. Hún tók
vasaklútinn sinn og reyndi að
þurrka það mesta og stöðva blóð-
rennslið.
— Leyfið mér að líta á hann.
Það var róleg rödd, sem greini-
lega var því vönust að láta hlýða
sér, sem heyrðist ofan af loftinu.
Það var læknirinn. Hann lagðist á
kné við hlið fallna mannsins,
strauk yfir enni hans og lyfti augn-
lokunum.
— Það er, því miður, ekkert
sem ég get gert, sagði hann hljóð-
látlega. — Mér þykir það leiðinlegt,
frú Troy.
En Batsheba heyrði ekki orð
hans. Hún gerði sér ekki Ijóst það
sem skeð hafði. Hún sá ekki ann-
að en þetta náföla andlit.
— Frank, ó, Frank Hún grét
ákaft.
— Astin mín, hvíslaði hún ör-
22 VIKAN 52 tbl