Vikan - 22.12.1969, Qupperneq 39
vildu ekki framfylgja viðskipta-
banninu, og tók af þeim Finn-
land. En þegar frá leið, vann
tíminn fyrir Breta. Eftir Trafalg-
arbardaga var Napóleon svo til
flotalaus og innrás í England kom
ekki framar til greina. Honum
þótti Spánverjcir framfylgja
hafnbanninu linlega og tók því
til ráða, sem voru dæmigerð fyr-
ir hann: steypti af stóli konungs-
ætt þeirra, sem var grein af hin-
um fyrirlitnu Búrbónum, og hóf
Jósef bróður sinn í hásætið í
staðinn. Galanthomminn Murat
var í stað hans settur yfir Na-
pólí.
Þarna sýndi Napóleon ótrú-
lega glópsku; kastilíönsk skap-
gerð er næsta lík þeirri korsí-
könsku og keisarinn hefði átt að
þekkja sitt fólk betur. Spánverj-
ar töldu sér grófa svívirðu gerða
með þessari afskiptasemi og
gerðu uppreisn, sem naut stuðn-
ings flestra stétta þjóðfélagsins.
Hin afturhaldssama klerkastétt,
sem hataðist við Napóleon sem
afsprengi bvltingarinnar, blés að
kolunum af öllum mætti og þjóð-
ernisstolti almúgans var misboð-
ið. Þannig hófst hin fræga
spænska guerilla; orðið þýðir eig-
inlega „smástríð" á frummálinu
og hefur síðan verið alþjóðaorð
yfir skæruhernað.
Bretar gripu gás meðan gafst
og landsettu her undir forustu
Wellingtons hertoga á íbera-
skaga. Eftir það var ekki um frið
að ræða í þeim löndum fyrr en
Frakkland Napóleons var fallið.
En meðan Frakkar höfðu ekki í
önnur horn að líta, stóð þeim
enginn meiriháttar voði af Well-
ington og Spánverjum. En ófrið-
arhornunum fór fjölgandi.
Þjóðverjar urðu næstir til að
bæra á sér. Til þessa höfðu þeir
hlýtt Napóleoni af þeim undir-
lægjuhætti, sem oftar hefur ver-
ið týpískur fyrir þá, en róman-
tíkin hafði gert þá að meira
menningarfólki en nokkurntíma
fyrr og vakið með þeim sjálfs-
traust nokkuð og þjóðerniskennd
nýrrar tegundar. Til þessa hafði
þjóðerniskennd manna lengstum
markast af tryggð við konung og
ríki; hjá þýzku rómantistunum
varð hún einkum bundin við
land og tungumál. Þessi nýja
kennd fór eins og logi yfir akur
næstu árin. Hún olli miklu um
fall Napóleons og hefur haft gíf-
urleg áhrif á gang mála í heim-
inum til þessa dags, yfirleitt mið-
ur heillavænleg.
Andspyrna Þjóðverja var lengi
framan af aðeins biind(in við
Prússland, sem Frakkar höfðu
líka leikið verst allra sinna óvina.
Meðal forustumanna hreyfingar-
innar, sem dró auðvitað í sig
mikinn kjark af dæmi Spánverja,
voru umbótasinnaðir stjórnmála-
menn eins og Stein fríherra og
von Hardenberg, heimspekingar
og sagnfræðingar á borð við
Fichte og Arndt og herforingjar
eins og Scharnhorst og Gneisen-
au. Á vegum samtakanna var
stofnuð neðanjarðarhreyfing,
svokallað Dyggðarfélag (Tugend-
bund), sem olli Napóleoni nokkr-
um áhyggjum, þótt það yrði hon-
um aldrei til neinna vandræða á
borð við Spánverja.
Þessi vaxandi óró í leppríkjum
Napóleons varð til þess að Aust-
urríkismenn, sem voru sárbeiskir
eftir síendurteknar hrakfarir fyr-
ir Frökkum, mönnuðu sig upp í
að troða vígaslóð á ný, árið 1809.
Þeir börðust djarflegar en
nokkru sinni fyrr og höfðu betur
í orrustu við þorpin Aspern og
Essling. Sigurinn var lítill og
hafði engin úrslitaáhrif hernað-
arlega, en hitt skipti mestu máli
að Napóleon hafði sjálfur stýrt
franska liðinu, er ósigur beið.
Þetta var í fyrsta sinn að hann
beið sjálfur lægra hlut í bar-
daga. Þessi tíðindi spurðust víða
og þóttu mikil, því að til þessa
hafði Frakkakeisari sjálfur verið
haldinn ósigrandi með öllu, þótt
vera kynni að marskálkar hans
væru nógu mannlegir til að tapa
skæru endrum og eins.
En hvað sem því leið, þá sigr-
aði Napóleon Austurríki í þetta
sinn sem önnur. Það gerðist i
orrustu mikilli við Wagram í
Móravíu, skammt frá gamla víg-
vellinum við Austerlitz, og við
eftirfarandi friðarsamninga í
Schönbrunn-höll neyddi hann
Frans keisara til að láta af hendi
mikil landflæmi með hálfri
fjórðu milljón íbúa.
Sama ár slitnaði endanlega upp
úr með þeim Napóleoni og Tall-
eyrand. Sá síðarnefndi var orð-
inn sannfærður um að pólitík
keisarans myndi um síðir eyði-
leggja Frakkland, ef henni yrði
ekki breytt, og var því farinn að
plotta gegn honum, þar á meðal
með Fouché innanríkisráðherra
og Rússakeisara. Um bandalag
þeirra Talleyrands og Fouchés
var síðar sagt: þar leiðast þeir
Löstur og Glæpur. Napóleon fékk
veður af þessu, kallaði ráðherr-
ann fyrir sig og hellti yfir hann
blóðugum skömmum. „Þér eruð
þjófur, ragmenni og svikari,“
æpti keisarinn „Þér trúið ekki
á Guð og hafið alla yðar hunds-
tíð forsómað skyldur yðar. Þér
hafið svikið allt og alla. Yður er
ekkert heilagt; þér mynduð meira
að segja selja föður yðar ef ein-
hver byði í hann. Það væri mak-
legast að ég mélaði yður eins og
glas.“ Þótt allt þetta væri varla
nema satt, þá áttu næstu ár eftir
að sýna að Talleyrand vissi hvað
hann söng um hin pólitísku veð-
ur álfunnar. Allt um það svipti
HVAR ER UXIN HAHS NÍA?
Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur
falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð-
um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð-
launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram-
leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói.
Síðast er dregið var hlaut verðlaunin:
Hrönn Axelsdóttir, Bæjarhvammi 2.
Nafn
Helmili
Örkln er á bls.
Vinnínganna má vitja í skrifstofu Vikunnar.
52.
V.