Vikan - 12.02.1970, Síða 4
Oft hefur höndin lítiS, þegar hug-
urinn hefur mikið.
íslenzkur málsháttur.
0 fólk í fréttunum
Það er ekki langt síðan Richard M. Nixon,
Bandaríkjaforseti, varð að lúta í lægra
haldi fyrir þjóðþinginu í landi sínu, í
sambandi við val hæstaréttardómara, og
var það álitið alvarlegasta áfall sem hann
hafði orðið fyrir á forsetaferli sínum. Nú
hefur hann tilnefnt annan mann í em-
bættið og um hann hefur staðið töluverð-
ur styr. Sá heitir GEORGE HAROLD
CARSWELL, og það sem honum hefur
helzt verið fundið til foráttu er það, að
fyrir 22 árum flutti hann ræðu sem allir
eru ekki sáttir við í dag. Það var árið
1948 sem Carswell flutti þessa ræðu, í baráttu sinni (sem hann svo
tapaði) við að komast inn í ríkisþingið í Georgíu. í þessari ræðu
hélt hann því fram, að það væri sin einlæg skoðun að kynþættirnir
ættu að vera aðskildir; að hvíti kynstofninn væri æðri og að eftir
því myndi hann stjórna, kæmist hann til valda.
Þetta var mikið áfall fyrir Mitchell, dómsmálaráðherra, og FBI,
en báðir aðilarnir höfðu „þaulkannað“ feril þessa vafasama dómara.
Hitt er annað mál, að nú finnst Carswell þetta ljót orð, og ekkert er
athugavert við það, að menn skipti um skoðun einu sinni eða tvisv-
Frú DWIGHT D. EISENHOWER, .eða
MAMIE, eins og hún er venjulega köll-
uð, skrifaði nýlega grein í bandaríska
tímaritið Reader's Digest, og var það lík-
ast ástarbréfi til látins eiginmanns henn-
ar. „En,“ segir Mamie, „við rifumst við og
við.“ Eitt rifrildið átti sér stað við matar-
borðið, rétt eftir að þau voru gift. „Til
að leggja áherzlu á reiði mína og það sem
ég var að segja,“ skrifaði hún, „sló ég með
hendi minni á handarbakið á honum, sem
lá á borðinu. Hringurinn min nhitti ná-
kvæmlega á steininn í West Point-hringn-
um hans, og braut hann með það sama. Hann leit á mig eitt andar-
tak. mjög sorgmæddur, og sagði síðan hljóðlega: „Unga mær, fyrir
svona skap skaltu fá að kaupa mér nýjan hring —- með þínum eigin
peningum." Og það gerði ég — enda þótt það hafi nálega sett mig
Einn frægasti leikritahöfundur Banda-
ríkjanna um þessar mundir er NEIL SIM-
ON. Hann hefur skrifað einhver ósköp af
leikritum og kvikmyndir hafa verið gerð-
ar eftir nokkrum þeirra, þar á meðal
„Barefoot in the Park“, sem sýnd var í
Háskólabíói fyrir um ári síðan. Annað
leikrita hans heitir „The Odd Couple",
stórkostlega fyndið, og væri óskandi að
annað leikhúsanna hér tæki að sér að
flytja það við tækifæri. Simon er Gyð-
ingur, og segir það útskýra allt saman.
Og þetta „allt sarnan" er spurningin um
það, hvers vegna hann hættir ekki að skriía, fyrst hann á alla þessa
peninga sem hann er að kvarta yfir? „É'g reikna með, að það sé
þessi gyðinglega sektartilfinning sem myndi hertaka mig. Málshátt-
urinn segir: — Þeir einir eiga skilið að uppskera sem vinna. Og mig
langar til að borga fyrir sjálfan mig. Ég ber ekki eins litla virðingu
fyrir neinum og þeim sem eru fæddir ríkir og gera lítið við líf sitt.“
ar a 22 arum.
NUNNA KYNNIST
ÁSTINNI
Þegar Katia, sýningastjarna
hjá tízkukónginum Yves Saint-
Laurent, gengur fram á sýninga-
pallinn, þá standa augu áhorf-
enda á stilkum. Og það er ekki
áð ástæðulausu: Fyrir nokkrum
mánuðum hét Katia systir Anna-
Maria, og var nunna í klaustri
hinnar heilögu Teresu í Avila á
Spáni. Anna-Maria rauf heit sitt
við guð, þegar hún kynntist ung-
um Frakka og varð mjög ást-
fangin af honum. Hún kynntist
honum í fjölskyldusamkvæmi.
— Ég hafði aidrei neina sér-
staka löngun til að lifa eins og
nunna, segir hún nú. En foreldr-
ar mínir fóru frá Spáni og skildu
mig eftir í umsjá Mariu Postel,
abbadísar. Þá var ég aðeins fjög-
urra ára Það var því eins og
hver annar sjálfsagður hlutur að
ég gerðist nunna, það var vilji
fóstru minnar.
í fimm ár lifði Anna-Maria
eftir ströngum reglum klausturs-
ins, þangað til hún var viðstödd
fermingu frænda síns, og þar
hitti hún Michae) Renoma, klæð-
skerameistara frá París.
Hann hafði svo dásamleg
STUTT
OG
LAG-
GOTT
Og svo var það stúlkan,
sem sagði að lokinni leik-
húsferð: „Satt að segja
veit ég ekki um hvað leik-
ritið fjallaði. Ég gat ekki
sett upp gleraugun vegna
fölsku augnháranna."
Michael og Katia eru mjög ástfangin.
Hún var ljómandi snotur í nunnu-
kuflinum, en ekki síður í pínupilsi.
augu, segir Anna-Maria. — Ég
roðnaði af smán og faldi mig
bak við hina gestina. En ég vildi
hitta hann aftui.
Nokkrum dögum síðar laum-
aðist hún út úr klaustrinu, rétt
fyrir messu, til að fara á leyni-
legt stefnumót við Michael Ren-
oma.
Nokkrum vikum síðar notaði
Anna-Maria sér jarðarför ætt-
ingja síns, og strauk til Parísar.
Hún lagði frá sér nunnublæj-
una og gerðist sýningarstúlka
hjá hinum þekkta tízkuteiknara.
Michael segir: — Nú gengur
hún í pínupilsunum, sem eru
þau stytztu í París. ... "ú
GI’S LÍKA ( LAOS
Formaður utanríkismálanefnd-
ar Bandaríkjaþings, William Ful-
bright, upplýsti nýlega að á
hverju ári eyddu Bandaríkin
rúmlega einum milljarði ísl. kr.
til þess að viðhalda 36.000 manna
herliði í Laos; yfirlýsing sem
kom á óvart, því bandarísk
stjórnarvöld hafa sífellt neitað
að í Laos væri nokkur banda-
rískur her. Er þetta aðallega
samansafn úr flugher, og allt úr-
valshermenn.
4 VIKAN
7. tbl.