Vikan


Vikan - 12.02.1970, Síða 9

Vikan - 12.02.1970, Síða 9
Sophia Loren og Carlo Ponti hafa ekki fyrr upplifað eins dá- samlega hátíðisdaga, eins og nú, þegar þau tóku sér gott jólafrí HAMINGJUDAKAR MED CARLITO og nutu þess að halda jól í fyrsta sinn með hinum margþráða syni sínum..... — Nú veit ég fyrst hvernig regluleg jólahátíð er, eftir að hafa séð jólaljósin speglast í augum drengsins míns, segir Sophia Loren. Hún naut þess að sjá hann taka upp jólagjafirnar og grípa jólakúlur í litlu feitu lófana sína. Þau hjónin eru leið yfir þvl að þurfa oft að vera I burtu frá syni sínum, en það er örugglega látið fara vel um Carlito litla og svo reyna þau að hafa hann með sér eins oft og þau geta, enda er hann orðinn eins árs og Sophia segir að það sé nauðsynlegt að foreldrarnir tali sem mest við hann. Carlo Ponti er á sama máli. — Ég þurfti að klípa sjálfan mig í handlegginn, til að vita að þetta er veruleiki en ekki draumur, segir hann, þegar hann talar um ham- ingju þeirra hjóna .... ☆ 7. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.