Vikan


Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 12

Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 12
Svona hafði hann legiS í fjórtán mánuSi, eins og dauður hlutur, en þó meS augu og eyru og starfandi heila .... HLUSTAÐ GEGNUM ÞIL SMÁSAGA EFTIR DENISE LUCE 12 VIKAN 7 tbl Það marraði í ruggustóln- um í herberginu við hliðina, um leið og aðstoðarlæknirinn spratt á fætur. — Þetta er með berum orðum morð, sagði hann. Röddin, sem var hærri en venja var til, vegna þess að honum hafði hitnað í skapi, heyrðist greinilega gegnum þunnt þilið. Sjúklingurinn opnaði aug- un, en hreyfði sig ekki í rúm- inu. Hann gat hvorki hreyft sig eða talað. Svona hafði hann legið í fjórtán mánuði, eins og dauð- ur hlutur, en þó með augu og eyru og starfandi heila. Þeir hjúkruðu honum og nostruðu við hann og hann gat horft á þá. Hann sneri þannig að hann gat horft út um gluggann og fylgdi með augunum þeim, sem framhjá gengu — búðarsendlunum og póstinum, og einstöku sinn- um kom einhver í heimsókn. Og stundum flaug fugl framhjá glugganum. Rétt áð- an hafði liann séð dúfu flögra hjá. Hún var líklega að eltast við baunirnar, sem Dóra hafði verið að sá í garðinn. Ilugur hans hafði komizt í æsing, er hann heyrði rödd aðstoðarlæknisins í næsta her- bergi: — En það væri morð! Læknirinn svaraði ekki strax. Hann hlaut að hafa gengið að arinhillunni, þar sem eldspýturnar og vindling- arnir voru, því að nú heyrði hann hringla í eldspýtustokk. Hann kveikti sér í vindlingi og settist í hægindastólinn, sem marraði undan þvngslun- um. — Nú, jæja með berum orðum; víst er það morð. Og hvað svo? — Já, en guð sé oss næst- ur. Þér getið ekki gert þetta. — Ekki það? Það hefur komið fyrir fyrr en í dag, og þér hafið áreiðanlega reynt í yðar starfi, að fleiri en einn læknir hefur gert það. Nei, ef til vill ekki í svona tilfelli, en þegar einhver veslingur hefur barizt lengi við dauð- ann, — hefur yður sjálfum þá ekki fundizt, að of stór morfínskammtur geti komið að góðu haldi? — Jú, en þá hefur verið öðru máli að gegna. — Er það? Svo að þér álít- ið þá, að hið líkamlega dauða- stríð sé verra en endalaust andlegt víti. Það þætti mér gaman að vita. Veiki maðurinn varð allt í einu forvitinn að heyra meira. Þetta var samtal sem snerti hið raunverulega líf. Fólk, sem kom til þess að heim- sækja hann sagði aldrei neitt ])essu líkt. Það talaði um eitt- hvað annað og hann gat aldr- ei látið á sér skilja, hvort það sem það var að tala um, væri honum til skemmtunar eða leiðinda. Það talaði ýmist um veðrið eða ættingjana. Aðeins Dóra blessunin hafði vit á að tala um hvernig gengi í verksmiðjunni. En þetta þarna innan úr herberginu var ræða lífsins. Hvern skyldu þeir vera að tala um? lmgsaði hann. Lík- lega einhvern af sjúklingum læknisins. Skyldi það vera einhver sem hann þekkti? Aðstoðarhæknirinn sagði eitthvað, sem hann átti erfitt. með að greina, því að hann hafði auðheyrilega hallað sér fram og vildi ekki horfast í augu við lækninn. — Og mannlegt líf er ó- hrekjanlegt og heilagt, er ekki svo? hevrðist læknirinn segja með skýrri rödd og ákveðinni. — T því er ég yð- ur alveg sammála. Því meira líf og lífsþróttur, því meiri réttur. En hvers líf er mest

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.