Vikan - 12.02.1970, Síða 14
Shady hættir
Þær sögur hafa gengið um í
nokkurn tíma, að Shady Owens,
söngkona Trúbrots, sé að hætta.
Því miður hafa þessar sögur
reynzt á rökum reistar, en þeg-
ar þessar línur eru ritaðar, hefur
ekki verið endanlega ákveðið
hvenær það verður sem hún fer.
Shady ætlar til Bandaríkjanna
og segist hafa hugsað sér að vera
þar í ca. eitt og hálft ár, að
minnsta kosti. Hún þrætti harð-
lega fyrir það að markmiðið væri
að syngja þar ytra — „en ef mér
lízt vel á einhverja hljómsveit
og henni á mig, þá veit ég ekki
hvað éa aeri.“ safiði hún. .Æe hef
verið að hugsa um þetta síðan
um jól, eða svo, og mig bara
langar að fara. Ef ég get losnað
af þessum samningum sem
hljómsveitin hefur gert, bæði
hér heima og í Danmörku, þá
fer ég mjög fljótlega, annars
ekki fyrr en í vor.“
Miklar spekúlasjónir hafa ver-
ið um það hver komi í stað
Shadyar, og hafa menn helzt
hallazt á að það verði Björgvin
Halldórsson. Það er ekki rétt, því
sjálfur segist Björgvin ekki vilja
yfirgefa félaga sína í Ævintýri
og hjá meðlimum Trúbrots hef-
ur það aldrei komið til umræðna.
HEYRA MÁ
(þó lægra sé Idtið)
ÖMAR VALDIMARSSON
Frá og með þessu blaði lætur Andrés Indriðason af skrifum í poppdálk blaðsins,
vegna anna, og við tekur Ómar Valdimarsson sem verið hefur fastráðinn blaða-
maður hjá VIKUNNI um nokkurt skeið. Ætlunin er að breyta nokkuð til um
efni þáttarins; við ætlum að reyna að halda okkur meira við íslenzka poppið
og svo verður hljómplötugagnrýnin, scm hér birtist í fyrsta sinn, fastur þáttur.
— Og auðvitað þurfum við ekki að taka fram að við gleypum við ölium bréf-
um og tillögum frá lesendum um efni þáttarins.
íslenzka
Plastik-bandið
Fimm ungir hljóðfæraleikarar
hafa nýverið stofnað nokkuð sem
þeir kalla hið íslenzka Plastik-
band. Þessir fimm eru allt valin-
kunnir menn: Björgvin Halldórs-
son, söngvari Ævintýris, Björg-
vin Gíslason, gítarleikari Nátt-
úru, Ólafur Sigurðsson, trommu-
leikari Pops, Haraldur Sigurðs-
son, fyrrverandi bassaleikari
með Sókratesi og Magnús Kjart-
ansson, organisti Júdasar. Ekki
mun þessi hljómsveitarstofnun
alvarlegs eðlis (þannig að fólk
þarf ekki að óttast að þarna sé
búið að leggja niður nokkrar
okkar beztu hljómsveitir) heldur
er þetta meira í gamni gert og
hljómsveitinni aðeins ætlað að
koma fram við hátíðleg tæki-
færi.
„Þetta á bara að vera nokkurs
konar tómstundaiðja fyrir okk-
ur,“ sagði Björgvin Halldórsson
er við spurðum hann út í þessa
plastik-stofnun. „Og ef við kom-
um fram, þá verður það á blues-
kvöldum og svoleiðis.“
Allir þvertóku drengirnir fyr-
ir það að þetta Plastik-band ætl
aði að feta í fótspor þess brezka
á nokkurn hátt. "tr
14 VIKAN 7 tbl