Vikan - 12.02.1970, Qupperneq 20
NANNfTDRN&t
Fyrir átta árum hvarf Michael Rockefeller, sonur Nelsons Rockefellers, eins mesta auðmanns
í heimi, ríkisstjóra í New York og mikils framámanns í flokki Repúblíkana, við suðurströnd
Nýju-Gíneu. Opinberlega var gert ráð fyrir að hann hefði drukknað, en marga grunaði annað.
Nú telur bandarískur blaðamaður sig hafa leyst gátuna um örlög billjónaerfingjans.
Rockefeller ríkisstjóri, faðir hins Milt Machlin spjallar við innfæddan
týnda, með riki sitt. í haksýn. kvenmann. En lausn gátunnar varð
hann að sækja til Hollands.
Það var einn sólfagran dag í
nóvember átrið 1961 að Miehael
Rockefeller fór frá Agats, frum-
stæðri byggð í þeim hluta Nýju-
Gíneu er þá laut Hollandi en
heyrir nú til Indónesíu. Ákvörð-
unarstaðurinn var þorp að nafni
Atsj í fjörutíu kílómetra fjar-
lægð. Sér til fylgdar hafði hann
fjörutíu og fjögurra ára gamlan
hollenskan þjóðfræðing, dr. René
Wassing, og tvo innborna burð-
armenn. Þessi hluti strandar
Nýju-Gíneu er mjög afskekktur
og var þá aðeins að nokkru rann-
sakaður en hinn ungi erfingi
Rockefeller-billjónanna leitaði
þar listaverka, gerðra af inn-
fæddum snillingum.
„Tímarnir eru ekki rómantísk-
ir,“ sagði hann, „en ég er hald-
inn óviðráðanlegri ævintýra-
löngun.“
En þetta ævintýri fékk illan
enda. Farkostur Rockefellers var
tíu metra langur seglbátur með
átján hestafla hjálparmótor, og
honum hafði verið margsagt að
þessi fleyta stæðist ekki öldurn-
ar sem verða í ósum sumra fljót-
anna þarna og geta risið í sjö
metra hæð.
Um miðjan dag var báturinn
kominn í ós Eilanden-fljóts. Öld-
urnar gengu yfir hann og gerðu
hjálparmótorinn ónothæfan.
Mennirnir misstu stjórn á bátn-
um, og rak hann á sjó út. Þegar
hann var kominn fjóra kílómetra
frá ströndinni, ákváðu báðir þeir
innfæddu að synda í land og
sækja hjálp.
Tuttugu og fjórar stundir liðu,
og enn sáu þeir Rockefeller og
dr. Wassing ekki bóla á neinni
hjálp. Þá var það að Rockefeller
ungi ákvað að synda sjálfur í
land og leita hjálpar. Þjóðfræð-
ingurinn, sem vel þekkti siði
landsmanna, réð eindregið frá
því. „En Rockefeller var margt
betur gefið en þolinmæðin,“
sagði dr. Wassing síðar. „Hann
þoldi ekki þetta ástand, að láta
berast um á stjórnlausum bát, en
sitja sjálfur aðgerðalaus.“
Rockefeller bjó til flotholt úr
tómum dunkum og stökk svo
með þetta út í Arafura-hafið.
Dr. Wassing starði á eftir hon-
um. Hann fjarlægðist óðum, varð
loks að litlum dökkum depli á
haffletinum og hvarf þvínæst al-
veg. Þetta var hið síðasta, sem
hinn siðmenntaði heimur sá af
einu sínum ríkasta erfðaprinsi.
Skömmu síðar kom flugbátur