Vikan - 12.02.1970, Qupperneq 21
frá konunglega hollenska sjó-
hernum og barg doktornum. En
af Rockefeller fannst ekki tang-
ur eða tetur, og var hans þó leit-
að víða og lengi. Að síðustu var
komist að þeirri niðurstöðu, að
hann hefði drukknað, þótt fleiri
skýringum væri að vísu hreyft.
Nú leið og beið þangað til á
síðastliðnu ári, er bandarískur
blaðamaður að nafni Milt Mach-
lin fékk heimsókn manns, er
nefndist John Donahue. Sá
kvaðst vera smyglari að atvinnu
og hafast sem slíkur við á norð-
urströnd Nýju-Gíneu. Hann
hafði fyrir skömmu komið á ey
eina í Trobriand-klasanum við
norðurströnd eyjarinnar miklu,
og þar hafði hann, að hann sagði,
hitt hvítan mann, illa á sig kom-
inn og höktandi á hækjum. Sá
hefði sagst vera Michael Rocke-
feller og beðið Donahue hjálpar.
Samkvæmt sögu Donahues
hafði Rockefeller skömmu eftir
að hann náði landi klifrað upp
i tré og lagst til svefns á grein.
En til allrar ólukku brotnaði
greinin undan honum og hann
skall á jörðina, mikið fall, með
þeim afleiðingum að fætur hans
brotnuðu báðir. Sem hann lá þar
illa á sig kominn fann hann hóp-
ur höfðaveiðara, og hlúðu þeir að
honum eftir föngum og báru
með sér. En sá hópur varð litlu
síðar fyrir árás annsrra höfða-
veiðara, sem tóku Rockefeller af
hinum og fluttu hann með sér
fimmtán hundruð kílómetra spöl
til eyjar þessarar, sem var heim-
kynni þeirra. Þeir héldu hann
sæmilega, en vildu ekki skila
Michael Rockefeller var
vel að manni og tók oft
þátt í að stjaka ein-
trjáningunum eftir án-
um, þegar hann ferðað-
ist eftir þeim.
Þessi höfuðkúpa, sem
Machlin fann í einum
innfæddrakofanum virt-
ist geta verið af hvítum
manni, og Machlin
grunaði að þar gæti ver-
ið um Rockefeller að
ræða. En þeir innfæddu
játuðu því hvorki eða
neituðu.
Hópur þorpshúa í Otsjanep,
en þaðan er talið að bana-
maður Rockefellers hafi
komið. Hollenskur liðsfor-
ingi hafði £ æði drepið þrjá
þorpsbúa, og því háru þeir
haturshug til allra hvítra
manna.
Michael Rockefeller hafði
annars yfirleitt komið sér
vel við landsins hörn, eins
og þau sem hann sést hér
á tali við. Ef tU vill tóku
Otsjanep-búar hann fyrir
hollcuskan hermann.
7. tbi. VIKAN 21