Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 22
honum til siðmenningarinnar á
ný.
Donahue sagðist ekki hafa get-
að snúið sér til yfirvalda Astra-
líumanna og Hollendinga þar í
nágrenninu, þar eð hann var
skuldaður bæði fyrir smygl og
morð, og því hefði hann ferðast
til Bandaríkjanna í von um að
geta hjálpað hinum nauðstadda
milljónerasyni eftir einhverjum
krókaleiðum. Eftir að hafa sagt
Machlin þetta kvaddi hann og
hefur ekki sést síðan.
Þar eð Donahue hafði ekki
krafist fjár fyrir sögu sína, var
Machlin ekki frá því að eitthvað
væri til í henni. Hann flaug til
Ástralíu og þaðan til Trobriand-
eyja. Þegar þangað kom reynd-
ist sagan lygi tóm: eyjan sem
Donahue hafði tilnefnt fannst að
vísu, en hún var óbyggð með
öllu og hafði alltaf verið.
En úr því að Machlin var á
annað borð kominn þetta langt,
vildi hann ekki gefast upp að svo
búnu. Næstu mánuðina ferðaðist
hann um svæðið í nágrenni Ei-
landen-fljóts og spurði og þefaði.
Og niðurstaðan sem hann komst
að er í stuttu máli þessi: Michael
Rockefeller drukknaði ekki, en
innfæddir drápu hann þegar
hann var í þann veginn að ná
landi við fljótsmynnið.
Lausnina á gátunni fann blaða-
maðurinn þó ekki á Nýju-Gíneu
sjálfri. Skömmu eftir hvarf
Rockefellers höfðu Hollendingar
nefnilega neyðst til að afhenda
Indónesum sinn hluta eyjarinn-
ar, og leið þá ekki á löngu áður
en öllum þeim Hollendingum,
sem þar höfðu lifað og starfað,
varð óvært með öllu í landinu,
enda yfirgáfu þeir það allir sem
einn. En það voru einmitt þeir,
sem sátu inni með mest af upp-
lýsingum í sambandi við hvarfið.
Þeirra helztur var prestur einn
af Heilagshjartareglunni, Corne-
les Van Kessel að nafni. Hann
var fyrsti hvíti maðurinn, sem
hafði kannað ströndina þarna og
einn þeirra fáu, sem kunnu hina
torlærðu mállýsku innfæddra
þar.
Machlin flaug því til Hollands
og fór til Haarlem, þar sem séra
Van Kessel bjó. Þessi góðviljaði,
gráhærði maður hafði þegar lif-
að þrettán ár meðal innfæddra á
Nýju Gíneu, er fundum þeirra
Rockefellers bar þar saman.
Presturinn hafði verið milljóna-
erfingjanum mjög hjálplegur,
túlkað fyrir hann og vísað hon-
um veg. Og Rockefeller hafði
einmitt verið á leiðinni til trú-
boðsstöðvar hans er hann hvarf.
Presturinn hafði sjálfur leitað
Ein af íþróttum Nýju-Gíneumanna
er sú að hafa handtekinn óvin aS
skotspæni, þannig að spjótin eiga
að hæfa í jörðina þétt við hann
öllumegin, en særa hann hvergi.
Þessu er haldið áfram unz maður-
inn er með öllu umgirtur spjót-
um; þá er hann lokslns drepinn.
Innfæddur dansmaður með grímu
úr höfuðkúpu og leir. Það voru
slíkir dansmenn scm skelfdu hol-
lenska liðsforingjann svo að hann
missti stjórn á sér og hóf á þá
skothrfð.
meðfram ströndinni á kanó sín-
um, en'ekkert fundið.
Leitin varð mjög umfangsmik-
il, enda ekkert til sparað af hálfu
föður hins horfna. Fréttamenn
dreif að úr flestum löndum og
Rockefeller ríkisstjóri kom sjálf-
ur á vettvang ásamt dóttur sinni
Mary, sem var tvíburas.vstir
Michaels. Tíu dögum síðar var
aðalleitinni hætt og tilkynnt að
Michael Rockefeller væri
drukknaður. En viku seinna fékk
Van Kessel bréf frá dr. C. Kenn-
eth Dresser, trúboðslækni hjá
Evangelíska sambandstrúboðinu.
„Það er mögulegt," stóð í bréf-
inu,“ að menn frá Otsjanep hafi
myrt Rockefeller.“
Framhald á bls. 40