Vikan


Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 24

Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 24
JACK LONDON FER AÐ SKOÐA HEIMINN „Þrír röskir strákar": Jack, Svíinn Victor og Norðmaðurinn Axei róa inn að Bohnin-eyjunni. Þó að þeir væru þar um kyrrt í tíu daga, komust þeir aldrei lengra en í veitingahúsin. Þegar Jack London var kolamokari varð honum það ljóst, að hann vildi heidur flakka um heiminn en slíta sér út á því að þræia fyrir sér. Skömmu eftir að Jack London lenti í sjávarháskan- um, fór hann í ránsferð með „Nelson unga“. En á heim- leiðinni kom einn umsjónar- maður ríkisins til þeirra og sagði þeim að hætta þessum ránsferðum. en hjálpa sér heldur. Þá var fullt af kín- verskum rækjuþjófum og grískum laxaþjófum í San Francisco-flóanum. Þegar þessir menn komust undir mannahendur, voru þeir látnir í hegningarvinnu, en fyrir hana fengu umsjónar- mennimir borgað. Jack gekk strax að því að hjálpa til við að hafa hendur í hári þjóf- anna. Fyrsta verk hans var að glíma við kínversku rækju- 24 VIKAN 7-tbl- þjófana, sem lögðu þétt net alls staðar, sem því varð við komið. Jack, Nelson ungi og fjórir aðrir lögðu af stað frá Oakland á „Hreindýrinu“ og smábáti, þegar rökkva tók og létu sig reka yfir flóann. Rækjuskipin lágu með löngu millibili og mynduðu hálf- mána. Net lágu frá hverju skipi, en Kínverjarnir sváfu niðri í káetu. Jack var skip- að að setja Nelson unga og mann að nafni George um borð í sitt hvort skipið og fara með bát sinn að þriðja skipinu. En skyndilega fyllt- ust þilförin af hálfnöktum Kinverjum. .Tack stýrði „Hreindýrinu“ meðfram næsta slcipi, svo að George gæti stokkið um borð. Síðan lét hann bátinn reka, en rakst þá gvo harkalega á annan hát, að stýrin brotn- uðu. Kínverji einn með gul- an hálsklút rak upp óskap- legt öskur og setti haka nið- ur í stafninn á „Hreindýr- inu“ til að stía bátunum í sundur, Jack var hinn róleg- asti, en þegar hann sá sér fært, stökk hann um borð í skipið og batt bátinn sinn við það. Nú stóð hann aleinn og vopnlaus gegn fimm Kín- verjum með langa hnífa í beltum sínum. Þeir gengu til móts við hann, en hann stakk liendinni í rassvasann og þeir hojjuðu á hæl. Hann skipaði þeim því næst að létta akkerum, en þegar þeir neitnðu að lilýða skip- uninni, gerði liann það sjálf- ur og neyddi Kínverjana til að fara um borð í „Hrein- dýrið“. Höndina tók hann eklci upp úr tómum rassvas- anum. Síðan sigldi hann háti sínum að skipinu, þar sem hann hafði skilið George eftir. Hann hélt Kínverjun- um þar í skefjum með þvi að miða á þá skammbyssu. En nú datt Kínverjanum með gula hálsklútinn í hug að þreifa á rassvasa .Tacks, og þegar hann fann, að þar var cngin skammbyssa, æsti hann félaga sína svo upp, að það munaði engu, að þeir réðust á umsjónarmennina og fleygðu þeim fyrir borð. George varð hræddur, þó að hann hefði skammhyssu og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.