Vikan


Vikan - 12.02.1970, Qupperneq 30

Vikan - 12.02.1970, Qupperneq 30
ÞRIÐJI HLUTI Arnold-hjónin og móðir hans sátu í garðstólum öðrum meg- in við laugina. Krakkarnir tveir hlupu og ærsluðust á grasblett- inum og hinum megin voru Lewis-hjónin, fólkið í næsta húsi, með 15 ára gamla dóttur sína og við hliðina á þeim var fólk, mað- ur og kona er hann hafði aldrei séð áður. Öll voru með glas í hendinni. Og á girðingunni við enda lóðarinnar voru aðrir ná- grannar með son sinn. Benjamín opnaði gluggann. — Pabbi! hrópaði hann. Herra Braddock var að koma síðasta stólnum fyrir við laugina. — Hey, pabbi, talaðu aðeins við mig! Braddock leit upp í glugg- ann og brosti. —• Þarna er hann, gott fólk, sagði hann. — Já, þarna í glugganum. Hann kemur rétt strax. Hann setti hendurnar upp fyrir höfuð og byrjaði að klappa. Hinir gestirnir hópuðust að og hlógu og klöppuðu. Dóttir Lewis-hjónanna hvíslaði ein- hverju að móður sinni sem hló við og hvíslaði að þeim sem næst- ur henni var. — Pabbi, í guðanna bænum! — Flýttu þér. Flýttu þér. Gott fólk, sagði hr. Braddock, — hann er dálítið feiminn. Þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur fram opinberlega svo þið verðið að fyrirgefa honum. Benjamín skellti glugganum aftur og starði á súrefnisgeym- inn og blöðkurnar, sem voru á baðherbergisgólfinu. Svo tók hann allt saman í fangið og gekk með það niður og inn í stofuna þar sem farið var út að sund- lauginni. Þar stóð hann og ein- blíndi á sundlaugina og gestina þangað til hr. Braddock kom æð- andi inn. — Komdu drengur. — Finnst þér þetta gaman? Herra Braddock hallaði sér hálfum út um dyrnar. — Hann er kominn niður, góðir hálsar! I búningi og öllu. Bíðið aðeins í hálfa mínútu! Hann lokaði dyr- unum og sneri sér að Benjamín. — Ég skal hjálpa þér að setja á þig grímuna, sagði hann. — Pabbi, þetta er brjálæði. — Hana! Hann tók grímuna og setti hana á andlitið á syni sín- um. Svo setti hann tankinn á bak hans og festi slöngurnar í grím- una. — Geturðu andað auðveld- lega? spurði hann. — Gott. Hr. Braddock fór á hnén og festi sundblöðkurnar á fæturna á Benjamín. Svo stóð hann upp, brosti framan í son sinn og fór út fyrir. — Jaeja, kallaði hann, —• nú kemur hann. Gefum honum gott klapp! Gestirnir byrjuðu að klappa. — Hérna kemur hann! Hérna kemur hann! Benjamín gekk út um dyrnar og út í garðinn. Nágrannarnir klöppuðu og hlógu eins og þeir ættu lífið að leysa. Herra Lewis tók upp vasaklút og þurrkaði tár- in úr augunum, og Peter og Lou- ise hoppuðu upp og niður á blett- inum um leið og þau skríktu og bentu á hann. Eftir nokkrar min- útur rétti herra Braddock upp hendurnar. Það varð algjör þögn. Herrar mínir og frúr! Það sem fer fram er einstakt. Benja- mín ætlar hér að sýna okkur stórkostlegar listir undir yfir- borði vatnsins! Herra Arnold hló. — Upp með budduna, góðir hálsar! — Ertu tilbúinn, Ben? spurði Braddock. — Gott. Byrjum! — Byrjum! Byrjum! Byrjum! hrópuðu Peter og Louise og hoppuðu upp og niður. Frú Arn- old stóð upp og tók í hendurnar á þeim og þá ríkti grafarþögn í garðinum. Benjamín ræskti sig. Hann gekk hægt og rólega að laugar- barminum og horfði beint niður fyrir sig svo hann sæi vegna grímunnar. Allt í einu steig hann með vinstri fætinum á blöðkuna á þeim hægri svo hann var nærri dottinn. Krakkarnir hlógu og skemmtu sér konunglega. — Ónei, sagði frú Arnold, — þetta var alls ekki sniðugt. — Heyrðu, Ben, kallaði herra Arnold. — farðu varlega þegar þú kemur upp aftur svo þú fáir ekki krampa. Benjamín setti fótinn varlega í efstu tröppuna sem lá niður í sundlaugina Svo gekk hann hægt niður unz hann stóð á botn- inum. — Bíddu aðeins, sagði faðir hans, og flýtti sér að barminum. með spjót í hendinni. Hann rétti það að Benjamín sem horfði á hann um stund í gegnum grím- una en þreif svo spjótið af hon- um og gekk svo eftir lauginni að dýpri endanum. Vatnið náði hon- um undir hendur — háls — grímu, en þá fór hann að fljóta. Hann andaði djúpt frá sér og reyndi að komast undir yfirborð- ið, en súrefnistankurinn hélt honum á floti. Hann barði með örmunum en komst ekki á kaf. Börn Arnold-hjónanna hlógu og 30 VIKAN 7-tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.