Vikan


Vikan - 12.02.1970, Side 31

Vikan - 12.02.1970, Side 31
hlógu. Loks sneri hann við og gekk aftur upp í grynnri endann. Nágrannarnir sem héngu á girð- ingunni fóru að hrópa til hans, og þegar hann var kominn að stig- anum æptu allir nema faðir hans sem stóð byrstur á bakkanum. Benjamín ýtti grímunni aðeins frá andlitinu. — Sýningin er bú- in, sagði hann hljóðlega. — Hvað er að? — Hann er ekki nógu þungur, sagði herra Arnold. — Stór steinn eða eitthvað svoleiðis myndi duga. — Einmitt, sagði herra Brad- dock og hljóp af stað. Svo stanz- aði hann — Ágætu áhorfendur! Nú verður örstutt hlé — en sleppið ekki sætum ykkar! Hann hljóp af stað aftur og kom eftir smástund með stóran stein, sem venjulega gegndi því virðulega embætti að halda niðri lokinu á öskutunnunni, í fanginu. Á með- an hann var í burtu var algjör þögn við laugina. Benjamín stóð við stigann og horfði beint fram- an í Peter Arnold. Svo tók hann þegjandi við steininum af pabba sínum og gekk aftur út í dýpri endann. Nokkrir gestanna fóru að klappa og hlæja um leið og hann fór á kaf, en þarna undir var svo hljótt og kyrrt. Hann gekk alla leið niður unz hann komst ekki dýpra. Þar stóð hann um stund en settist svo niður. Loks laeðist hann á bakið og setti steininn á magann á sér. Hann horfði beint upp á vatns- flötinn sem glampaði eins og silf- urpeningur. — Pabbi? sagði hann hljóðlega við grímuna. Benjamín fór óvenjulega snemma á fætur daginn eftir. Hann fór í gamlar gallabuxur og hermannajakka sem hann hafði keypt í skranbúð fyrir austan. Svo fór hann niður. Frú Brad- dock var í eldhúsinu. — Þú ert snemma á fótum þykir mér, sagði hún. Benjamín gekk að borðinu og settist fyrir framan greipaldinið sem hann átti að borða í morg- unverð. — Eg er að fara að heim- an, sagði hann. — Hvað? — 5£g sagðist vera að fara að heiman, sagði hann og tók upp skeiðina. —■ Eg ætla að fara eftir morgunverð. Frú Braddock þurrkaði sér á handklæði sem var við vaskinn. — Þú ert að fara að heiman, ha? — Jamm. Hún lyfti brúnum og settist við hliðina á honum við borðið. — Ertu að fara í ferðalag? spurði hún. — Já, svaraði Benjamín. Hann rak skeiðina á kaf í aldinið. — Nú já. Og hvert ætlarðu? — Eg veit það ekki. — Þú veizt ekki hvert þú ætl- ar? — Nei, Hún horfði á hann stundar- korn. — Ég held ég skilji ekki vel hvað þú átt við, sagði hún svo. — Ef þú vilt heyra eitthvað útjaskað, sagði hann, — þá ætla ég á flakk. — Ha? — Á flakk. Ég held að það sé ósköp auðskilið. — Ben? — Já, hvað? — Ég skil ekki enn. Þú ætlar þó ekki bara pakka saman og henda draslinu þínu í bílinn og fara, eða hvað? — Nei. — Heldur hvað? — Ég ætla á puttanum. — Þú hvað? — Mamma, hefur þú verið mikið á flakki? Hún hristi höfuðið í örvænt- ingu. — Vertu róleg, mamma, það verður allt í lagi með mig. — Þú meinar að þú ætlar bara að pakka saman og fara? — Nei, ég ætla ekki að taka neinn farangur með mér. — Hvað? — Ég ætla eins og ég stend. — f alvöru? — Já. — Og hvað ætla:rðu að hafa mikla peninga með þér? — Tíu dollara. — Nú, sagði hún, — svo þú verður ekki lengur en í einn eða tvo daga. Benjanmín setti bita af greip- aldininu upp í sig. — Hvað ætlar þú að vera lengi í burtu, sagði móðir hans. — Ég veit það ekki. Meira en einn eða tvo daga? — Já. — Ekki meira en viku? — Sjáðu nú til, sagði Benja- mín, — kannske verð ég fimm ár í burtu. Kannske tíu. Ég bara veit það ekki. — Hvað? Herra Braddock kom inn í eld- húsið með morgunblað í hend- inni. -— Þú ert snemma á fótum, sonur sæll, sagði hann. — Ben, segðu föður þínum frá þessu. Hann leyfir þetta aldrei. — Hvað er að ske? spurði herra Braddock um leið og hann settist. — Ég er að fara í ferðalag. — Hann ætlar ekki á bílnum. Hann ætlar ekki að fara með nein föt. Hann ætlar bara að taka með sér 10 dollara og hann ... — Fyrirgefðu, sagði Benjamín og teygði sig eftir sykurskálinni á miðju borðinu. — Hvað gengur eiginlega á hér? sagði herra Braddock. — Ég er að fara í ferðalag eftir morgunverð, sagði Benja- mín. — Ég hef ekki hugmynd um hvert ég ætla. Kannske hringinn í kringum landið eða alla heims- álfuna. Kannske fer ég hringinn í kringum landið eða alla heims- og þar. Það er allt og sumt. — Og hvaða tilgangi þjónar það? — Það þjónar þeim tilgangi að ég ætla að andskotast burtu! Herra Braddock gretti sig. — Þetta hljómar ekki eins og þú hafir hugsað mikið um það. Benjamín setti aftur bita upp í sig. — Svo þú ætlar bara að vinna hér og þar, ha? Slæpast um? — Einmitt. — Og hitta álls kyns furðulegt fólk, reikna ég með? — Einmitt. — Ben, ég sé ekkert rangt við það að fara í smá ferðalag. En þetta er ekki rétta aðferðin. — Jú, það finnst mér. — Hvað finnst þér um þetta .. — Mér líst ekki á það. Hvernig líst þér á þetta: Hvers vegna ferð þú ekki aftur austur og leitar að góðum skóla til framhaldsnáms og kemur svo aftur, keyrandi á bílnum. Þú get- ur tekið 2—3 vikur í það. — Mér líst ekkert á þetta. — Nú? — Vegna þess að ég er búinn að læra, pabbi! Hann missti það sem var í skeiðinni. — Eg vil ekki sjá einn einasta skóla það sem eftir er af ævi minni. Ég vil ekki einu sinni sjá menntaðan mann meira! — Láttu ekki svona, Ben. — Láti ég ekki svona! Benja- mín stóð upp. — Ég er búinn að eyða, já, hreinlega eyða, tuttugu og einu ári af lífi mínu. Allt á sama hátt og í gær. Og tuttugu og eitt ár er helvítis hellingur! — Setztu. — Pabbi, sagði Benjamín. — í tuttugu og eitt ár hef ég verið á eilífum þvælingi milli bókasafna og skólastofa. Segðu mér hvað ég hef haft út úr því! — Prýðilega menntun. — Ert þú að grínast? — Nei. — Þú kallar mig menntaðann? — Já, svo sannarlega. — En ekki ég, sagði Benjamín og settist niður aftur. — Ef þetta er það að vera menntaður, þá má það fara til helvítis fyrir mér. — Ben, sagði móðir hans. — Um hvað ertu að tala? — Ég er að reyna að segja það. Eg er að reyna að segja þér að ég er hættur við þetta allt sam- an. — Allt hvað? — Allt þetta! hrópaði hann og baðaði út handleggjunum. — Ég veit ekki hvað það er en mér verður óglatt af því. Ég vil fá eitthvað annað! — Hvað viltu? — Ég veit það ekki. — Ben, sjáðu nú til... — Veiztu hvað ég vil? sagði Benjamín og trommaði á borðið með fingrunum. — Nei hvað? — Venjulegt fólk. Eg vil ein- falt, venjulegt og heiðarlegt fólk sem getur hvorki lesið né skrif- að. Mig langar til að vera hjá svoleiðis fólki það sem eftir er ævinnar. — Ben! — Bændur, bílstjóra ... venju- legt fólk sem býr ekki í svona húsi. Ekki ptóru húsi. Fólk, sem er ekki með sundlaug í garðinum. - Ben, þú gengur of langt! — Ó nei. — Ben, þú gerir þér upp alls konar rómantískar hugmyndir um þetta. — Raunverulegt fólk, pabbi. Ef þú vilt heyra „klisjuna" þá Framhald á bls. 43 7. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.