Vikan - 12.02.1970, Page 32
norski hvíldarstóllinn. —
Framleiddur á íslandi með
einkalejdi. — Þægilegur
hvíldar- og sjónvarpsstóll. —-
Mjög hentugur til tækifær-
isgjafa. — Spyrjið um VIPP
stól í næstu húsgagnaverzlun.
— Umboðsmenn um allt
land.
VIPP STÓLL Á HVERT
HEIMILI.
FRAMLEIÐANDI: ÚLFAR GUÐJÓNSSON IIF. - AUÐBREKKU 63 - KÓPAVOGI - SÍMI 41690
STJÖRNUSPÁ m % % •-
% Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þú verður mjög störfum hlaðinn og mörg óleyst verkefni verðurðu að salta. Gömul ósk þín rætist að nokkru á óvæntu augnabliki. í>ú verður fyrir gagn- rýni vegna starfsaðferða þinna og er það óréttlátt. & Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú ert eitthvað daufur og viljalaus og kemur litlu í verk. Þú þarfnast tilbreytingar og ættir að fá kunningjana til að hressa upp á þig. Helgin verður mannmörg, líklega ferðu í stutta heimsókn.
m Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Lífið verður þægilegt en viðburðasnautt fram að helginni. Það hefur nokkuð borið á því að þú gagn- rýndir fólk, sem þú, að líkindum, öfundar. >ú ættir að geta bætt ráð þitt og gagnrýnt eigin athafnir. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þú hefur orðið fyrir einhverju mótlæti en nú rofar til fyrir þér. Það verður einhver góður vinur til þess að benda þér á leiö út úr vandræðunum og ef þú bregður skjótt við, standa málin mjög vel.
Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní); Þú verður fyrir einhverju happi, sem hefur mjög jákvæð áhrif á skapgerð þína. Þú hefur tekið nokkr- um framförum í starfi þínu og ættir að fara að ympra á verðugra verkefni. Mándudagur happasæll. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Það eru góð tækifæri fyrir þig til að skemmta þér og þú ættir, svona einu sinni, að lina dálítið takið um budduna. Þú gætir gert mjög góða verzlun inn- an skamms ef þú bíður hins rétta tíma.
w Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): I>að fer margt öðruvísi en ráð hafði verið fyrir gert í vikunni. Þú hefur verið of ráðríkur og heimtu- frekur heima hjá þér og ættir að reyna að bjóða þjónustu þína í stað þess að heimta af öðrum. £ Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þú ert nokkuð svartsýnn og fúllyndur og fremur leiðinlegur. En sem betur fer ertu ekki svona alltaf, en þú ættir að einsetja þér að vera það aldrei. Það verður fremur mikið um kunningjaheimsóknir.
Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Vikan verður nokkurs konar heillavika. Þótt ekkert stórvægilegt gerist heppnast þér samt ýmislegt smá- vegis, sem þú hefur yndi af. Horfur eru á því, að þér heppnist tilraun, sem misfórst nú nýlega. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Þú stofnar til vináttu við persónu, sem þú metur mikils og er gott til þess að vita. Eitt skaltu þó hafa hugfast og það er að einhver vafaatriði eru við- víkjandi skapgerð hennar. Taktu ákveðnu tilboði.
v Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Einhver verulegur skriður kemst á mál, sem lengi hefur verið i deiglunni. Þú færð skemmtiiega gesti, sem líklegast eiga eftir að dveljast góða stund í ná- grenni við þig. Fristundirnar fara til endurbóta. 4% Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Vegna misskilnings hagarðu þér dálítið kjánalega. En hafðu ekki áhyggjur, þvi að í kringum þig er bezta fólk, sem skilur aðstæðurnar. Þú getur haft drjúgar tekjur af áhugamáli þfnu ef þú vilt.