Vikan


Vikan - 12.02.1970, Síða 34

Vikan - 12.02.1970, Síða 34
var læknir hennar, hann getur leitt yður í allan sannleikann. Hann virtist bæði spenntur og taugaóstyrkur, og var bólginn á öðru kinnbeininu, upp undir eyra. — Leyfðu henni ekki að tala svona til þín, sagði Halide heiftar- lega. — Það ert þú sem ræður hér. Ég hló. — Já, finnst þér ekki að hann líti þannig ú;t? Hver hefir veitt yður þennan áverka? Og þér getið haldið að það sé ég sem hefi ástæðu til að vera hrædd? Ég get fullvissað yður um að það myndi borga sig fyrir yður að hjálpa mér héðan. Ég vil komast héðan, og það nú á stundinni! — Ég trúi því, sagði hann, en þér verðið að vera hér. Ég skal tala við Grafton á eftir. Komdu Halide! — Hættið að haga yður eins og í lélegri glæpakvikmynd, og vísið mér á baðherbergi, sagði ég, og gat varla komið upp nokkru orði fyrir reiði. — Það verður að biða. — Hagið þér yður ekki eins og skepna, herra Lethman! sagði ég snöggt. Ég verð að komast á sal- erni, WC eða hvernig ég að að stafa það fyrir yður. — Það er þá bezt að þér fylgið mér, sagði hann, — en þér skuluð ekki reyna neinar kúnstir. Ég hafði haft á réttu að standa. Þetta var gangurinn undir tjörninni, og „klefi" minn var ein af læstu geymslunum, sem við Charles höfð- um séð áður. John Lehman leiddi mig upp þrepin að herbergi Harri- etar frænku. — Baðherbergið er þarna, sagði hann. Það lá út að trjágarði furstans, og hafði örugglega einhverntíma verið stórkostlegt, mikið glæsilegra en baðherbergið í kvennabúrsálm- unni. Veggirnir voru klæddir ala- bastri, og Ijósið kom niður um þak- glugga, marglita glerkúpla. Birtan skein í gegnum þetta marglita gler, og glitraði á gólfum og veggjum, og vatnið rann eftir grunnum renn- um niður ( marmarakerið. Ég naut þess að þvo mér í svölu vatninu og þurrkaði mér á undir- kjólnum. Ég fór úr kjólnum og hristi úr honum rykið, áður en ég fór í hann aftur, snyrti andlit og hár, eftir beztu getu, fór svo í ilskóna og gekk út til Johns Lethman. Hann sat á brúninni á gosbrunn- inum, stóð snöggt upp, þegar ég kom, og fór að tala, en ég tók strax fram í fyrir honum. — Þér skuluð ekki halda að þér fáið mig til að fara inn í grenið aftur. Ef Grafton læknir vill tala við mig, getur hann gert það hér. Ég gekk á undan honum inn í herbergi Harrietar frænku. Þér getið sagt stúlkunni að koma með matinn minn hingað. Ég gekk að rauðlakkeraða stóln- um, og settist f hann, með svo miklum virðugleik sem mér var unnt að sýna, en Lethman leit á mig, hatursfullum augum, gekk upp á pallinn og tók í klukkustrenginn. Ég kannaðist við klukknahljóm- inn og kyrrðina, sem fylgdi á eftir. En þetta var samt á einhvern hátt róandi. Tjöldin bak við rúmið voru dregin til hliðar, og Grafton kom inn. Hann var óður af reiði. — Hvert í fjandanum hefir stúlk- an farið, dyrnar stóðu galopnar . . . — Það er allt í lagi, hún er hér, sagði Lethman. Grafton læknir sneri sér eld- snöggt að mér. — Hvað er hún að gera hér? — Hún þurfti að fara á salernið. — Þú hringdir, sagði Halide, sem kom í Ijós í gættinni. — Já, við hringdum, þú getur komið með bakkann hingað til mín. Súpuna vil ég ekki, en ég vil fá brauð, ost og kaffi. Hún gretti sig framaní mig, sneri sér svo að mönnunum tveim: — Hversvegna læsið þið hana ekki inni aftur? Hversvegna látið þið hana skipa ykkur fyrir? Hvað heldur hún að hún sé? — O, þegiðu, sagði ég þreytu- Verkir, þreyta í baki ? DOSI beltin hafa eytf þraufum margra. Reynið þau. EMEDIA H.F LAUFASVEGI 12 - SlO»I 16510 lega. Láttu matinn eiga sig, ég kemst af án hans. En kaffi vil ég fá. Og það verður að vera heitt, ég vil ekki volgt kaffi. Það lýsti morðfíkn úr augum hennar, þegar hún leit á mig. — Þegiðu, og gerðu það sem þér er sagt að gera. Það er ekki svo langt að bíða nú, sagði Grafton. John Lethman andvarpaði. — Þetta er ekki skemmtilegt, hún er búin að vera kolvitlaus í marga daga, en hún lagast, þegar þessu er aflokið. A ég að taka Mansel litlu með mér? — Ekki strax. Þú mátt fara. Ég skal tala við hana. Og siðar .... Hann lauk við setninguna á arab- ísku, og John Lethman kinkaði kolli í stað þess að svara, bar hann hönd- ina upp að kverkunum, og það var morðsvipur á honum. Henry Graf- ton hló. — Ef þú getur, sagði hann á ensku, — þá máttu það fyrir mér. Framhald í næsta blaði. Jack London fer að skoða heiminn Framhald af bls. 25. Austurlanda rætzt. Hann dauðlangaði til að komast i land og slcoða allt sem hann liafði lesið um. „Rösku strákarnir þrír“ gengu á land. Á knæpunum hittu þeir kunningja sina frá San Francisco. Þó að „Sophie Sutherland“ lægi í höfn í tíu daga, gat Jack ekki séð neitt af því, sem hann hafði ætlað sér. í stað þess eignaðist hann nýja vini á meðal sjómannanna, heyrði ýmsar sjóarasögur, drakk sig fullan ásamt fé- lögum sinum, gerði allt vit- laust í bænum og sóaði hverjum eyri. „Sophie Sutherland“ hélt áfram norður á hóginn. Jack, sem hafði verið skipað að róa veiðibátunum, var í marga daga að flétta stráum utan um árarnar, svo að sel- ilrnir heyrðu ekki í þeim. — Seliná urðu þeir að elta alla leið til stranda Siberiu. Skinnin tóku þeir af þeim og söltuðu þau niður. Þegar Jack hafði róið bátn- um aftur til skipsins, hjálp- aði hann mönnunum við að flá selina á þilfarinu, sem allt var útatað i blóði og óþverra. Það var sóðaleg vinna, en Jack fannst hún vera ævintýraleg. Að þrem mánuðum liðn- um sigldi „Sophie Suther- Iand“ til Yokohama með skinnin. Þar komst Jack ekki heldur lengra en í veitinga- húsin. — Þegar þeir komu til San Francisco, kvaddi Jack félaga sina og sneri aft- ur til Ookland. Fjölskylda hans hafði hvorki í sig né á. Jack borgaði reikninga henn- ar, keypti sér notaðan hatt, frakka, jakka, ódýrar skyrt- ur og nærföt. Peningana, sem eftir voru, gaf liann Flóru. Nú langaði hann ekki leng- ur til að flakka um. I fyrstu settist hann niður við að lesa hækur frá bókasafninu, en síðar fannst honum, að hann yrði að fá fasta vinnu, þó að atvinnuleysi væri mikið. Jaclc heppnaðist samt sem áður að komast inn í sekkjarverk- smiðju, en hann fékk aðeins einn dollara á tímann. Um sama leyti tók áhugi hans á ungum stúlkum að vakna. Hann leið önn fyrir hvað hann var grófgerður — af umgengninni við rudda- lega sjómcnn. — þegar liann komst í kynni við ungar og siðsamar stúlkur. Bezti vinur Jacks var Louis Shattuck, smiður, sem eftir lýsingu Jacks var sak- leysis uppmálað, en ímynd- aði sér, að hann væri mesti þorpari. Þessi maður varð kennari Jacks Eftir kvöld verð hittust þeir, uppstrokn •ir, í sælgætisbúð, þar sem þeir keyptu sér vindlinga og sælgæti. Þeir þekktu engar stúlkur, sem þeir gátu heim- sótt, og ekki gátu þeir farið á opinber böll. því að þeir áttu enga peninga til þess. Það eina, r-eni þeir gátu gert, var að ganga fram og aftur um göturnar. Louis sýndi honum, hvcrnig hann ætti að bera sig að, þegar hann mætti ungri, laglegri stúlku. Fyrst átti liann að senda henni ákveðið augnaráð, brosa dálítið og lyfta húf- unni, því næst að gefa sig á tal við hana. En Jack komst aldrei svo langt, — hann missti ævinlega kjarkinn, þegar á átti að herða. Smám saman eignaðist hann samt nokkrar vinkon- ur, en hann gat aldrei boðið þeim neitt. Bezt leizt honum á írskar stúlkur. I vasahók- ina sína hafði liann skrifað heimilisföng verksmiðju- stúlknanna Ncllie, Dollie og Katie. En samt sem áður leizt lionum lang hezt á Lezzie Connellon, sem vann í þvotta- húsi i Oakland: hún var lag- leg og kát. Hún gaf .Tack gullhringinn sinn. En .Tack varð fyr.st veru- lega ástfanginn af stúlku, sem Haydee hét. Þau sátu hvort við hliðina á öðru á Hjálpræðisherssamkomu. Hún var cextán ára gömul, grannleit, hrún augu og brúnt hár. Jack varð ástfang- inn af henni í fvrsta skipti sem liann sá hana. Hann vissi vel, að þetta var ekki sú sterkasta ást, sem til er, en hann var hvergi hræddur að halda því fram. 34 VIKAN 7-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.