Vikan - 12.02.1970, Qupperneq 41
FYRSTA FLOKKS FRÁ FÖNIX
Neðstu þrepin slitna örar-
en lausnin er á efsta þrepinu!
HAFIÐ ÞÉR TEKIÐ EFTIR ÞYÍ — að leppið á neðsto sfigaþrepunum slilnar örar en á hinum. Sandur, slein*
korn, glersalli og önnur gróf óhreinindi, sem berast inn af götunni, þurrkast af skónum á neðstu þrepun-
um, setjast djúpt í teppið, renna til, þegar gengið er á því, sarga sundur hárin við botninn og slíta þannig
teppinu ótrúlega fljótt. Og grófu óhreinindin berast líka inn á gólfteppin í sjálfri íbúðinni, inn um opna
glugga og á skónum, því ekki er alltaf gengið um teppalagðan. stiga.
En æðrist ekki - lítið bara upp hinn tæknilega þróunarstiga - þar blasir lausnin við - Á EFSTA ÞREPINU:
NILFISK - heimsins bezta ryksuga!
NILFISK VERNDAR GÓLFTEPPIN — því ekki skortir sogaflið, og afbragðs teppasogstykkið rennur mjúk-
lega yfir teppin, kemst undir lágu húsgögnin (mölur!) og DJÚPHREINSAR fullkomlega. NILFISK slítur ekki
teppunum, hvorki bankar né burstar, en hreinsar mjúklega með nægu, stillanlegu sogafli.
FJÖLVIRKARI — FLJÓTVIRKARI — VANDVIRKARI — ÞÆGILEGRI — HREINLEGRI — TRAUSTARI
• fleiri og betri fylgistykki • fjöldi aukastykkja: bónkústur, fatabursti, málningarsprauta, hitablás-
ari, húsdýraburstar, blástursranar o.m.fl. • meira sogafl • stöðugt sogafl • stillanlegt sogafl •
hljóður gangur • hentug áhaldahilla • létt og lipur slanga • gúmmístuðari • gúmmíhjólavagn,
sem eltir vel, en taka má undan, t.d. í stigum • hreinlegri tæming úr málmfötunni eða stóru, ó-
dýru Nilfisk pappírs-rykpokunum • árafuga reynsla • dæmalaus ending • ábyrgð • traust vara-
hluta- og viðgerðaþjónusta • gotf verð og greiðsluskilmálar.
SÍMI 2 44 20 — SUÐURGÖTU 10
ur aukin löngun til ástarævintýra,
einnig hjá giftu fólki. Af þessu get-
ur leitt öryggisleysi og tortryggni
milli h|óna. Aður gat afbrýðissamt
fólk treyst á samúð vina sinna, en
áður en varir mun þessum sömu
vinum þykja það fráleitt, að nokk-
ur skuli vera með áhyggjur út af
trúskap maka síns.
Spurningin er þá, hvort hjóna-
bandstryggð verður ekki úrelt fyrir-
brigði. Og ef framhjáhald verður
tekið gilt, hvað verður þá um hjóna-
bandið? Giftum við okkur þá af ást,
til að fá félaga eða aðeins til að
tryggja okkur visst öryggi? Verðum
við reiðubúin til að skipta um maka
jafnskjótt og við þykjumst hafa á
tilfinningunni að það sé nauðsyn-
legt eða þægilegt? Verður hjóna-
bandið aðeins til að hlæja að? Mun
þess í stað koma til sögunnar eins-
konar samkomulag, sem gert verður
að engu hvenær sem öðrum aðil-
anum eða báðum þóknast?
Og börnin? Nægja þau ekki til
að réttlæta að hjónabandi’nu sé
haldið við? Ekki endilega. Oft hefur
sýnt sig að börn þrífast prýðilega,
þótt þau séu alin upp utan þess. En
ekki er iafnvíst að þau þrífist vel,
ef líffræðivísindin ganga þeim í for-
eldra stað. Ef sá dagur kemur að
þau verða ekki getin af sæði föð-
ursins, sæðinu sem leitar eggs
móðurinnar við sameiningu þeirra
beggja. Ef sá dagur kemur að upp-
haf þeirra verður að tvö tilraunaglös
verða tekin niður úr hillu á ein-
hverri rannsóknastofunni. Þann dag
verður barnið allavega ekki til af
ást. Alveg sama hve mikla alúð vís-
indamaðurinn leggur í verk sitt.
Þótt það kunni að verða sæði og
egg hinna raunverulegu foreldra,
sem sótt eru upp í hilluna, þá er
hugsanlegt að sú staðreynd ein, að
hjónin hafa ekki staðið að getnað-
inum hjálparlaust, geti haft áhrif á
síðari afstöðu beirra til barnsins.
Hversu miklu mun það einnig í
framtíðinni skipta fyrir konu að
vita, að hún hafi borið barnið í
kviði sér sjálf og fætt það?
Auðvitað er til fólk, sem lætur
s;g þetta litlu varða, fólk, sem elsk-
ar tökubörn eins og sín eigin. Þeg-
ar svo verður komið að stöðug
hjónabönd heyra til undantekninga
og börnin verða alin upp af „fóst-
urforeldrunum" sem þau lenda hjá
af tilviljun, hvað skeður þá? Hverjir
eiga þau? Og þegar „fósturforeldr-
arnir" skilja, verða þau þá send
einhverjum öðrum hópi, sem vill
við þeim taka? Eða tekur ríkið við
þeim? Og hvaða sess mun kynlífið
skipa á hinu nýja tímabili? Ef það
verður álitið álíka skaðlaus skemmt-
un og að fara í bíó eða horfa á
siónvarp, hvað verður þá rangt við
að leita kynmaka við þann fyrsta
besta, sem maður fær áhuga á og
finnur að hefur áhuga á móti? Sagt
hefur verið að þetta sé ekki nema
gott, en verður þessi minnkandi
þýðing kynlífsins ekki til að draga
úr reisn karla og kvenna sem manna
og einstaklinga?
AFSKAPLEG EINSEMD
Samkvæmt fornri siðvenju hefur
karlmaðurinn búið við miklu meira
kynfrelsi en konan. Hann hefur allt-
af leikið hlutverk sigurvegarans.
Hvað samförunum sjálfum viðvík-
ur býður konan blíðu sína, en karl-
maðurinn vinnur hana. Tilgangur
konunnar með þessu er að koma
karlmanninum í hjónabandið. Ein af
ástæðunum til að karlmaðurinn
sættir sig við það er sú, að með
því móti tryggir hann sér einkarétt
á ánægju, sem hann annars hefði
ekki fengið. Konan gefur sig síðan
fýsnum hans á vald. Það er skylda
eiginkonunnar.
Nú á dögum slíta fleiri og fleiri
konur af sér þessi bönd. Þær hafa
bæði heyrt og lesið um kynfull-
nægju konunnar, hversu yfirgengi-
lega dásamleg lífsreynsla þetta sé
og eigi að vera, og jafnframt að
þær hafi skýlausan rétt á að njóta
þessa til sjötugs eða áttræðs. Nú
orðið vitum við, að kynþarfir kon-
unnar eru að minnsta kosti eins
miklar og karlmannsins, og að full-
næging konunnar er innilegri og
varir lengur.
Kyngeta karlmanna virðist vera
talsvert meira takmörkuð en kon-
unnar, hvað sem líður höfðingjum
eins og Casanova og Don Juan. Það
er því auðveldara að fullnægja karl-
mönnum kynferðislega. Það yrði
enn auðveldara ef konan færi sínar
eigin leiðir. Hann losnar þá við að
eltast við hana og þarf ekki að vera
til reiðu frekar en honum hentar.
Konan, sem áður lagði sig eink-
um fram um að ná í eiginmann,
mun þaðanaf einbeita sér að því
að afla sér elskhuga. Hún verður
áður en varir sá aðilinn, sem sækir
á, þó ekki sé nema af þeirri ástæðu
að karlmönnum kemur til með að
fækka að tiltölu við konur. (Karlar
hafa vissa tilhneigingu til að lifa
skemur en konur). Þetta hefur aftur
þær afleiðingar að karlmennirnir
endast miður að heilsu og kröftum,
og það hefu raftur í för með sér að
konur fara að vinna utan heimilis í
vaxandi mæli, en karlmennirnir
halda sig í staðinn heima. Þetta
verður miklu auðveldara þegar kon-
urnar þurfa ekki lengur að burðast
við að ganga með. Og skyldu karl-
mennirnir á endanum alveg deyja
út, þá verða alltaf til sæðisbankar.
Og ef konunum skyldi leiðast án
kynlífs, hafa þær allavega hver
aðra.
En eitt er víst, hversu vel og
lengi sem við veltum málinu fyrir
7. tbi. VIKAN 41