Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 43
FRÁ RAFHA
56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill).
Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð.
VIÐ OÐINSTORG - SlMI 10322
okkur: hinu aukna kynfrelsi verður
ekki hrundið. Fólk hefur látið sér
skiljast að kynlíf er fyrst og fremst
gaman. Sú tíð er næstum liðin er
kynlíf hefur það meginhlutverk að
tryggja að mannkynið lifi áfram.
En hvað þá um manninn, sem
verður til í tilraunaglasi? Hann veit
ekki hverjir foreldrar hans eru, veit
ekki hvort hann á systkin. Hann
sleppur því við ábyrgðina gagnvart
foreldrunum og hann eignast ekki
lífsförunaut, er hann þarf að heita
tryggð, heldur hefur frelsi sitt full-
komið. Hann hefur ekkert að missa
og þvf ekkert að harma. Enginn
saknar hans heldur, þó hann hrökkvi
upp af standinum. Það verður aldrei
neinn vandi að fá annan jafngóðan
í staðinn.
En nú þarfnast maðurinn þess að
hans sé þarfnast. Og hver mun
þarfnast hans í þessum nýja heimi?
Enginn. Engir foreldrar, engin börn,
engin systkin, engin eiginkona,
engir vinir. Hinn nýi heimur mun
ekki skilja merkingu orðsins ást.
Manneskjur hins nýja heims munu
þvf finna til afskaplega mikillar ein-
semdar í veröld, þar sem þær til-
heyra engum og enginn tilheyrir
þeim.
☆
Frú Robinson
Framhald af bls. 31.
ætla ég út til að eyða ævinni með
hinu raunverulega fólki í henni
veröld.
— Erum við ekki raunveru-
legt fólk? sagði frú Braddock.
— Sama gamla tuggan, sagði
Benjamín. — Ég einn veit hvern-
ig mér líður.
Þau luku við morgunverðinn í
þögn. Að því loknu tók herra
Braddock upp ávísanahefti og
fyllti eitt eyðublaðið.
— Pabbi, sjáðu til .. .
Taktu þetta, svaraði faðir
hans.
Eg vil það ekki.
Herra Braddock undirritaði
ávísunina og reif hana úr heft-
inu. — Hérna, sagði hann.
— Nei
— Taktu tékkinn.
— Nei.
Herra Braddock teygði sig yfir
borðið og tróð ávísuninni í vasa
Benjamíns. Hann tók hana upp
aftur, las á upphæðina og setti
ávísunina aftur í vasann.
— Þú leysir hana út ef þú
þarft með, sagði faðir hans.
— Ég þarf þess ábyggilega
ekki.
— Allt í lagi. En Ben ...
— Já, hvað?
— Ég veit ekki hversu lengi
þetta stendur yfir. Ég hef það
samt á tilfinningunni að þú verð-
ir kominn aftur áður en þú held-
ur sjálfur.
— Nei, það verð ég ekki.
— Ef þé»- finnst að þú verðir
að fara út og hitta og kynnast
þessu raunverulega fólki af eigin
raun, þá ..
Benjamín stóð upp. — Verið
þið sæl, sagði hann og rétti fram
hendina.
Faðir hans tók á móti. — Ef
þú lendir í eitthverjum vandræð-
um þá skaltu hringja og við
borgum símtalið
— Ben? sagði frú Braddock,
— heldurðu að þú verðir kann-
ske kominn aftur á laugardaginn?
— Mamma ...
— Ja, ég bauð nefnilega Rob-
inson-hjónunum yfir í mat. Það
hefði verið svo gaman ef þú
hefðir verið hér líka.
3. KAFLI
Ferðalagið stóð í tæpar 3 vik-
ur. Það var komið töluvert fram-
yfir miðnætti kvöldið sem Benja-
mín kom heim, og foreldrar hans
voru löngu sofnuð. Hann ætl-
aði fyrst inn um aðaldyrnar, en
þær voru læstar. Dyrnar inn í
eldhúsið og bakdyrnar voru læst-
ar líka. Allir þeir gluggar sem
hann reyndi voru lokaðir, svo á
endanum gekk hann að aðaldyr-
unum aftur og bankaði þar til
ljós var kveikt í svefnherbergi
foreldra haris.. Hann beið þangað
til ljós var kveikt í ganginum, en
þá kom faðir hans og opnaði.
— Ben, sagði hann.
Beniamín gekk inn.
— Ben. þú ert kominn aftur,
sagði faðir hans.
— Já, ég eir kominn aftur,
sagði Benjamín og gekk í áttina
að stiganum.
— Heyrðu, sagði herra Bradd-
ock og glotti, — þú ert þó ekki
farinn að safna skeggi?
— Ég raka bað af á morgun.
— Jæja, sagði faðir hans, —
hvernig hefur þú það?
— Þreyttur.
— Alveg útkeyrður, ha?
— Rétt.
— Hvernig var ferðin?
— Ekker* sérstök, svaraði
Benjamín og fór að príla upp
stigann.
— Ben ...
Benjamín stanzaði og lét höf-
uðið síga. — Pabbi, sagði hann
7. tb! VIKAN 43